Eyfirðingar skoða möguleika á að starfrækja laxeldi í firðinum Sveinn Arnarsson skrifar 18. janúar 2019 07:15 Fréttablaðið/heiða Fundurinn á Akureyri fer fram í Hofi. Þar fá íbúar tækifæri til að kynna sér mögulegt laxeldi í firðinum. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar(AFE) kannar nú áhuga á laxeldi í firðinum og hefur stefnt saman fræðimönnum um áhrif laxeldis á byggðir og lífríki til fundar á morgun, laugardag. Skipulagsstofnun samþykkti á síðasta ári mat Akvafuture ehf. á umhverfisáhrifum allt að 20 þúsund tonna laxeldis í sjókvíum í Eyjafirði. Því er líklegt að laxeldi hefjist í Eyjafirði á næstu árum en hugmyndir hafa verið uppi um að fisknum verði slátrað í Ólafsfirði. „Markmið fundarins er að fræða almenning, íbúa við Eyjafjörð, um fiskeldi og hvaða tækifæri og ógnanir fylgja mismunandi aðferðum við fiskeldi og þá sérstaklega með fókus á Eyjafjörð,“ segir Dagbjört Pálsdóttir, formaður AFE og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri. „Til þess höfum við fengið fræðimenn og fagfólk sem fyrirlesara sem tala þá út frá rannsóknum og gögnum.“ Þorleifur Eiríksson líffræðingur er einn þeirra sem halda erindi á fundinum. Hann segir mikinn úrgang fylgja laxeldi í sjókvíum. „Öllum húsdýrum fylgir að frá þeim kemur úrgangur. Fiskeldisfyrirtæki verða því að grípa til aðgerða og láta ekki úrganginn safnast upp. Ég mun því fara yfir hvaða áhrif slíkt eldi hefur á lífríki og til hvaða aðgerða er hægt að grípa,“ segir Þorleifur. „Ástæða þess að AFE vill fara þá leið að fræða almenning um eldismál og Eyjafjörð er sú að það er vilji ráðamanna að leita til íbúa um hugsanlegt eldi, ekki ætti að stuðla að eldi nema íbúar svæðisins væru því fylgjandi,“ bætir Dagbjört við. „AFE er ekki að taka afstöðu heldur að vinna fyrir sveitarfélögin að vettvangi til að upplýsa íbúa svo þeir séu betur í stakk búnir til að geta haft upplýsta skoðun á mögulegu eldi.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar(AFE) kannar nú áhuga á laxeldi í firðinum og hefur stefnt saman fræðimönnum um áhrif laxeldis á byggðir og lífríki til fundar á morgun, laugardag. Skipulagsstofnun samþykkti á síðasta ári mat Akvafuture ehf. á umhverfisáhrifum allt að 20 þúsund tonna laxeldis í sjókvíum í Eyjafirði. Því er líklegt að laxeldi hefjist í Eyjafirði á næstu árum en hugmyndir hafa verið uppi um að fisknum verði slátrað í Ólafsfirði. „Markmið fundarins er að fræða almenning, íbúa við Eyjafjörð, um fiskeldi og hvaða tækifæri og ógnanir fylgja mismunandi aðferðum við fiskeldi og þá sérstaklega með fókus á Eyjafjörð,“ segir Dagbjört Pálsdóttir, formaður AFE og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri. „Til þess höfum við fengið fræðimenn og fagfólk sem fyrirlesara sem tala þá út frá rannsóknum og gögnum.“ Þorleifur Eiríksson líffræðingur er einn þeirra sem halda erindi á fundinum. Hann segir mikinn úrgang fylgja laxeldi í sjókvíum. „Öllum húsdýrum fylgir að frá þeim kemur úrgangur. Fiskeldisfyrirtæki verða því að grípa til aðgerða og láta ekki úrganginn safnast upp. Ég mun því fara yfir hvaða áhrif slíkt eldi hefur á lífríki og til hvaða aðgerða er hægt að grípa,“ segir Þorleifur. „Ástæða þess að AFE vill fara þá leið að fræða almenning um eldismál og Eyjafjörð er sú að það er vilji ráðamanna að leita til íbúa um hugsanlegt eldi, ekki ætti að stuðla að eldi nema íbúar svæðisins væru því fylgjandi,“ bætir Dagbjört við. „AFE er ekki að taka afstöðu heldur að vinna fyrir sveitarfélögin að vettvangi til að upplýsa íbúa svo þeir séu betur í stakk búnir til að geta haft upplýsta skoðun á mögulegu eldi.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira