Fyrirlestur um þá sem hirtu herflutningana Benedikt Bóas skrifar 15. janúar 2019 08:00 Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli Bandaríski herinn Ísland Nato Bandaríkin Í dag flytur Arnór Gunnar Gunnarsson hádegisfyrirlesturinn „Scalia, Ginsburg og Keflavíkurstöðin. Rainbow Navigation-málið fyrir bandarískum dómstólum 1985-1991“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl 12.05 og er fyrsta erindi vormisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Þema þessa vors er réttarfar og refsingar, segir í tilkynningu. Um miðjan 9. áratuginn tók bandarískt fyrirtæki, Rainbow Navigation, óvænt að sér vöruflutninga fyrir Bandaríkjaher á Íslandi. Íslenskum skipafyrirtækjum var ekki skemmt enda höfðu þau séð um flutningana fram að þessu. Að kröfu íslenskra stjórnvalda reyndi ríkisstjórn Ronalds Reagan að koma flutningunum aftur til íslenskra fyrirtækja en það reyndist þrautin þyngri þar sem bandarísk fyrirtæki höfðu forgang lögum samkvæmt. Í kjölfarið urðu tvö dómsmál vestra sem höfðu mikil áhrif á deiluna. Í fyrra dómsmálinu (1985-1986) voru tilraunir Bandaríkjastjórnar til að beita undanþáguákvæði dæmdar ólöglegar og Rainbow Navigation hélt flutningunum um sinn. Löndin leiddu málið til lykta með milliríkjasamningi seinna á árinu 1986 en fljótlega var framkvæmd samningsins kærð og úr varð seinna meiri háttar dómsmál vegna vöruflutninganna (1988-1991). Í þetta skiptið varð niðurstaðan íslensku fyrirtækjunum hagstæð. Dómarar í málunum (sem voru m.a. Antonin Scalia, Ken Starr og Ruth Bader Ginsburg) áttu þannig eftir að hafa umtalsverð áhrif á málefni Íslands og Bandaríkjanna á síðari hluta 9. áratugarins. Í erindinu verður áhersla lögð á dómsmálin en einnig reynt að setja Rainbow Navigation-málið í samhengi við stöðu Íslands í kalda stríðinu á 9. áratugnum, auk þess sem áhrif fyrirtækjanna á utanríkismál verða könnuð. Líkt og dómarar tóku skýrt fram var um umtalsverða utanríkishagsmuni að ræða fyrir Bandaríkjamenn – en þrátt fyrir það var ekki hægt að hunsa hagsmuni innlenda fyrirtækisins Rainbow Navigation með auðveldum hætti. Arnór Gunnar Gunnarsson skrifaði BA-ritgerð í sagnfræði um Rainbow Navigation-málið sem hann skilaði í janúar 2018. Hann leggur nú stund á meistaranám í Evrópusögu við Columbia-háskóla í New York. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Í dag flytur Arnór Gunnar Gunnarsson hádegisfyrirlesturinn „Scalia, Ginsburg og Keflavíkurstöðin. Rainbow Navigation-málið fyrir bandarískum dómstólum 1985-1991“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl 12.05 og er fyrsta erindi vormisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Þema þessa vors er réttarfar og refsingar, segir í tilkynningu. Um miðjan 9. áratuginn tók bandarískt fyrirtæki, Rainbow Navigation, óvænt að sér vöruflutninga fyrir Bandaríkjaher á Íslandi. Íslenskum skipafyrirtækjum var ekki skemmt enda höfðu þau séð um flutningana fram að þessu. Að kröfu íslenskra stjórnvalda reyndi ríkisstjórn Ronalds Reagan að koma flutningunum aftur til íslenskra fyrirtækja en það reyndist þrautin þyngri þar sem bandarísk fyrirtæki höfðu forgang lögum samkvæmt. Í kjölfarið urðu tvö dómsmál vestra sem höfðu mikil áhrif á deiluna. Í fyrra dómsmálinu (1985-1986) voru tilraunir Bandaríkjastjórnar til að beita undanþáguákvæði dæmdar ólöglegar og Rainbow Navigation hélt flutningunum um sinn. Löndin leiddu málið til lykta með milliríkjasamningi seinna á árinu 1986 en fljótlega var framkvæmd samningsins kærð og úr varð seinna meiri háttar dómsmál vegna vöruflutninganna (1988-1991). Í þetta skiptið varð niðurstaðan íslensku fyrirtækjunum hagstæð. Dómarar í málunum (sem voru m.a. Antonin Scalia, Ken Starr og Ruth Bader Ginsburg) áttu þannig eftir að hafa umtalsverð áhrif á málefni Íslands og Bandaríkjanna á síðari hluta 9. áratugarins. Í erindinu verður áhersla lögð á dómsmálin en einnig reynt að setja Rainbow Navigation-málið í samhengi við stöðu Íslands í kalda stríðinu á 9. áratugnum, auk þess sem áhrif fyrirtækjanna á utanríkismál verða könnuð. Líkt og dómarar tóku skýrt fram var um umtalsverða utanríkishagsmuni að ræða fyrir Bandaríkjamenn – en þrátt fyrir það var ekki hægt að hunsa hagsmuni innlenda fyrirtækisins Rainbow Navigation með auðveldum hætti. Arnór Gunnar Gunnarsson skrifaði BA-ritgerð í sagnfræði um Rainbow Navigation-málið sem hann skilaði í janúar 2018. Hann leggur nú stund á meistaranám í Evrópusögu við Columbia-háskóla í New York.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira