Sjáðu tilfinningaþrungið kveðjumyndband til Andy Murray Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2019 23:00 Andy Murray gengur af velli í gær. Getty/Julian Finney Andy Murray fékk tilfinningaþrungna kveðjustund eftir að hann féll úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í gær. Murray tilkynnti fyrir helgi að mótið gæti orðið hans síðasta á ferlinum. Murray tapaði fyrir Spánverjanum Roberto Bautista Agut eftir hetjulega baráttu í viðureign sem réðst ekki fyrr en í oddasetti. Murray hafði tapað fyrstu tveimur settunum en vann næstu tvö Ástæðan fyrir því að Murray er að íhuga að hætta 31 árs gamall eru þrálát meiðsli í mjöðm. Murray hefur verið mjög þjáður vegna meiðslanna í langan tíma og sagði á blaðamannafundinum á föstudag að aðgerð væri hans eini möguleiki að halda ferlinum gangandi. „Það eru samt sterkar líkur á því að mér takist ekki að spila á nýjan leik eftir aðgerð. Ég vil spila tennis en ekki með þá mjöðm sem ég er núna með,“ sagði Murray á föstudag. Murray vildi að Wimbledon-mótið í sumar yrði hans kveðjustund en það er óvíst að hann nái því. Hann mun taka ákvörðun um hvort hann gangist undir áðurnefnda aðgerð á næstu tveimur vikum, að eigin sögn. „Þrátt fyrir að aðgerð myndi mögulega þýða að ég myndi ekki spila tennis framar þá myndu lífsgæði mín aukast. Eins og staðan er núna eru einfaldir hlutir eins og að fara út að labba með hundinn minn eða spila fótbolta með vinum mínum eitt það versta sem ég get hugsað mér að gera,“ sagði Murray. Murray var greinilega þjáður í viðureign sinni gegn Bautista Agut í gær en harkaði af sér, viðstöddum til mikillar ánægju. Eftir að viðureigninni lauk var kveðjumyndband spilað þar sem stærstar tennisstjörnur heims sendu Murray kveðju. Það hreyfði greinilega við Skotanum, eins og sjá má hér fyrir neðan.Klippa: Kveðjumyndband Andy Murray Tennis Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Andy Murray fékk tilfinningaþrungna kveðjustund eftir að hann féll úr leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis í gær. Murray tilkynnti fyrir helgi að mótið gæti orðið hans síðasta á ferlinum. Murray tapaði fyrir Spánverjanum Roberto Bautista Agut eftir hetjulega baráttu í viðureign sem réðst ekki fyrr en í oddasetti. Murray hafði tapað fyrstu tveimur settunum en vann næstu tvö Ástæðan fyrir því að Murray er að íhuga að hætta 31 árs gamall eru þrálát meiðsli í mjöðm. Murray hefur verið mjög þjáður vegna meiðslanna í langan tíma og sagði á blaðamannafundinum á föstudag að aðgerð væri hans eini möguleiki að halda ferlinum gangandi. „Það eru samt sterkar líkur á því að mér takist ekki að spila á nýjan leik eftir aðgerð. Ég vil spila tennis en ekki með þá mjöðm sem ég er núna með,“ sagði Murray á föstudag. Murray vildi að Wimbledon-mótið í sumar yrði hans kveðjustund en það er óvíst að hann nái því. Hann mun taka ákvörðun um hvort hann gangist undir áðurnefnda aðgerð á næstu tveimur vikum, að eigin sögn. „Þrátt fyrir að aðgerð myndi mögulega þýða að ég myndi ekki spila tennis framar þá myndu lífsgæði mín aukast. Eins og staðan er núna eru einfaldir hlutir eins og að fara út að labba með hundinn minn eða spila fótbolta með vinum mínum eitt það versta sem ég get hugsað mér að gera,“ sagði Murray. Murray var greinilega þjáður í viðureign sinni gegn Bautista Agut í gær en harkaði af sér, viðstöddum til mikillar ánægju. Eftir að viðureigninni lauk var kveðjumyndband spilað þar sem stærstar tennisstjörnur heims sendu Murray kveðju. Það hreyfði greinilega við Skotanum, eins og sjá má hér fyrir neðan.Klippa: Kveðjumyndband Andy Murray
Tennis Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira