Knattspyrnumaður sýknaður af kynferðisbroti gegn 15 ára stúlku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/gva Karlmaður um þrítugt var í Héraðsdómi Reykjaness í upphafi árs sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Manninum var gefið að sök að hafa stungið fingrum í leggöng stúlkunnar meðan hún svaf. Það sem réð úrslitum var að erfðaefni hennar fannst ekki á fingrum hans. Atvik málsins áttu sér stað aðfaranótt 7. ágúst 2016. Maðurinn hafði keppt í knattspyrnu daginn áður, farið í brúðkaup um kvöldið og endað heima hjá móður sinni. Þar voru fyrir yngri systir hans og vinkona hennar. Um nóttina vaknaði vinkonan og sá manninn við hlið sér. Sagði hún að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng hennar en látið af háttseminni er hann sá að hún hafði rumskað. Maðurinn neitaði því og sagðist aðeins hafa lagst við hlið hennar. Lögregla var kölluð til og handtók manninn á vettvangi. Tók lögreglan sýni úr nærbuxum stúlkunnar og af höndum brotaþola. Í buxunum fannst aðeins erfðaefni stúlkunnar en ekki á höndum mannsins. Ekkert erfðaefni úr honum fannst í leggöngum stúlkunnar. Sérfræðingur í réttarvísindum sagði að slíkt útilokaði ekki að fingur hefðu farið þangað enda myndi erfðaefni hins grunaða „drukkna“ í DNA hennar. Þá gæti maðurinn hafa þvegið hendurnar áður en lögregla mætti á staðinn. Dómari mat framburð beggja trúverðugan. Orð stæði gegn orði. Úrslitaatriði væri að baðherbergisvaskur hafði ekki verið rannsakaður. Þar hefði mögulega mátt finna ummerki þess að ákærði hefði skolað hendur sínar. Vafi um sekt hans var metinn honum í hag. Sakarkostnaður, alls rúmar tvær milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Karlmaður um þrítugt var í Héraðsdómi Reykjaness í upphafi árs sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Manninum var gefið að sök að hafa stungið fingrum í leggöng stúlkunnar meðan hún svaf. Það sem réð úrslitum var að erfðaefni hennar fannst ekki á fingrum hans. Atvik málsins áttu sér stað aðfaranótt 7. ágúst 2016. Maðurinn hafði keppt í knattspyrnu daginn áður, farið í brúðkaup um kvöldið og endað heima hjá móður sinni. Þar voru fyrir yngri systir hans og vinkona hennar. Um nóttina vaknaði vinkonan og sá manninn við hlið sér. Sagði hún að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng hennar en látið af háttseminni er hann sá að hún hafði rumskað. Maðurinn neitaði því og sagðist aðeins hafa lagst við hlið hennar. Lögregla var kölluð til og handtók manninn á vettvangi. Tók lögreglan sýni úr nærbuxum stúlkunnar og af höndum brotaþola. Í buxunum fannst aðeins erfðaefni stúlkunnar en ekki á höndum mannsins. Ekkert erfðaefni úr honum fannst í leggöngum stúlkunnar. Sérfræðingur í réttarvísindum sagði að slíkt útilokaði ekki að fingur hefðu farið þangað enda myndi erfðaefni hins grunaða „drukkna“ í DNA hennar. Þá gæti maðurinn hafa þvegið hendurnar áður en lögregla mætti á staðinn. Dómari mat framburð beggja trúverðugan. Orð stæði gegn orði. Úrslitaatriði væri að baðherbergisvaskur hafði ekki verið rannsakaður. Þar hefði mögulega mátt finna ummerki þess að ákærði hefði skolað hendur sínar. Vafi um sekt hans var metinn honum í hag. Sakarkostnaður, alls rúmar tvær milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira