Jóna Hrönn gráti næst eftir Kastljós Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2019 12:30 Jóna Hrönn kemur Öldu Karen til varnar. „Ég hef ekki haft tíma í allan vetur til að horfa á fréttir og Kastljós og bara farið inn á netið til að lesa yfir hélstu fréttir. En í gær gerðist það, ég lá skyndilega í sófanum og þá er til umræðu í þættinum orð ungrar konu Öldu Karen um að lykilsetningin til að vinna gegn sjálfsvígum væri „þú ert nóg“.“ Svona hefst pistill Jónu Hrannar Bolladóttur, sóknarprests í Garðabæ, á Facebook en í honum talar hún um Öldu Karen Hjaltalín sem sagðist til að mynda ná vel til ungs fólks í Kastljósi í gærkvöldi en þar mætti hún Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðingi. Í upphafi vikunnar lét Alda Hrönn þau orð falla að lausnin við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir væru auðveld, það væri nóg að segja við sjálfan sig: „Þú ert nóg“. Í framhaldinu fékk hún yfir sig mikla gagnrýni og var hún mætt í Kastljósið í gærkvöldið til að útskýra sitt mál. „Ég var gráti næst þegar þættinum lauk og ég vona að einhver sem elskar hana skilyrðislaust hafi tekið hana í faðminn og sagt henni að hún væri svo sannarlega nóg. Ég hef í mörg ár mætt fólki í sálgæslu sem vill ekki lifa lengur og ég hef líka átt mörg samtölin við ástvini sem hafa misst í sjálfsvígum. Þessi veruleiki er svo flókin og sár og úrvinnslan þyrnum stráð. Við vitum það öll að þetta verður ekki leyst með einni setningu. En horfum aftur á þessa ungu konu, hún er fulltrúi kynslóðar sem fær endalaust þau skilaboð að þau séu ekki nóg, kynslóð sem lifir í samkeppnissamfélagi þar sem menn sækjast eftir árangri og gróða.“Ungt fólk eftir í vanlíðan Jóna segir að fjöldinn allur af ungu fólki gefist upp í námi af því að það sé eitthvað í skólakerfinu sem henti ekki þessari kynslóð. „Og þau flosna úr námi með þá tilfinningu að þau passa ekki inn og eru ekki nóg. Hún lifir á tímum samfélagsmiðla sem er bara alls ekki hluti af mínum veruleika og ég eignaðist ekki iPhone fyrr en á þessum jólum og mér er hreinlega ekki að takast að læra á Instagram og ég veit ekki einu sinni hvað Twitter er. En ég veit af samtölum mínum við ungt fólk að þar er að finna óheilbrigða samanburðamenningu sem skilur ungt fólk oft eftir í vanlíðan.“Hafrún Kristjánsdóttir og Alda Karen Hjaltalín ræddu umdeild ummæli í Kastljósi í gærkvöld.RÚVHún segir að jafnvel vanlíðan sem geti leitt til þeirrar hugsunar að fólk langi ekki að lifa. „Ein af frumþörfum okkar er að hafa tilgang með lífinu sínu og ef sú þörf fær ekki næringu er voðinn vís og við þurfum að hjálpa unga fólkinu okkar að leita og finna. 0g í samtölum mínum við ungt fólk sem finnur ekki tilganginn, nota ég oft þessa setningu, þú ert nóg - þú ert frábær......svo heldur samtalið áfram í leitinni miklu og ég vona að ég geti gefið einhverja vegvísa því leiðina þarf manneskjan að fara sjálf. Þarna er ung kona sem er gefið þetta extra, hún hefur fengið karisma í guðsgjöf og hún er heillandi. Hún er manneskja sem gæti einmitt verið afar mikilvæg í forvarnastarfi gagnvart þeim sem finna ekki tilgang lífsins.“ Jóna segir að við sem samfélag megum ekki þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu. „Af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Við skulum umvefja hana og leiðbeina henni af því að hún nær til kynslóðar sem í mínum huga er hrjáð á margan hátt og í ákveðinni hættu. Ég ætla að fylgjast með þessar stúlku því henni er mikið gefið og ég veit að ef hún verður ekki þögguð þá á hún eftir að læra margt og verða enn þá öflugri. Ég ætla líka að setja mér það markmið á nýju ári að hlusta betur á þessa kynslóð og reyna að skilja betur.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42 Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 „Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00 Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45 Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fleiri fréttir „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sjá meira
