Innlent

Nokkuð um heimilis­of­beldis­mál á höfuð­borgar­svæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Klukkan 6:23 var karlmaður handtekinn í miðborginni eftir að hafa sparkað í lögreglubifreið og í kjölfarið fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu.
Klukkan 6:23 var karlmaður handtekinn í miðborginni eftir að hafa sparkað í lögreglubifreið og í kjölfarið fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm
Nokkur erill hefur verið búinn að vera hjá lögreglu í nótt og hafa nokkrar tilkynningar borist um heimilisofbeldismál. Í dagbók lögreglu segir að á tólfta tímanum séu fangageymslur lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu og lögreglustöðvarinnar við Flatahraun fullar.

Skömmu fyrir klukkan sex í morgun var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni en þar höfðu tveir karlmenn kýlt annan en sá hlaut minniháttar áverka. Mennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að.

Klukkan 6:23 var karlmaður handtekinn í miðborginni eftir að hafa sparkað í lögreglubíl og í kjölfarið fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu.



Kvartað undan hávaða

Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum áramótapartýjum þar sem nágrannar kvörtuðu undan hávaða. Þá var tilkynnt um rúðubrot í veitingastað í miðborginni klukkan 6:45. Lögreglan fór á vettvang og voru dyraverðir þá með geranda. Að lokinni skýrslutöku á vettvangi var gerandanum leyft að halda leiðar sinnar.

Í dagbók lögreglu segir einnig frá því að klukkan 7:41 höfðu lögreglumenn sem voru á leiðinni í verkefni í miðborginni afskipti af konu sem veifaði í átt til þeirra líkt og hún væri i vanda stödd. „Lögreglumennirnir stöðvuðu til þess að ræða við hana kom í ljós að hún var mjög ölvuð og vildi hún aðeins að þeir myndu aka henni heim. Þegar henni var tjáð að hún gæti tekið leigubifreið varð hún mjög æst og hóf að sparka í lögreglubifreiðina. Var hún því handtekin í kjölfarið og færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu.“



Hópslagsmál

Á sjötta tímanum í nótt var tilkynnt um hópslagsmál í hverfi 110. Fór lögregla á vettvang og voru þrír karlmenn handteknir í kjölfarið í vistaðir í fangaklefa vegna málsins.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar sem hafði átt sér stað inni á heimili í hverfi 109. Voru tveir karlmenn handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×