Varnargarður við Víkurklett vegna Kötlugoss gæti kostað 80 til 110 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2019 20:31 Er varnargarðinum ætlað að koma í veg fyrir stórfellt tjón í þéttbýli Víkur. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kynnti hugmyndir um varnargarð við Víkurklett vegna Kötluhlaups á fundi ríkisstjórnar á föstudag. Tillögurnar að slíkum garði eru byggðar á hermun jökulhlaups í Múlakvísl í kjölfar Kötlugoss. Vakti ráðherra athygli á að skýrslan bendi til þess að mjög fýsilegt sé að byggja varnargarð við Víkurklett, enda geti tiltölulega ódýr varnargarður komið í veg fyrir stórfellt tjón í þéttbýli Víkur komi til Kötluhlaups niður farveg Múlakvíslar. Heildarkostnaður við varnargarð við Víkurklett er talinn vera á bilinu 80 til 110 milljónir króna. Eftir er að hanna varnargarð og ákveða staðsetningu í samráði við landeigendur og sveitarfélag sem getur haft áhrif á endanlegan kostnað. Fer málið nú í frekari vinnslu við viðeigandi ráðuneytum og stofnunum.Á Kötluráðstefnunni sem haldin var í október síðastliðnum var kynnt mat á áhrifum hamfaraflóðs á Kötlugarð en niðurstöður leiddu í ljós að líkur eru á að slíkt flóð færi yfir og tæki með sér Kötlugarð og útbreiðslan myndi ná til þéttbýlisins við Vík í Mýrdal. Verkfræðistofan Vatnaskil uppfærði reiknilíkanið enn frekar til að leggja varfærið mat á flóðhæð við Víkurklett, komi til Kötluhlaups af sömu stærðargráðu og árið 1918. Var stillt upp dæmi af varnargarði sem væri í sjö metra hæð yfir sjávarmáli en vatn fór ekki yfir þann garð samkvæmt reiknilíkaninu.Varnargarðurinn gæti kostað 80 til 110 milljónir króna.Landakort ehf. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kynnti hugmyndir um varnargarð við Víkurklett vegna Kötluhlaups á fundi ríkisstjórnar á föstudag. Tillögurnar að slíkum garði eru byggðar á hermun jökulhlaups í Múlakvísl í kjölfar Kötlugoss. Vakti ráðherra athygli á að skýrslan bendi til þess að mjög fýsilegt sé að byggja varnargarð við Víkurklett, enda geti tiltölulega ódýr varnargarður komið í veg fyrir stórfellt tjón í þéttbýli Víkur komi til Kötluhlaups niður farveg Múlakvíslar. Heildarkostnaður við varnargarð við Víkurklett er talinn vera á bilinu 80 til 110 milljónir króna. Eftir er að hanna varnargarð og ákveða staðsetningu í samráði við landeigendur og sveitarfélag sem getur haft áhrif á endanlegan kostnað. Fer málið nú í frekari vinnslu við viðeigandi ráðuneytum og stofnunum.Á Kötluráðstefnunni sem haldin var í október síðastliðnum var kynnt mat á áhrifum hamfaraflóðs á Kötlugarð en niðurstöður leiddu í ljós að líkur eru á að slíkt flóð færi yfir og tæki með sér Kötlugarð og útbreiðslan myndi ná til þéttbýlisins við Vík í Mýrdal. Verkfræðistofan Vatnaskil uppfærði reiknilíkanið enn frekar til að leggja varfærið mat á flóðhæð við Víkurklett, komi til Kötluhlaups af sömu stærðargráðu og árið 1918. Var stillt upp dæmi af varnargarði sem væri í sjö metra hæð yfir sjávarmáli en vatn fór ekki yfir þann garð samkvæmt reiknilíkaninu.Varnargarðurinn gæti kostað 80 til 110 milljónir króna.Landakort ehf.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Katla til í hvað sem er eftir lengsta hlé milli stórra gosa frá landnámi Páll Einarsson jarðfræðingur rakti hvernig Katla hefur reynst vísindamönnum hið mesta vandræðabarn í gegnum árin. 30. mars 2018 09:00