Erlent

Samþykktu stjórnarsamstarfið með naumindum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Erna Solberg hefur gegnt embætti forsætisráðherra Noregs frá árinu 2013.
Erna Solberg hefur gegnt embætti forsætisráðherra Noregs frá árinu 2013. EPA/BERIT ROALD
Kristilegi þjóðarflokkurinn samþykkti í kvöld að taka þátt í stjórnarsamstarfi með Hægriflokknum, Framfaraflokknum og Venstre en saman mynda flokkarnir meirihlutastjórn í Noregi.

Miklar deilur hafa verið uppi innan Kristilega þjóðarflokksins um hvort það væri rétt að taka þátt í stjórnarsamstarfinu en niðurstöður atkvæðagreiðslunnar bera þess merki því nítján greiddu atkvæði með tillögunni en sautján greiddu atkvæði á móti.

Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokkurinn, lét af embætti í dag líkt og búist var við en hann hafði barist fyrir því að flokkurinn gengi til liðs við vinstriblokkina í norskum stjórnmálum. Hann varð þó undir á flokksþingi síðasta haust þegar meirihluti flokksmanna ákvað að halda tryggð við hægriblokkina.

„Þetta er sögulegur dagur,“ segir Erna Solberg, formaður Hægriflokksins á blaðamannafundi en þetta er í fyrsta sinn frá því árið 1985 sem meirihlutastjórn hægriflokka er við völd í Noregi.

Solberg bindur vonir við að með meirihlutastjórnarsamstarfi komi stöðugleiki í norsk stjórnmál. Hún segir að stjórnarmyndunarviðræðurnar hefðu verið afar erfiðar en flokkarnir hafi að lokum náð saman.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×