Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2019 19:00 Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. Félagið 105 Miðborg á fjóra reiti á Kirkjusandslóðinni og byggir þar hótel og lúxusíbúðir. Til stendur að afhenda um 130 íbúðir úr fyrsta áfanga eftir um það bil ár. Íbúðafélagið Bjarg, sem á að tryggja tekjulágum félagsmönnum ASÍ eða BSRB íbúðir á hagstæðu verði, á tvö reiti. Félagið á rétt á stofnframlagi frá ríki og borg við framkvæmdir sem þessar, en það nemur allt að 44% af stofnkostnaði íbúðar. Restina fjármagnar félagið.Íbúðir sem félagið 105 Miðborg er að byggja við sjávarsíðuna. Byggingin er hönnuð af Schmidt Hammer Lassen, sem hannaði m.a. Skuggahverfið.Í lögum um almennar íbúðir, sem íbúðir Bjargs heyra undir, segir að leigufjárhæð skuli ákveðin þannig að rekstur eiganda þeirra sé sjálfbær. Greiðslubyrði leigu hjá Bjargi á hins vegar að jafnaði ekki að fara umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka, sem einnig eru með tekjur undir ákveðnu viðmiði. Þar sem framkvæmdir eru dýrar á þéttingarreitum getur reynst erfitt að láta dæmið ganga upp. Hönnunarferlið hefur því tekið tæpt ár hjá Bjargi en félagið skilaði loks inn fyrstu teikningum til byggingafulltrúa í vikunni.„Staðan er þannig að við erum komnir á fjórða verktaka núna í samtal sem loksins treystir sér til þess að byggja og þróa með okkur lausnir til þess að verkefnið geti orðið að veruleika," segir Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi. Þetta tókst með því að draga úr fermetrafjölda í hverri íbúð sem verða allt frá rúmum þrjátíu fermetrum. „Við þurfum að vísu að gera bílakjallara sem er mjög slæmt. En plássið ofanjarðar er ekki nóg þannig við verðum að fara ofan í jörð. Og það eykur leiguverðið til okkar leigjenda," segir Þröstur.Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi.Bjarg hefur skilað tveimur lóðum í Hafnarfirði og Nauthólsvík og til greina kom að skila lóðinni á Kirkjusandsreitnum. „Það kom til tals í þessu ferli en það er hins vegar mikil krafa í þessu verkefni að þetta sé blönduð byggð. Að þessi verkefni séu á sem flestum stöðum í borginni en ekki öll á sama stað í úthverfi," segir Þröstur. Krafa borgarinnar um félagslega blöndun á þéttingarreitum hefur verið skýr. Þröstur telur því að slaka mætti á ýmsum dýrum kröfum í byggingarreglugerð fyrir hagkvæmar íbúðir, líkt og hljóðkröfum og um kröfum almennt aðgengi. „Að það séu ekki gerðar kröfur til þess að okkar hús séu bara alveg eins og stóru dýru húsin sem eru við hliðina á okkur." Húsnæðismál Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. Félagið 105 Miðborg á fjóra reiti á Kirkjusandslóðinni og byggir þar hótel og lúxusíbúðir. Til stendur að afhenda um 130 íbúðir úr fyrsta áfanga eftir um það bil ár. Íbúðafélagið Bjarg, sem á að tryggja tekjulágum félagsmönnum ASÍ eða BSRB íbúðir á hagstæðu verði, á tvö reiti. Félagið á rétt á stofnframlagi frá ríki og borg við framkvæmdir sem þessar, en það nemur allt að 44% af stofnkostnaði íbúðar. Restina fjármagnar félagið.Íbúðir sem félagið 105 Miðborg er að byggja við sjávarsíðuna. Byggingin er hönnuð af Schmidt Hammer Lassen, sem hannaði m.a. Skuggahverfið.Í lögum um almennar íbúðir, sem íbúðir Bjargs heyra undir, segir að leigufjárhæð skuli ákveðin þannig að rekstur eiganda þeirra sé sjálfbær. Greiðslubyrði leigu hjá Bjargi á hins vegar að jafnaði ekki að fara umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka, sem einnig eru með tekjur undir ákveðnu viðmiði. Þar sem framkvæmdir eru dýrar á þéttingarreitum getur reynst erfitt að láta dæmið ganga upp. Hönnunarferlið hefur því tekið tæpt ár hjá Bjargi en félagið skilaði loks inn fyrstu teikningum til byggingafulltrúa í vikunni.„Staðan er þannig að við erum komnir á fjórða verktaka núna í samtal sem loksins treystir sér til þess að byggja og þróa með okkur lausnir til þess að verkefnið geti orðið að veruleika," segir Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi. Þetta tókst með því að draga úr fermetrafjölda í hverri íbúð sem verða allt frá rúmum þrjátíu fermetrum. „Við þurfum að vísu að gera bílakjallara sem er mjög slæmt. En plássið ofanjarðar er ekki nóg þannig við verðum að fara ofan í jörð. Og það eykur leiguverðið til okkar leigjenda," segir Þröstur.Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi.Bjarg hefur skilað tveimur lóðum í Hafnarfirði og Nauthólsvík og til greina kom að skila lóðinni á Kirkjusandsreitnum. „Það kom til tals í þessu ferli en það er hins vegar mikil krafa í þessu verkefni að þetta sé blönduð byggð. Að þessi verkefni séu á sem flestum stöðum í borginni en ekki öll á sama stað í úthverfi," segir Þröstur. Krafa borgarinnar um félagslega blöndun á þéttingarreitum hefur verið skýr. Þröstur telur því að slaka mætti á ýmsum dýrum kröfum í byggingarreglugerð fyrir hagkvæmar íbúðir, líkt og hljóðkröfum og um kröfum almennt aðgengi. „Að það séu ekki gerðar kröfur til þess að okkar hús séu bara alveg eins og stóru dýru húsin sem eru við hliðina á okkur."
Húsnæðismál Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira