Tugum samkynhneigðra smalað saman og haldið í Téténíu Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 11:44 Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténa, heldur því fram að engir samkynhneigðir séu í ríki sínu. Vísir/EPA Talið er að um fjörutíu manns hafi verið hnepptir í fangelsi í herferð stjórnvalda í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Téténíu gegn hinseginfólki frá því í desember. Rússnesk réttindasamtök LGBT-fólks segir að tveir hafi látist þegar þeir voru pyntaðir. Andúð á samkynhneigðum er útbreidd í Téténíu þar sem íbúar eru íhaldssamir og aðallega íslamstrúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sagði að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ eigi sér stað í Téténíu í skýrslu í síðasta mánuði. Engu að síður hefur Ramzan Kadyrov, leiðtogi ríkisins, ítrekað hafnað ásökunum um að fólk sé handtekið utan dóms og laga. Raunar hefur Kadyrov og aðrir ráðamenn í Téténíu haldið því fram að samkynhneigð þekkist ekki í ríkinu. Talsmaður ríkisstjórnar hans hafnar frásögnum um handtökur LGBT-fólks nú og segir þær „algerar lygar“. Tugir manna hafa engu að síður stigið fram og lýst því hvernig þeir voru handteknir og pyntaðir vegna kynhneigðar sinnar. „Við vitum um í kringum fjörutíu manns sem hafa verið handteknir en kannski eru fleiri. Það er líka óljóst á þessari stundu hversu mörgum hefur síðan verið sleppt. Við vitum að það gerist þegar fólk er afhend fjölskyldum sínum til að „eiga við það“,“ segir Igor Kotsjetkov, forsvarsmaður netsamfélags samkynhneigðra í Téténíu. Talið er að handtökurnar hafi farið af stað eftir að einn stjórnenda hóps LGBT-fólks á samfélagsmiðlinum VKontakte var tekinn höndum. Kotsjetkov segir að hópurinn hafi hjálpað um 140 manns að flýja land. Lögreglan hafi hins vegar lagt hald á vegabréf þeirra sem hafa verið handteknir. Rússland Tengdar fréttir Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07 Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Talið er að um fjörutíu manns hafi verið hnepptir í fangelsi í herferð stjórnvalda í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Téténíu gegn hinseginfólki frá því í desember. Rússnesk réttindasamtök LGBT-fólks segir að tveir hafi látist þegar þeir voru pyntaðir. Andúð á samkynhneigðum er útbreidd í Téténíu þar sem íbúar eru íhaldssamir og aðallega íslamstrúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sagði að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ eigi sér stað í Téténíu í skýrslu í síðasta mánuði. Engu að síður hefur Ramzan Kadyrov, leiðtogi ríkisins, ítrekað hafnað ásökunum um að fólk sé handtekið utan dóms og laga. Raunar hefur Kadyrov og aðrir ráðamenn í Téténíu haldið því fram að samkynhneigð þekkist ekki í ríkinu. Talsmaður ríkisstjórnar hans hafnar frásögnum um handtökur LGBT-fólks nú og segir þær „algerar lygar“. Tugir manna hafa engu að síður stigið fram og lýst því hvernig þeir voru handteknir og pyntaðir vegna kynhneigðar sinnar. „Við vitum um í kringum fjörutíu manns sem hafa verið handteknir en kannski eru fleiri. Það er líka óljóst á þessari stundu hversu mörgum hefur síðan verið sleppt. Við vitum að það gerist þegar fólk er afhend fjölskyldum sínum til að „eiga við það“,“ segir Igor Kotsjetkov, forsvarsmaður netsamfélags samkynhneigðra í Téténíu. Talið er að handtökurnar hafi farið af stað eftir að einn stjórnenda hóps LGBT-fólks á samfélagsmiðlinum VKontakte var tekinn höndum. Kotsjetkov segir að hópurinn hafi hjálpað um 140 manns að flýja land. Lögreglan hafi hins vegar lagt hald á vegabréf þeirra sem hafa verið handteknir.
Rússland Tengdar fréttir Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07 Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49 Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lýsir ofbeldinu gegn hinsegin fólki í Téténíu Samkynhneigður karlmaður lýsir fyrstur ofbeldi sem hann þurfti að þola í fangabúðum hinsegin fólks í héraðinu Téténíu. Hálft ár er frá því fjallað var um að yfirvöld hefðu handtekið mikinn fjölda hinsegin fólks. 18. október 2017 06:00
Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00
Segja mikilvægt að íslensk yfirvöld láti í sér heyra vegna stöðunnar í Téténíu Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að yfirvöld á Íslandi láti í sér heyra vegna ofbeldis sem samkynhneigðir menn eru beittir í sjálfsstjórnarlýðræðinu Téténíu. Hún segir að yfir standi útrýmingarherferð gegn mönnunum og að ástandið versni með deginum. 6. maí 2017 14:07
Lavrov: Engar sannanir fyrir ofsóknum í garð samkynhneigðra Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að rússnesk yfirvöld hafi ekki fengið nein gögn í hendurnar sem bendi til þess að samkynhneigðir séu ofsóttir í Téténíu. 24. apríl 2017 14:49
Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ 13. apríl 2017 23:36