Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2019 23:45 Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar. Vísir/EPA Breskir fjölmiðlar fylgjast nú náið með Filippus prins, hertoga af Edinborg, eftir að hann varð valdur að árekstri nærri Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum fyrir tveimur sólarhringum.Fyrr í kvöld sagði fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC frá því að lögreglan hefði boðað að Filippus, sem er eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, fengi enga sérmeðferð við rannsókn lögreglunnar á árekstrinum. Sagði BBC frá því að hinn 97 ára gamli prins hefði sést keyrandi einn nú nokkrum dögum eftir slysið. Seinna í kvöld var bætt um betur í fréttaflutningnum og greint frá því að lögreglan í Norfolk hefði veitt prinsinum aldna tiltal eftir að bæði Daily Mail og The Sun birtu myndir af bílferð hans þar sem hertoginn var einn í för á nýjum Land Rover og án sætisbeltis.Sagðist hafa blindast af sólinni Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum sem vaðr þegar hann ók bíl sínum á KIA-bifreið. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, 28 ára gömul kona, hlaut skurði en farþeginn, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði. Níu mánaða gamall drengur var einnig í KIA-bifreiðinni en hann slapp ómeiddur. Hertoginn var einn í bílnum þegar slysið varð. Roy Warne, sem varð vitni að slysinu, sagði við BBC að hertoginn hefði spurt á vettvangi hvort fólkið í KIA-bílnum hefði nokkuð slasat. Sagðist Warne hafa heyrt þegar hertoginn tjáði lögreglu að hann hefði blindast af sólinni áður en áreksturinn varð. Segir prinsinn ekki hafa beðið sig afsökunarElísabet drottning og Fillipus prins.Vísir/EPA„Ég er heppin að vera á lífi en hann hefur ekki einu sinni beðist afsökunar,“ Emma segir í samtali við vef breska dagblaðsins The Mirror. Hún segist ekki hafa fengið símtal frá konungsfjölskyldunni en segir tengilið lögreglunnar við konungsfjölskylduna hafa sett sig í samband við hana og skilað kveðju til hennar frá drottningunni og hertoganum. Emma segir skilaboðin hafa verið óskiljanleg, hún hafi ekki verið beðin afsökunar og þá hafi hjónin ekki skilað óskum um bata til hennar. Áður hafði talsmaður fjölskyldunnar sagt við BBC að haft hefði verið samband við þá sem voru í KIA-bifreiðinni og þeim óskað skjóts bata.Var spennt fyrir símtali frá drottningunni Emma segist hafa búist við meiru af konungsfjölskyldunni. Þá dregur hún útskýringar hertogans um að hann hafi blindast af sólinni í efa því skýjað hefði verið þennan dag. „Ég elska konungsfjölskylduna en mér líður eins og ég hafi verið hunsuð. Hvað þyrfti að gerast svo prinsinn myndi biðja mig afsökunar, ef hann sér þá eftir þessu? Var það svo erfitt fyrir hann og drottninguna að senda mér kort og blóm?“ Hún segir að henni hafi verið ráðlagt að tala ekki við neinn um slysið og henni sagt að búast við símtali frá fjölskyldunni í gær. „Ég veit að drottningin er önnum kafin en ég var orðin mjög spennt eftir símtali frá henni.“ Bretland England Kóngafólk Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Breskir fjölmiðlar fylgjast nú náið með Filippus prins, hertoga af Edinborg, eftir að hann varð valdur að árekstri nærri Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum fyrir tveimur sólarhringum.Fyrr í kvöld sagði fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC frá því að lögreglan hefði boðað að Filippus, sem er eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, fengi enga sérmeðferð við rannsókn lögreglunnar á árekstrinum. Sagði BBC frá því að hinn 97 ára gamli prins hefði sést keyrandi einn nú nokkrum dögum eftir slysið. Seinna í kvöld var bætt um betur í fréttaflutningnum og greint frá því að lögreglan í Norfolk hefði veitt prinsinum aldna tiltal eftir að bæði Daily Mail og The Sun birtu myndir af bílferð hans þar sem hertoginn var einn í för á nýjum Land Rover og án sætisbeltis.Sagðist hafa blindast af sólinni Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum sem vaðr þegar hann ók bíl sínum á KIA-bifreið. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, 28 ára gömul kona, hlaut skurði en farþeginn, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði. Níu mánaða gamall drengur var einnig í KIA-bifreiðinni en hann slapp ómeiddur. Hertoginn var einn í bílnum þegar slysið varð. Roy Warne, sem varð vitni að slysinu, sagði við BBC að hertoginn hefði spurt á vettvangi hvort fólkið í KIA-bílnum hefði nokkuð slasat. Sagðist Warne hafa heyrt þegar hertoginn tjáði lögreglu að hann hefði blindast af sólinni áður en áreksturinn varð. Segir prinsinn ekki hafa beðið sig afsökunarElísabet drottning og Fillipus prins.Vísir/EPA„Ég er heppin að vera á lífi en hann hefur ekki einu sinni beðist afsökunar,“ Emma segir í samtali við vef breska dagblaðsins The Mirror. Hún segist ekki hafa fengið símtal frá konungsfjölskyldunni en segir tengilið lögreglunnar við konungsfjölskylduna hafa sett sig í samband við hana og skilað kveðju til hennar frá drottningunni og hertoganum. Emma segir skilaboðin hafa verið óskiljanleg, hún hafi ekki verið beðin afsökunar og þá hafi hjónin ekki skilað óskum um bata til hennar. Áður hafði talsmaður fjölskyldunnar sagt við BBC að haft hefði verið samband við þá sem voru í KIA-bifreiðinni og þeim óskað skjóts bata.Var spennt fyrir símtali frá drottningunni Emma segist hafa búist við meiru af konungsfjölskyldunni. Þá dregur hún útskýringar hertogans um að hann hafi blindast af sólinni í efa því skýjað hefði verið þennan dag. „Ég elska konungsfjölskylduna en mér líður eins og ég hafi verið hunsuð. Hvað þyrfti að gerast svo prinsinn myndi biðja mig afsökunar, ef hann sér þá eftir þessu? Var það svo erfitt fyrir hann og drottninguna að senda mér kort og blóm?“ Hún segir að henni hafi verið ráðlagt að tala ekki við neinn um slysið og henni sagt að búast við símtali frá fjölskyldunni í gær. „Ég veit að drottningin er önnum kafin en ég var orðin mjög spennt eftir símtali frá henni.“
Bretland England Kóngafólk Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira