Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2019 19:30 Fjölmörg stéttarfélög gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist nálgast samningsaðila sína með ákveðnar tillögur í huga, en málþing var haldið um styttingu vinnuvikunnar í dag. Á málþinginu, sem fram fór í Hörpu, var farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið og áhrif þess á lífsgæði, framleiðni og jafnrétti svo eitthvað sé nefnt, en rannsóknir benda til þess að vinnuvikan á Íslandi sé lengri en í helstu nágrannalöndum okkar. Sérfræðingur frá London segir ekkert samasemmerki vera á milli vinnustunda og efnahagsástands. „Í Evrópuríkjum þar sem vinnuvikan er hvað styst virðist efnahagsástandið vera mun betra en annars staðar. Í Þýskalandi, Hollandi og flestum Norðurlandanna er vinnutíminn einna stystur á heimsvísu en samt er efnahagsástand þar mun betra en í öðrum ríkjum. Í Evrópu vinna Grikkir t.d. lengstan vinnutíma,“ sagði Aidan Harper, sérfræðingur. Því segir hann að lengri vinnuvika leiði ekki til sterkara efnahagsástands. Þvert á móti skili styttri vinnuvika sér betur til samfélagsins.Aidan Harper hélt erindi í Hörpu í dagSkjáskot úr fréttFormaður BSRB segir rannsóknir sýna fram á að styttri vinnuvika leiði til vaxandi ánægju í starfi og aukinna afkasta. „Við sjáum að stytting vinnuvikunnar stuðlar að því að það dragi úr líkamlegum og andlegum streitueinkennum. Svo erum við að mæla þessa þætti sem leiða til kulnunar með margvíslegum hætti og það dregur úr þeim. Þannig stytting vinnuvikunnar getur stuðlað að því að vera fyrirbyggjandi gagnvart kulnun í starfi,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfsgreinasamband Íslands fundaði í dag með Samtökum atvinnulífsins og var þar meðal annars rætt um vinnutíma en stytting vinnuvikunnar er ein af kröfum sambandsins. „Já þetta er ein af þeim kröfum sem við lögðum fram þann 10. október. Í dag ræddum við um allan þann pakka sem við lögðum fram þá,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRBSkjáskot úr fréttNú gera mörg félög kröfu um styttingu vinnuvikunnar. Er þetta krafa sem Samtök atvinnulífsins geta komið til móts við í komandi kjaraviðræðum? „Við metum þetta heildstætt eins og allar kröfur. Þetta er eitt af því sem er sannarlega undir og við erum að nálgast samningaðila okkar með ákveðnar tillögur,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þá halda fleiri félög sömu kröfu uppi en Efling fer fram á að vinnuvikan verði stytt í úr 40 stundum í 32 en VR og BSRB ganga skemur og fara fram á að vinnuvikan verði 35 stundir. „Við lítum til þess að árið 2019 sé árið sem við munum stytta vinnuvikuna. Það er eitt af stóru málunum hjá BSRB,“ sagði Sonja Ýr.Málþingið var vel sóttSigurjón Ólason Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Fjölmörg stéttarfélög gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist nálgast samningsaðila sína með ákveðnar tillögur í huga, en málþing var haldið um styttingu vinnuvikunnar í dag. Á málþinginu, sem fram fór í Hörpu, var farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið og áhrif þess á lífsgæði, framleiðni og jafnrétti svo eitthvað sé nefnt, en rannsóknir benda til þess að vinnuvikan á Íslandi sé lengri en í helstu nágrannalöndum okkar. Sérfræðingur frá London segir ekkert samasemmerki vera á milli vinnustunda og efnahagsástands. „Í Evrópuríkjum þar sem vinnuvikan er hvað styst virðist efnahagsástandið vera mun betra en annars staðar. Í Þýskalandi, Hollandi og flestum Norðurlandanna er vinnutíminn einna stystur á heimsvísu en samt er efnahagsástand þar mun betra en í öðrum ríkjum. Í Evrópu vinna Grikkir t.d. lengstan vinnutíma,“ sagði Aidan Harper, sérfræðingur. Því segir hann að lengri vinnuvika leiði ekki til sterkara efnahagsástands. Þvert á móti skili styttri vinnuvika sér betur til samfélagsins.Aidan Harper hélt erindi í Hörpu í dagSkjáskot úr fréttFormaður BSRB segir rannsóknir sýna fram á að styttri vinnuvika leiði til vaxandi ánægju í starfi og aukinna afkasta. „Við sjáum að stytting vinnuvikunnar stuðlar að því að það dragi úr líkamlegum og andlegum streitueinkennum. Svo erum við að mæla þessa þætti sem leiða til kulnunar með margvíslegum hætti og það dregur úr þeim. Þannig stytting vinnuvikunnar getur stuðlað að því að vera fyrirbyggjandi gagnvart kulnun í starfi,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfsgreinasamband Íslands fundaði í dag með Samtökum atvinnulífsins og var þar meðal annars rætt um vinnutíma en stytting vinnuvikunnar er ein af kröfum sambandsins. „Já þetta er ein af þeim kröfum sem við lögðum fram þann 10. október. Í dag ræddum við um allan þann pakka sem við lögðum fram þá,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRBSkjáskot úr fréttNú gera mörg félög kröfu um styttingu vinnuvikunnar. Er þetta krafa sem Samtök atvinnulífsins geta komið til móts við í komandi kjaraviðræðum? „Við metum þetta heildstætt eins og allar kröfur. Þetta er eitt af því sem er sannarlega undir og við erum að nálgast samningaðila okkar með ákveðnar tillögur,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þá halda fleiri félög sömu kröfu uppi en Efling fer fram á að vinnuvikan verði stytt í úr 40 stundum í 32 en VR og BSRB ganga skemur og fara fram á að vinnuvikan verði 35 stundir. „Við lítum til þess að árið 2019 sé árið sem við munum stytta vinnuvikuna. Það er eitt af stóru málunum hjá BSRB,“ sagði Sonja Ýr.Málþingið var vel sóttSigurjón Ólason
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53