Real Madrid spilar til 8-liða úrslita í spænsku bikarkeppninni í fótbolta þrátt fyrir eins marks tap fyrir Leganes á útivelli í kvöld.
Spænska bikarkeppninn er spiluð í einvígum heima og heiman frá 16-liða úrslitunum og vann Real Madrid 3-0 sigur á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna. Madrídarliðið var því nokkuð öruggt áfram nema stórslys yrði hjá þeim í kvöld.
Heimamenn í Leganes náðu ágætri byrjun þegar Martin Braithwaite skoraði eftir hálftíma leik. Hann skallaði í stöngina, Sabin Merino tók frákastið og skaut en Keylor Navas varði það skot. Navas sló boltann þó aðeins fyrir fætur Braithwaite sem potaði honum í tómt netið.
Þá gátu stuðningsmenn Leganes farið að leyfa sér að trúa en trúin dvínaði eftir því sem leið á leikinn því liðið þurfti að skora að minnsta kosti tvö mörk í viðbót.
Brahim Diaz komst hvað næst því að skora annað mark leiksins, en það fyrir Real Madrid, þegar skot hans í uppbótartíma small í stönginni.
Niðurstaðan 1-0 sigur Leganes en samanlagt 3-1 tap, Real spilar til 8-liða úrslita en Leganes er úr leik.
Real áfram þrátt fyrir tap
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti
