Hún fær miklu minna borgað en hinir aðstoðarþjálfararnir í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2019 10:30 Kristi Toliver. Vísir/Getty Umræður um launamál kynjanna í bandaríska körfuboltanum hafa verið í fjölmiðlum að undanförnum í tengslum við ósætti leikmanna WNBA með kjör sín. Í framhaldi hafa bandarískir blaðamenn verið að skoða fleiri mál þar sem karla og konur eru að sinna sömu störfum í NBA-deildinni. Blaðamaður New York Times hefur þannig skrifað um stöðu mála hjá Kristi Toliver sem er aðstoðarþjálfari hjá liði Washington Wizards. Toliver réði sig í stöðuna í haust en hún er fyrsti leikmaðurinn í WNBA sem starfar sem aðstoðarþjálfari í NBA á sama tíma. Munur á launum hennar og svo kolleganna hefur aftur á móti hneykslað marga.Yeah, this is ridiculous. “Kristi Toliver, an NBA Assistant Who’s Paid Like an Intern” - The New York Times https://t.co/qEEeIQ3MMj — Brian Sandler (@_BrianSandler) December 31, 2018Kristi Toliver er 31 árs gömul og hefur bæði orðið háskólameistari með Maryland og WNBA-meistari með Los Angeles Sparks. Faðir hennar var dómari í NBA-deildinni. Toliver fær „aðeins“ tíu þúsund dollara fyrir allt tímabilið með Washington Wizards sem nær frá október þar til í júní fari liðið alla leið. Tíu þúsund dalir eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna. Það teljast seint vera há laun í heimi NBA en áfallið kemur fyrst fram þegar laun hennar eru borin saman við laun hinn aðstoðarmannanna. Aðstoðarþjálfarar í NBA-deildinni eru vanalega að fá frá hundrað þúsund dollurum upp í eina milljón dollara. Þeir eru því að lágmarki að fá tíu sinnum meira en hún og sumir eru að fá hundrað sinnum meira en hún. Washington Post skrifaði um málið eins og sést hér fyrir neðan.NBA assistant coaches routinely make six figures. Kristi Toliver is making $10,000 with the Wizards. https://t.co/cE6sG6yw9f — Post Sports (@PostSports) January 1, 2019Kristi Toliver er vön því að spila í Evrópu og meðan WNBA-deildin er í vetrarfríi. Það eru ekki miklir peningar í kvennakörfuboltanum og þær bestu reyna að safna í sarpinn með því að spila allt árið. Toliver tók þá ákvörðun að hvíla skrokkinn og safna sér reynslu hjá Washington Wizards liðinu þar sem að hún hefur þegar sett stefnuna á því að verða þjálfari eftir að ferlinum lýkur. „Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ég er ekki að spila allt árið. Það fylgja því örugglega einhver peningavandræði en þetta er líka mjög spennandi tækifæri sem ég vildi nýta mér. Ég fæ að vera áfram í kringum körfuboltann og í kringum bestu leikmenn og bestu þjálfara í heimi,“ sagði Toliver við New York Times. NBA Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Umræður um launamál kynjanna í bandaríska körfuboltanum hafa verið í fjölmiðlum að undanförnum í tengslum við ósætti leikmanna WNBA með kjör sín. Í framhaldi hafa bandarískir blaðamenn verið að skoða fleiri mál þar sem karla og konur eru að sinna sömu störfum í NBA-deildinni. Blaðamaður New York Times hefur þannig skrifað um stöðu mála hjá Kristi Toliver sem er aðstoðarþjálfari hjá liði Washington Wizards. Toliver réði sig í stöðuna í haust en hún er fyrsti leikmaðurinn í WNBA sem starfar sem aðstoðarþjálfari í NBA á sama tíma. Munur á launum hennar og svo kolleganna hefur aftur á móti hneykslað marga.Yeah, this is ridiculous. “Kristi Toliver, an NBA Assistant Who’s Paid Like an Intern” - The New York Times https://t.co/qEEeIQ3MMj — Brian Sandler (@_BrianSandler) December 31, 2018Kristi Toliver er 31 árs gömul og hefur bæði orðið háskólameistari með Maryland og WNBA-meistari með Los Angeles Sparks. Faðir hennar var dómari í NBA-deildinni. Toliver fær „aðeins“ tíu þúsund dollara fyrir allt tímabilið með Washington Wizards sem nær frá október þar til í júní fari liðið alla leið. Tíu þúsund dalir eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna. Það teljast seint vera há laun í heimi NBA en áfallið kemur fyrst fram þegar laun hennar eru borin saman við laun hinn aðstoðarmannanna. Aðstoðarþjálfarar í NBA-deildinni eru vanalega að fá frá hundrað þúsund dollurum upp í eina milljón dollara. Þeir eru því að lágmarki að fá tíu sinnum meira en hún og sumir eru að fá hundrað sinnum meira en hún. Washington Post skrifaði um málið eins og sést hér fyrir neðan.NBA assistant coaches routinely make six figures. Kristi Toliver is making $10,000 with the Wizards. https://t.co/cE6sG6yw9f — Post Sports (@PostSports) January 1, 2019Kristi Toliver er vön því að spila í Evrópu og meðan WNBA-deildin er í vetrarfríi. Það eru ekki miklir peningar í kvennakörfuboltanum og þær bestu reyna að safna í sarpinn með því að spila allt árið. Toliver tók þá ákvörðun að hvíla skrokkinn og safna sér reynslu hjá Washington Wizards liðinu þar sem að hún hefur þegar sett stefnuna á því að verða þjálfari eftir að ferlinum lýkur. „Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ég er ekki að spila allt árið. Það fylgja því örugglega einhver peningavandræði en þetta er líka mjög spennandi tækifæri sem ég vildi nýta mér. Ég fæ að vera áfram í kringum körfuboltann og í kringum bestu leikmenn og bestu þjálfara í heimi,“ sagði Toliver við New York Times.
NBA Mest lesið Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira