Innlent

110 mál á borði lögreglu í gærkvöldi og í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Vitað er um að minnsta kosti eitt flugeldaslys þar sem bruni hlaust á bringu.
Vitað er um að minnsta kosti eitt flugeldaslys þar sem bruni hlaust á bringu. Vísir/Vilhelm
Talsverður erill var hjá lögreglu á nýársnótt en um 110 mál komu inn á borð lögreglu á milli 17 síðdegis í gær og fram til 06:30 í morgun.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að líkamsárásir og ölvunarástand standi upp úr en fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fylltust um klukkan 05:30.

„Eitt flugeldaslys þar sem bruni hlaust á bringu og hendi og allavega 2 atvik þar sem eignaspjöll voru unnin á vinnuvélum með flugeldum.

Sex aðilar stoppaðir í umferðinni þar sem grunur leikur á að um ölvun og eða fíkniefnaneyslu sé að ræða við akstur ökutækis.

Bílvelta varð á Kringlumýrarbraut um miðnættið en ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og að vera án ökuréttinda.

Eitt fíkniefnamál kom upp í nótt þar sem lagt var hald á þó nokkuð af E töflur,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×