Kirkjan að loka á ellefu alda búskap í Skálholti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2019 07:00 Búfjárhald var í Skálholti nær óslitið frá landnámi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Útlit er fyrir að búskapur leggist af í Skálholti í vor þegar núverandi ábúðarsamningur rennur sitt skeið. Kirkjuráðsmaður segir ástæðuna þá að fjósbygging á staðnum sé úrelt og að lagfæringar komi ekki til með að standa undir kostnaði. Búskapur hefur verið í Skálholti nær óslitið frá því að Ísland var numið. Jörðin hefur verið eign kirkjunnar eftir hún fékk hana að gjöf frá ríkinu árið 1963. Fyrir fimm árum var til skoðunar hvort hætta ætti að leigja jörðina til ábúðar en að endingu var afráðið að gera fimm ára leigusamning. Á síðasta fundi kirkjuráðs var hins vegar samþykkt að stefna að því að búskap ljúki á jörðinni í vor. „Miðað við þá aðstöðu sem er til búskapar þarna, það er fjósbygginguna, og greiðslumarkið sem fylgir jörðinni þá er þetta í raun hið eina í stöðunni,“ segir kirkjuráðsmaðurinn Stefán Magnússon. „Fjósið er barn síns tíma og stenst eiginlega ekki þær kröfur sem nú eru gerðar. Miðað við þá öru þróun sem verið hefur í mjólkurframleiðslu undanfarin ár og áratugi þá eru framleiðslutækin úrelt. Mjólkurframleiðsla sætir býsna ströngum kröfum og reglugerðum og það er fyrst og fremst það sem býr að baki. Nú standa menn frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að setja 200 milljónir í nýbyggingu eða að hætta búskap,“ segir Stefán. Óljóst sé hvað verði um þær byggingar sem tengjast rekstrinum. Íbúðarhúsið verði vafalaust áfram nýtt og sennilegt er að túnin verði leigð út. Þá er sennilegast að mjólkurkvóti jarðarinnar, undir hundrað þúsund lítrum, verði með tímanum seldur þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um það. „Það er ekki mikill kvóti þarna. Eðlilegast er að hann verði seldur. Metnaður kirkjunnar liggur að sjálfsögðu ekki í því að standa í framleiðslu á mjólk enda væri það nokkuð skrítið ef hún færi að standa í slíku,“ segir Stefán. Aðspurður segir Stefán að núverandi ábúandi hafi viljað framlengja samninginn en vilji til þess sé ekki fyrir hendi hjá kirkjunni. Fréttablaðið reyndi að ná tali af ábúanda jarðarinnar en hann var vant við látinn við að hafa uppi á nautgrip sem sloppið hafði úr fjósinu. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Þjóðkirkjan Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Útlit er fyrir að búskapur leggist af í Skálholti í vor þegar núverandi ábúðarsamningur rennur sitt skeið. Kirkjuráðsmaður segir ástæðuna þá að fjósbygging á staðnum sé úrelt og að lagfæringar komi ekki til með að standa undir kostnaði. Búskapur hefur verið í Skálholti nær óslitið frá því að Ísland var numið. Jörðin hefur verið eign kirkjunnar eftir hún fékk hana að gjöf frá ríkinu árið 1963. Fyrir fimm árum var til skoðunar hvort hætta ætti að leigja jörðina til ábúðar en að endingu var afráðið að gera fimm ára leigusamning. Á síðasta fundi kirkjuráðs var hins vegar samþykkt að stefna að því að búskap ljúki á jörðinni í vor. „Miðað við þá aðstöðu sem er til búskapar þarna, það er fjósbygginguna, og greiðslumarkið sem fylgir jörðinni þá er þetta í raun hið eina í stöðunni,“ segir kirkjuráðsmaðurinn Stefán Magnússon. „Fjósið er barn síns tíma og stenst eiginlega ekki þær kröfur sem nú eru gerðar. Miðað við þá öru þróun sem verið hefur í mjólkurframleiðslu undanfarin ár og áratugi þá eru framleiðslutækin úrelt. Mjólkurframleiðsla sætir býsna ströngum kröfum og reglugerðum og það er fyrst og fremst það sem býr að baki. Nú standa menn frammi fyrir tveimur kostum, annars vegar að setja 200 milljónir í nýbyggingu eða að hætta búskap,“ segir Stefán. Óljóst sé hvað verði um þær byggingar sem tengjast rekstrinum. Íbúðarhúsið verði vafalaust áfram nýtt og sennilegt er að túnin verði leigð út. Þá er sennilegast að mjólkurkvóti jarðarinnar, undir hundrað þúsund lítrum, verði með tímanum seldur þó ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um það. „Það er ekki mikill kvóti þarna. Eðlilegast er að hann verði seldur. Metnaður kirkjunnar liggur að sjálfsögðu ekki í því að standa í framleiðslu á mjólk enda væri það nokkuð skrítið ef hún færi að standa í slíku,“ segir Stefán. Aðspurður segir Stefán að núverandi ábúandi hafi viljað framlengja samninginn en vilji til þess sé ekki fyrir hendi hjá kirkjunni. Fréttablaðið reyndi að ná tali af ábúanda jarðarinnar en hann var vant við látinn við að hafa uppi á nautgrip sem sloppið hafði úr fjósinu.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Þjóðkirkjan Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira