Opinbert fé leitt til slátrunar Eyþór Arnalds skrifar 14. janúar 2019 07:00 Viðmið um hvað má breytast í tímans rás. Lög og reglur líka. Lög um meðferð opinberra fjármuna og upplýsingar hafa styrkst og viðurlög verið hert. Engu að síður sjáum við dæmi þess að opinberu fé er stundum sólundað án þess að nokkur axli á því ábyrgð. Skólabókardæmið er braggamálið, þar sem hátt í hálfum milljarði var sólundað í ólögbundið verkefni. Allt brást frá upphafi til enda, en verkinu er reyndar ekki enn lokið. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin. Og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. Eftir standa tvö mál sem þarfnast frekari skoðunar. Í fyrsta lagi var ekki kannað hvort hinir undarlegu, háu reikningar væru tilhæfulausir, en fjárhæð einstakra verka hefur vakið athygli. Í öðru lagi hvernig á því stóð að lög um skjalavörslu voru brotin líkt og staðfest er í skýrslunni. Og tölvupóstum eytt án þess að tryggja að skjöl og upplýsingar væru vistuð í skjalakerfi eins og lögin gera ráð fyrir. Hvort tveggja þarf að kanna. Við höfum lagt til að Borgarskjalasafn fari yfir skjalamálin enda er mikilvægt að braggamálið verði að fullu upplýst sem víti til varnaðar. Braggaverkefnið hófst á síðasta kjörtímabili en þá voru Píratar við völd. Árið 2015 gaf Innri endurskoðandi út svarta skýrslu um skrifstofu eigna (SEA) með 30 ábendingum. Ef farið hefði verið eftir þeim hefði braggahneykslinu verið afstýrt. Píratar bera því ábyrgð á stöðunni enda með formennsku í stjórnkerfisráði borgarinnar. Viðreisn kom ný inn í borgarmálin og hefur tækifæri til að taka af festu á málinu. Það er öðru nær. Enginn hefur axlað ábyrgð. Það er kominn tími á ný viðmið í því hvernig farið er með skattfé. Þeir flokkar sem talað hafa gegn spillingu og boðað gagnsæi hafa nú prófmál á herðum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Viðmið um hvað má breytast í tímans rás. Lög og reglur líka. Lög um meðferð opinberra fjármuna og upplýsingar hafa styrkst og viðurlög verið hert. Engu að síður sjáum við dæmi þess að opinberu fé er stundum sólundað án þess að nokkur axli á því ábyrgð. Skólabókardæmið er braggamálið, þar sem hátt í hálfum milljarði var sólundað í ólögbundið verkefni. Allt brást frá upphafi til enda, en verkinu er reyndar ekki enn lokið. Í braggamálinu er staðfest að sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn voru brotin. Og háar fjárhæðir greiddar án heimildar. Reglur borgarinnar um innkaup voru brotnar og gefnar voru upp rangar upplýsingar til borgarráðs. Tölvupóstum og afritum var eytt. Þetta er allt staðfest í skýrslu Innri endurskoðunar borgarinnar. Eftir standa tvö mál sem þarfnast frekari skoðunar. Í fyrsta lagi var ekki kannað hvort hinir undarlegu, háu reikningar væru tilhæfulausir, en fjárhæð einstakra verka hefur vakið athygli. Í öðru lagi hvernig á því stóð að lög um skjalavörslu voru brotin líkt og staðfest er í skýrslunni. Og tölvupóstum eytt án þess að tryggja að skjöl og upplýsingar væru vistuð í skjalakerfi eins og lögin gera ráð fyrir. Hvort tveggja þarf að kanna. Við höfum lagt til að Borgarskjalasafn fari yfir skjalamálin enda er mikilvægt að braggamálið verði að fullu upplýst sem víti til varnaðar. Braggaverkefnið hófst á síðasta kjörtímabili en þá voru Píratar við völd. Árið 2015 gaf Innri endurskoðandi út svarta skýrslu um skrifstofu eigna (SEA) með 30 ábendingum. Ef farið hefði verið eftir þeim hefði braggahneykslinu verið afstýrt. Píratar bera því ábyrgð á stöðunni enda með formennsku í stjórnkerfisráði borgarinnar. Viðreisn kom ný inn í borgarmálin og hefur tækifæri til að taka af festu á málinu. Það er öðru nær. Enginn hefur axlað ábyrgð. Það er kominn tími á ný viðmið í því hvernig farið er með skattfé. Þeir flokkar sem talað hafa gegn spillingu og boðað gagnsæi hafa nú prófmál á herðum sér.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar