Þingið mun rannsaka meint afbrot forsetans Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 19. janúar 2019 07:15 Bandaríkjaforseti er enn á ný sagður hafa brotið af sér. NordicPhotos/AFP Tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings munu hefja rannsókn á því hvort Donald Trump forseti hafi skipað Michael Cohen, þá persónulegum lögfræðingi sínum, að ljúga að þinginu meðan á kosningabaráttu stóð árið 2016 um mislukkuð fasteignaviðskipti í Moskvu. BuzzFeed News greindi fyrst frá hinu meinta broti og hafði eftir tveimur heimildarmönnum innan úr löggæslukerfinu. Á þessum tíma sagði Trump sjálfur að hann hefði engin viðskiptatengsl við Rússland. Jerrold Nadler, Demókrati og formaður dómsmálanefndar, sagði að það væri alríkisglæpur að skipa undirmanni sínum að ljúga að þinginu. „Dómsmálanefndin á að komast til botns í þessu máli og það munum við gera,“ tísti Nadler. Adam Schiff, Demókrati og formaður upplýsingamálanefndar, sagði að nefndin myndi gera það sem nauðsynlegt er til þess að komast að hinu sanna í málinu. Bætti því við að ásökunin væri sú alvarlegasta á hendur Trump til þessa. Eins og Schiff tók fram hefur Trump verið sakaður um ýmislegt í forsetatíð sinni þótt hann hafi ekki verið dæmdur fyrir neitt. Þannig hefur Trump verið sagður nýta embætti sitt til þess að hagnast persónulega og reyna að hindra framgang réttvísinnar svo eitthvað sé nefnt. Fleiri Demókratar brugðust við umfjölluninni af hörku. Joaquin Castro, fulltrúadeildarþingmaður og bróðir Julians Castro, sem hefur tilkynnt um forsetaframboð, sagði að ef satt reyndist þyrfti Trump annaðhvort að segja af sér eða sæta ákæru til embættismissis. David Cicilline, Demókrati í dómsmálanefndinni, sagði að ef Trump hefði skipað Cohen í raun og veru að ljúga að þinginu væri það „hindrun á framgangi réttvísinnar. Punktur.“ Einkar áhugaverð í þessu samhengi eru ummæli Williams Barr, sem Trump hefur tilnefnt í stól dómsmálaráðherra, er féllu þegar hann var yfirheyrður í öldungadeildinni á þriðjudag. Barr sagði að hver sá sem skipar vitni að ljúga teljist hindra rannsókn. Michael Cohen var sakfelldur fyrir að hafa séð um þagnargreiðslur til kvenna sem sögðu Trump hafa sængað hjá sér. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Lanny Davis, lögmaður Cohens, sagðist í gær ekki ætla að tjá sig um fréttina. Sjálfur tjáði Trump sig um málið á Twitter. Sagði Cohen ljúga til þess að losna fyrr úr fangelsi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings munu hefja rannsókn á því hvort Donald Trump forseti hafi skipað Michael Cohen, þá persónulegum lögfræðingi sínum, að ljúga að þinginu meðan á kosningabaráttu stóð árið 2016 um mislukkuð fasteignaviðskipti í Moskvu. BuzzFeed News greindi fyrst frá hinu meinta broti og hafði eftir tveimur heimildarmönnum innan úr löggæslukerfinu. Á þessum tíma sagði Trump sjálfur að hann hefði engin viðskiptatengsl við Rússland. Jerrold Nadler, Demókrati og formaður dómsmálanefndar, sagði að það væri alríkisglæpur að skipa undirmanni sínum að ljúga að þinginu. „Dómsmálanefndin á að komast til botns í þessu máli og það munum við gera,“ tísti Nadler. Adam Schiff, Demókrati og formaður upplýsingamálanefndar, sagði að nefndin myndi gera það sem nauðsynlegt er til þess að komast að hinu sanna í málinu. Bætti því við að ásökunin væri sú alvarlegasta á hendur Trump til þessa. Eins og Schiff tók fram hefur Trump verið sakaður um ýmislegt í forsetatíð sinni þótt hann hafi ekki verið dæmdur fyrir neitt. Þannig hefur Trump verið sagður nýta embætti sitt til þess að hagnast persónulega og reyna að hindra framgang réttvísinnar svo eitthvað sé nefnt. Fleiri Demókratar brugðust við umfjölluninni af hörku. Joaquin Castro, fulltrúadeildarþingmaður og bróðir Julians Castro, sem hefur tilkynnt um forsetaframboð, sagði að ef satt reyndist þyrfti Trump annaðhvort að segja af sér eða sæta ákæru til embættismissis. David Cicilline, Demókrati í dómsmálanefndinni, sagði að ef Trump hefði skipað Cohen í raun og veru að ljúga að þinginu væri það „hindrun á framgangi réttvísinnar. Punktur.“ Einkar áhugaverð í þessu samhengi eru ummæli Williams Barr, sem Trump hefur tilnefnt í stól dómsmálaráðherra, er féllu þegar hann var yfirheyrður í öldungadeildinni á þriðjudag. Barr sagði að hver sá sem skipar vitni að ljúga teljist hindra rannsókn. Michael Cohen var sakfelldur fyrir að hafa séð um þagnargreiðslur til kvenna sem sögðu Trump hafa sængað hjá sér. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Lanny Davis, lögmaður Cohens, sagðist í gær ekki ætla að tjá sig um fréttina. Sjálfur tjáði Trump sig um málið á Twitter. Sagði Cohen ljúga til þess að losna fyrr úr fangelsi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira