Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 16:04 Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn. Vísir Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. Afar ólíklegt sé að hann nái nokkrum bata sem hafi áhrif á hans getu. Endurhæfingin snúi að því að laga umhverfið að honum með rafmagnshjólastól, lyftu og aðstoðarfólki. Þetta kom fram í vitnisburði læknisins sem vinnur náið með dyraverðinum í endurhæfingu sem staðið hefur yfir nú í á fimmta mánuð. Dyravörðurinn, sem er 37 ára, starfaði á skemmtistaðnum Shooters og var á vakt umrædda nótt þegar fjórir pólskir menn réðust á hann og kollega hans eftir að hafa verið áður vikið af staðnum. Tveir til viðbótar tóku þátt í árásinni en ekki hefur tekist að bera kennsl á þá. Dyravörðurinn svaraði spurningum saksóknara, verjanda og dómara á endurhæfingadeild Landspítalans í dag. Þar ætlar hann sér að ganga út þrátt fyrir að líkurnar á því séu engar að mati lækna. Markmið sé að koma honum á einhvern hátt í eigin búsetu en neyðarrúrræði sé hjúkrunarheimili. Læknir lýsti því að lömunin væri tilkomin vegna skaða á mænu sem virðist hafa orðið í kjölfar árásar Artur Pawel Wisocki á hann. Artur viðurkennir árásina en neitar að hafa hrint dyraverðinum í gólfið inni á Shooters þangað sem hann elti hann á hlaupum. Segir Artur þá báða hafa dottið og Artur síðan farið frá. Dyravörðurinn segir Artur hins vegar hafa hrint sér og í framhaldinu bæði sparkað í sig og kýlt þar sem hann lá í tröppum við bakdyr staðarins sem snúa út á Austurvöll. Síðan hefur maðurinn ekki getað hreyft sig nema að örlitlu leyti neðan við háls. Miskabótakrafa dyravarðarins á hendur Artur hljóðar upp á 123 milljónir króna. Fangelsisdómur við stórfelldri líkamsárás varðar sextán árum. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. Afar ólíklegt sé að hann nái nokkrum bata sem hafi áhrif á hans getu. Endurhæfingin snúi að því að laga umhverfið að honum með rafmagnshjólastól, lyftu og aðstoðarfólki. Þetta kom fram í vitnisburði læknisins sem vinnur náið með dyraverðinum í endurhæfingu sem staðið hefur yfir nú í á fimmta mánuð. Dyravörðurinn, sem er 37 ára, starfaði á skemmtistaðnum Shooters og var á vakt umrædda nótt þegar fjórir pólskir menn réðust á hann og kollega hans eftir að hafa verið áður vikið af staðnum. Tveir til viðbótar tóku þátt í árásinni en ekki hefur tekist að bera kennsl á þá. Dyravörðurinn svaraði spurningum saksóknara, verjanda og dómara á endurhæfingadeild Landspítalans í dag. Þar ætlar hann sér að ganga út þrátt fyrir að líkurnar á því séu engar að mati lækna. Markmið sé að koma honum á einhvern hátt í eigin búsetu en neyðarrúrræði sé hjúkrunarheimili. Læknir lýsti því að lömunin væri tilkomin vegna skaða á mænu sem virðist hafa orðið í kjölfar árásar Artur Pawel Wisocki á hann. Artur viðurkennir árásina en neitar að hafa hrint dyraverðinum í gólfið inni á Shooters þangað sem hann elti hann á hlaupum. Segir Artur þá báða hafa dottið og Artur síðan farið frá. Dyravörðurinn segir Artur hins vegar hafa hrint sér og í framhaldinu bæði sparkað í sig og kýlt þar sem hann lá í tröppum við bakdyr staðarins sem snúa út á Austurvöll. Síðan hefur maðurinn ekki getað hreyft sig nema að örlitlu leyti neðan við háls. Miskabótakrafa dyravarðarins á hendur Artur hljóðar upp á 123 milljónir króna. Fangelsisdómur við stórfelldri líkamsárás varðar sextán árum.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00
Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50