„Ég hef ekki haft tíma í allan vetur til að horfa á fréttir og Kastljós og bara farið inn á netið til að lesa yfir hélstu fréttir. En í gær gerðist það, ég lá skyndilega í sófanum og þá er til umræðu í þættinum orð ungrar konu Öldu Karen um að lykilsetningin til að vinna gegn sjálfsvígum væri „þú ert nóg“.“ Svona hefst pistill Jónu Hrannar Bolladóttur, sóknarprests í Garðabæ, á Facebook en í honum talar hún um Öldu Karen Hjaltalín sem sagðist til að mynda ná vel til ungs fólks í Kastljósi í gærkvöldi en þar mætti hún Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðingi. Í upphafi vikunnar lét Alda Hrönn þau orð falla að lausnin við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir væru auðveld, það væri nóg að segja við sjálfan sig: „Þú ert nóg“. Í framhaldinu fékk hún yfir sig mikla gagnrýni og var hún mætt í Kastljósið í gærkvöldið til að útskýra sitt mál. „Ég var gráti næst þegar þættinum lauk og ég vona að einhver sem elskar hana skilyrðislaust hafi tekið hana í faðminn og sagt henni að hún væri svo sannarlega nóg. Ég hef í mörg ár mætt fólki í sálgæslu sem vill ekki lifa lengur og ég hef líka átt mörg samtölin við ástvini sem hafa misst í sjálfsvígum. Þessi veruleiki er svo flókin og sár og úrvinnslan þyrnum stráð. Við vitum það öll að þetta verður ekki leyst með einni setningu. En horfum aftur á þessa ungu konu, hún er fulltrúi kynslóðar sem fær endalaust þau skilaboð að þau séu ekki nóg, kynslóð sem lifir í samkeppnissamfélagi þar sem menn sækjast eftir árangri og gróða.“Ungt fólk eftir í vanlíðan Jóna segir að fjöldinn allur af ungu fólki gefist upp í námi af því að það sé eitthvað í skólakerfinu sem henti ekki þessari kynslóð. „Og þau flosna úr námi með þá tilfinningu að þau passa ekki inn og eru ekki nóg. Hún lifir á tímum samfélagsmiðla sem er bara alls ekki hluti af mínum veruleika og ég eignaðist ekki iPhone fyrr en á þessum jólum og mér er hreinlega ekki að takast að læra á Instagram og ég veit ekki einu sinni hvað Twitter er. En ég veit af samtölum mínum við ungt fólk að þar er að finna óheilbrigða samanburðamenningu sem skilur ungt fólk oft eftir í vanlíðan.“Hafrún Kristjánsdóttir og Alda Karen Hjaltalín ræddu umdeild ummæli í Kastljósi í gærkvöld.RÚVHún segir að jafnvel vanlíðan sem geti leitt til þeirrar hugsunar að fólk langi ekki að lifa. „Ein af frumþörfum okkar er að hafa tilgang með lífinu sínu og ef sú þörf fær ekki næringu er voðinn vís og við þurfum að hjálpa unga fólkinu okkar að leita og finna. 0g í samtölum mínum við ungt fólk sem finnur ekki tilganginn, nota ég oft þessa setningu, þú ert nóg - þú ert frábær......svo heldur samtalið áfram í leitinni miklu og ég vona að ég geti gefið einhverja vegvísa því leiðina þarf manneskjan að fara sjálf. Þarna er ung kona sem er gefið þetta extra, hún hefur fengið karisma í guðsgjöf og hún er heillandi. Hún er manneskja sem gæti einmitt verið afar mikilvæg í forvarnastarfi gagnvart þeim sem finna ekki tilgang lífsins.“ Jóna segir að við sem samfélag megum ekki þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu. „Af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Við skulum umvefja hana og leiðbeina henni af því að hún nær til kynslóðar sem í mínum huga er hrjáð á margan hátt og í ákveðinni hættu. Ég ætla að fylgjast með þessar stúlku því henni er mikið gefið og ég veit að ef hún verður ekki þögguð þá á hún eftir að læra margt og verða enn þá öflugri. Ég ætla líka að setja mér það markmið á nýju ári að hlusta betur á þessa kynslóð og reyna að skilja betur.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42 Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 „Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00 Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45 Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fleiri fréttir „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sjá meira
Þykir siðferðilega rangt að selja fólki lífslausnir gegn greiðslu Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Alda Karen Hjaltalín fyrirlesari mættu í Kastljós í kvöld þar sem ummæli Öldu Karenar í viðtali í Íslandi í dag voru rædd. Ummælin sem um ræðir sneru að sjálfsvígum. 15. janúar 2019 20:42
Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30
„Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Þá leggur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis leggur áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð. 15. janúar 2019 15:00
Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45