Tíðarfar ársins 2018: Óvenju margir úrkomudagar en nokkuð hlýtt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2019 07:52 Það rigndi oft ansi hressilega á höfuðborgarsvæðinu árið 2018. vísir/vilhelm Árið 2018 var nokkuð hlýtt en úrkomusamt og var úrkoma yfir meðallagi á nær öllu landinu auk óvenju margra úrkomudaga bæði sunnan- og norðan lands. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar á landinu í fyrra sem birt hefur verið á vefnum. Þar segir að aldrei hafi mælst fleiri úrkomudagar í Reykjavík í fyrra, alls 261, og þá hafa sólskinsstundir í höfuðborginni ekki mælst færri síðan 1992 en eins og einhverjum er eflaust í fersku minni voru sumarmánuðirnir júní og júlí svalir og óvenju þungbúnir suðvestan til. „Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er það 0,8 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var ársmeðalhitinn 4,5 stig, 1,0 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri var meðalhitinn 4,6 stig sem er 1,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára,“ segir í yfirlitinu um hita síðasta árs. Hæsti hiti ársins mældist á Patreksfirði þann 29. júlí þegar snögg hitabylgja gekk yfir landið en hitinn náði 24,7 stigum. Nokkuð óvenjulegt er að hæsti hiti ársins mælist á Vestfjörðum. Þá mældist mesta frost ársins -25,6 stig þann 21. janúar bæði í Svartárkoti og við Mývatn. „Alhvítir dagar í Reykjavík voru 38 sem er 26 færri en meðaltal áranna 1971 og 2000. Þónokkur snjór var í Reykjavík í janúar og febrúar en mars var alauður sem hefur ekki gerst síðan í mars 2005. Lítillega snjóaði í maí en haustið var svo með snjóléttasta móti og hafa alhvítir dagar einungis verið 4 frá því í maí. Alhvítir dagar ársins á Akureyri voru 98, tíu færri en meðaltal áranna 1971 og 2000. Á Akureyri var töluverður snjór í janúar og febrúar og þar til um miðjan mars. Alhvítir dagar voru færri en að meðallagi á Akureyri síðari hluta árs en mikill snjór féll þó í lok nóvember og byrjun desember. Þann 30. nóvember mældist snjódýpt 75 cm sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Akureyri nóvembermánuði og þann 3. desember mældist snjódýpt 105 cm sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í desembermánuði. Mesta snjódýpt á árinu mældist 109 cm við Skeiðsfossvirkjun þ. 4 desember,“ segir svo í yfirliti yfir tíðarfar síðasta árs um snjóinn en nánar má lesa um veðrið á árinu 2018 hér. Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Árið 2018 var nokkuð hlýtt en úrkomusamt og var úrkoma yfir meðallagi á nær öllu landinu auk óvenju margra úrkomudaga bæði sunnan- og norðan lands. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfar á landinu í fyrra sem birt hefur verið á vefnum. Þar segir að aldrei hafi mælst fleiri úrkomudagar í Reykjavík í fyrra, alls 261, og þá hafa sólskinsstundir í höfuðborginni ekki mælst færri síðan 1992 en eins og einhverjum er eflaust í fersku minni voru sumarmánuðirnir júní og júlí svalir og óvenju þungbúnir suðvestan til. „Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er það 0,8 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var ársmeðalhitinn 4,5 stig, 1,0 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri var meðalhitinn 4,6 stig sem er 1,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára,“ segir í yfirlitinu um hita síðasta árs. Hæsti hiti ársins mældist á Patreksfirði þann 29. júlí þegar snögg hitabylgja gekk yfir landið en hitinn náði 24,7 stigum. Nokkuð óvenjulegt er að hæsti hiti ársins mælist á Vestfjörðum. Þá mældist mesta frost ársins -25,6 stig þann 21. janúar bæði í Svartárkoti og við Mývatn. „Alhvítir dagar í Reykjavík voru 38 sem er 26 færri en meðaltal áranna 1971 og 2000. Þónokkur snjór var í Reykjavík í janúar og febrúar en mars var alauður sem hefur ekki gerst síðan í mars 2005. Lítillega snjóaði í maí en haustið var svo með snjóléttasta móti og hafa alhvítir dagar einungis verið 4 frá því í maí. Alhvítir dagar ársins á Akureyri voru 98, tíu færri en meðaltal áranna 1971 og 2000. Á Akureyri var töluverður snjór í janúar og febrúar og þar til um miðjan mars. Alhvítir dagar voru færri en að meðallagi á Akureyri síðari hluta árs en mikill snjór féll þó í lok nóvember og byrjun desember. Þann 30. nóvember mældist snjódýpt 75 cm sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Akureyri nóvembermánuði og þann 3. desember mældist snjódýpt 105 cm sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í desembermánuði. Mesta snjódýpt á árinu mældist 109 cm við Skeiðsfossvirkjun þ. 4 desember,“ segir svo í yfirliti yfir tíðarfar síðasta árs um snjóinn en nánar má lesa um veðrið á árinu 2018 hér.
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira