Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2019 11:43 Hjólhýsið stóð í ljósum logum sem teygðu sig yfir í Benz-inn. Sigfús Steindórsson Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. Ásgeir Helgi, sem er skipverji á Kristrúnu Re, var sofandi þegar hann fékk símtalið með fregnunum. Ásgeir Helgi Þórðarson. Það var upp úr klukkan hálf fimm í gær sem slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að hjólhýsi stæði í ljósum logum úti á Granda í Reykjavík. Mikinn svartan og þykkan reyk lagði frá brunanum svo til sást víða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn en hjólhýsið er gjörónýtt og sömuleiðis Mercedes Benz bíll Ásgeirs Helga sem var lagt við hliðina á. Karlmaður sem bjó í hjólhýsinu náði að koma sér út áður en slökkviliðið bar að garði. „Ég fékk bara hringingu í gærkvöld hingað út á sjó, var vakinn við þessar glötuðu fréttir,“ segir Ásgeir Helgi í samtali við Vísi. „Ég er bara í sjokki.“ Frá vettvangi á Granda í gær.Sigfús Steindórsson Bíllinn er gjörónýtur en um er að ræða Benz c55 amg sem að sögn Ásgeirs Helga er sjaldgæf tegund af Benz. Hann var tryggður og vonar Ásgeir að tryggingar dekki skaðann. „Ég var búinn að eiga hann í hálft ár. Ég var þrjár vertíðir að safna fyrir honum.“ En það var ekki bara bíllinn sem skemmdist heldur var Ásgeir Helgi með búnað í bílnum. Slökkviliðsmaður í baráttu við eldinn.Sigfús Steindórsson „Allt snjóbrettadótið mitt var í skottinu,“ segir Ásgeir Helgi sem verður að óbreyttu á sjó út mánuðinn. „Það gæti verið að mér verði bara skutlað í land út af þessu. Ég trúi þessu bara ekki.“ Hann segir það furðulega að fyrir nákvæmlega ári síðan hafi verið ekið á 745 BMW bíl hans og stungið af. „Þetta er bara alveg glatað.“ Tildrög brunans eru til rannsóknar.Fjallað var um brunann í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem sjá má myndbönd frá vettvangi. Slökkvilið Tryggingar Tengdar fréttir Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. Ásgeir Helgi, sem er skipverji á Kristrúnu Re, var sofandi þegar hann fékk símtalið með fregnunum. Ásgeir Helgi Þórðarson. Það var upp úr klukkan hálf fimm í gær sem slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að hjólhýsi stæði í ljósum logum úti á Granda í Reykjavík. Mikinn svartan og þykkan reyk lagði frá brunanum svo til sást víða á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn en hjólhýsið er gjörónýtt og sömuleiðis Mercedes Benz bíll Ásgeirs Helga sem var lagt við hliðina á. Karlmaður sem bjó í hjólhýsinu náði að koma sér út áður en slökkviliðið bar að garði. „Ég fékk bara hringingu í gærkvöld hingað út á sjó, var vakinn við þessar glötuðu fréttir,“ segir Ásgeir Helgi í samtali við Vísi. „Ég er bara í sjokki.“ Frá vettvangi á Granda í gær.Sigfús Steindórsson Bíllinn er gjörónýtur en um er að ræða Benz c55 amg sem að sögn Ásgeirs Helga er sjaldgæf tegund af Benz. Hann var tryggður og vonar Ásgeir að tryggingar dekki skaðann. „Ég var búinn að eiga hann í hálft ár. Ég var þrjár vertíðir að safna fyrir honum.“ En það var ekki bara bíllinn sem skemmdist heldur var Ásgeir Helgi með búnað í bílnum. Slökkviliðsmaður í baráttu við eldinn.Sigfús Steindórsson „Allt snjóbrettadótið mitt var í skottinu,“ segir Ásgeir Helgi sem verður að óbreyttu á sjó út mánuðinn. „Það gæti verið að mér verði bara skutlað í land út af þessu. Ég trúi þessu bara ekki.“ Hann segir það furðulega að fyrir nákvæmlega ári síðan hafi verið ekið á 745 BMW bíl hans og stungið af. „Þetta er bara alveg glatað.“ Tildrög brunans eru til rannsóknar.Fjallað var um brunann í fréttum Stöðvar 2 í gær þar sem sjá má myndbönd frá vettvangi.
Slökkvilið Tryggingar Tengdar fréttir Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33
Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07