Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 11:48 Ferðamenn við Gullfoss. Vísir/Vilhelm Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. Um er að ræða minnstu fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 og sker fjölgunin sig verulega frá þróun síðustu ára, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þá er það Bandaríkjamönnum að þakka að fjölgunin er ekki minni en raun ber vitni. Í Hagsjánni kemur fram að meðalfjölgun erlendra ferðamanna hafi verið 25,2% á árunum 2011-2017 og fimmfaldaðist þar með fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim á tímabilinu.Japönum fækkaði mest og Bandaríkjamenn bjarga málunum Þá eru sautján þjóðir flokkaðar og taldar sérstaklega inn í landið. Þar af fjölgaði ferðamönnum frá sex löndum en fækkaði hjá hinum ellefu. Hlutfallslega fækkaði Japönum mest á síðasta ári eða um 14,6% frá árinu áður. Næstmesta fækkunin var hjá Finnum, 12,9% og Svíum, 12,3%, en ferðamönnum frá öllum Norðurlandaþjóðunum fækkaði milli ára. Þá fækkaði Norðmönnum um 8,8%. Mesta hlutfallslega fjölgunin varð hjá Pólverjum en þeim fjölgaði um 38% milli ára. Næstmesta fjölgunin varð hjá Rússum, 20,8%, og í þriðja sæti voru Bandaríkjamenn með fjölgun upp á 20,5%. Bandaríkjamönnum hefur nú fjölgað milli ára tíu ár í röð og hefur fjöldi þeirra sautjánfaldast frá árinu 2008. Bandaríkjamenn skýra jafnframt heildarfjölgun ferðamanna að langmestu leyti, að því er segir í hagsjánni, en hefði þeirra ekki notið við væri heildarfjölgunin aðeins 0,1%. Þá voru Bandaríkjamenn flestir erlendra ferðamanna árið 2018 líkt og síðustu ár en alls komu nær 700 þúsund bandarískir ferðamenn til landsins í fyrra. Nam hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna 30% en næstir á eftir voru Bretar með um 400 þúsund færri ferðamenn en Bandaríkin, eða 298 þúsund. Mikil breyting hefur jafnframt orðið á samsetningu ferðamanna á þessari öld. Sem dæmi voru Norðurlandabúar 26,2% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 7,1% á síðasta ári. Þjóðverjar voru tæplega 12% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 6% á síðasta ári. Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. Um er að ræða minnstu fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 og sker fjölgunin sig verulega frá þróun síðustu ára, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þá er það Bandaríkjamönnum að þakka að fjölgunin er ekki minni en raun ber vitni. Í Hagsjánni kemur fram að meðalfjölgun erlendra ferðamanna hafi verið 25,2% á árunum 2011-2017 og fimmfaldaðist þar með fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim á tímabilinu.Japönum fækkaði mest og Bandaríkjamenn bjarga málunum Þá eru sautján þjóðir flokkaðar og taldar sérstaklega inn í landið. Þar af fjölgaði ferðamönnum frá sex löndum en fækkaði hjá hinum ellefu. Hlutfallslega fækkaði Japönum mest á síðasta ári eða um 14,6% frá árinu áður. Næstmesta fækkunin var hjá Finnum, 12,9% og Svíum, 12,3%, en ferðamönnum frá öllum Norðurlandaþjóðunum fækkaði milli ára. Þá fækkaði Norðmönnum um 8,8%. Mesta hlutfallslega fjölgunin varð hjá Pólverjum en þeim fjölgaði um 38% milli ára. Næstmesta fjölgunin varð hjá Rússum, 20,8%, og í þriðja sæti voru Bandaríkjamenn með fjölgun upp á 20,5%. Bandaríkjamönnum hefur nú fjölgað milli ára tíu ár í röð og hefur fjöldi þeirra sautjánfaldast frá árinu 2008. Bandaríkjamenn skýra jafnframt heildarfjölgun ferðamanna að langmestu leyti, að því er segir í hagsjánni, en hefði þeirra ekki notið við væri heildarfjölgunin aðeins 0,1%. Þá voru Bandaríkjamenn flestir erlendra ferðamanna árið 2018 líkt og síðustu ár en alls komu nær 700 þúsund bandarískir ferðamenn til landsins í fyrra. Nam hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna 30% en næstir á eftir voru Bretar með um 400 þúsund færri ferðamenn en Bandaríkin, eða 298 þúsund. Mikil breyting hefur jafnframt orðið á samsetningu ferðamanna á þessari öld. Sem dæmi voru Norðurlandabúar 26,2% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 7,1% á síðasta ári. Þjóðverjar voru tæplega 12% ferðamanna árið 2003 en hlutfallið var 6% á síðasta ári.
Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira