Sigurður Ragnar sækir um stóra stöðu í Singapúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 12:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Vísir/Getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Kína, stefnir á frekari ævintýri í Asíu ef marka má fréttir frá Singapúr. Sigurður Ragnar hefur nefnilega sótt um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Singapúr en Siggi Raggi talar um starfið í viðtali við The Straits Times sem er stærsta blaðið í Singapúr. Sigurður talar þar meðal annars um það að Ísland og velgengni landsliða okkar geti verið fyrirmynd fyrir land eins og Singapúr. Ísland telur 350 þúsund og hefur farið með bæði karla- og kvennalandsliðið á fleira en eitt stórmót á síðustu árum en 5,6 milljónir búa í Singapúr. Belginn Michael Sablon hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Singapúr í lok desember en þessi 71 árs gamli Belgi hafði verið í starfinu síðan í apríl 2015 eða í tvö og hálft ár. Landsliðum Singapúr hafði gengið illa í mörgum aldursflokkum og umræða hafði verið um framtíð Sablon þegar hann hætti. Nú horfi menn til framtíðar hjá knattspyrnusambandi Singapúr og vilja fá mann með sterka framtíðarsýn. Knattspyrnusamband Singapúr var stofnað fyrir 127 árum síðan en það fékk þó ekki inngöngu í FIFA fyrr en árið 1952. Singapúr hefur aldrei komist á HM og bara einu sinni í Asíubikarinn en það var árið 1984. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var síðast með kvennalandslið Kína frá 2017 til 2018 en hann hætti í maí 2018 þegar kínverska knattspyrnusambandið ákvað að endurnýja ekki samning hans. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið í sjö ár frá 2006 til 2013 og eftir það hafði hann þjálfað karlalið ÍBV, verið astoðarþjálfari Lilleström og þjálfari kínverska kvennaliðsins Jiangsu Suning sem hann gerði að bikarmeisturum 2017. Fótbolti Singapúr Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Kína, stefnir á frekari ævintýri í Asíu ef marka má fréttir frá Singapúr. Sigurður Ragnar hefur nefnilega sótt um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Singapúr en Siggi Raggi talar um starfið í viðtali við The Straits Times sem er stærsta blaðið í Singapúr. Sigurður talar þar meðal annars um það að Ísland og velgengni landsliða okkar geti verið fyrirmynd fyrir land eins og Singapúr. Ísland telur 350 þúsund og hefur farið með bæði karla- og kvennalandsliðið á fleira en eitt stórmót á síðustu árum en 5,6 milljónir búa í Singapúr. Belginn Michael Sablon hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Singapúr í lok desember en þessi 71 árs gamli Belgi hafði verið í starfinu síðan í apríl 2015 eða í tvö og hálft ár. Landsliðum Singapúr hafði gengið illa í mörgum aldursflokkum og umræða hafði verið um framtíð Sablon þegar hann hætti. Nú horfi menn til framtíðar hjá knattspyrnusambandi Singapúr og vilja fá mann með sterka framtíðarsýn. Knattspyrnusamband Singapúr var stofnað fyrir 127 árum síðan en það fékk þó ekki inngöngu í FIFA fyrr en árið 1952. Singapúr hefur aldrei komist á HM og bara einu sinni í Asíubikarinn en það var árið 1984. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var síðast með kvennalandslið Kína frá 2017 til 2018 en hann hætti í maí 2018 þegar kínverska knattspyrnusambandið ákvað að endurnýja ekki samning hans. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið í sjö ár frá 2006 til 2013 og eftir það hafði hann þjálfað karlalið ÍBV, verið astoðarþjálfari Lilleström og þjálfari kínverska kvennaliðsins Jiangsu Suning sem hann gerði að bikarmeisturum 2017.
Fótbolti Singapúr Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira