Fótbolti

Ronaldo tryggði Juventus ofurbikarinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo skoraði eina mark leiksins
Ronaldo skoraði eina mark leiksins vísir/getty
Juventus er sigurvegari ítalska ofurbikarsins eftir sigur á AC Milan í úrslitaleiknum sem fram fór í Sádi Arabíu í dag.

Ofurbikarinn er keppni á milli bikarmeistara og Ítalíumeistaranna, ítlaska útgáfan af Samfélagsskildinum eða Meistarar meistaranna. Nema hvað að leikurinn fer fram í janúar 2019 en ekki í ágúst, áður en nýja keppnistímabilið hefst.

Juventus varð Ítalíumeistari og bikarmeistari síðasta vor en AC Milan er silfurlið bikarsins og mætir því í þennan leik.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Cristiano Ronaldo eina mark leiksins á 61. mínútu. Markið kom eftir fyrirgjöf frá Miralem Pjanic, Ronaldo skallaði boltann framhjá Gianluigi Donnarumma og í netið.

Stuttu seinna varð verkefnið erfiðara fyrir AC Milan þegar Franck Kessie var sendur í sturtu með rautt spjald. Kessie fer í slæma tæklingu á Emre Can og dæmdi myndbandsdómarinn rautt spjald á Mílanómanninn.

Milan náði ekki að koma til baka í seinni hálfleik og Juventus því sigurvegari Ofurbikarsins í fyrsta skipti síðan 2015, en liðið hefur verið fastur gestur í þessum leik síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×