Segir að Kristján geti gert Svía að heimsmeisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 14:30 Magnus Andersson og Kristján Andrésson. Vísir/Samsett/EPA Kristján Andrésson er á mættur á HM í handbolta með sænska landsliðið og ein af sænsku goðsögunum á gullaldartíma sænska landsliðsins segir að Svíar séu með eitt sigurstranglegasta liðið á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Magnus Andersson vann á árum áður tvo heimsmeistaratitla með sænska handboltalandsliðinu, var valinn besti leikmaður HM 1993 og var um tíma orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Íslandi. Andersson hefur mikla trú á sænska landsliðinu á HM í ár og telur að Kristján Andrésson geti gert Svía að heimsmeisturum. Svíar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan að Magnus sjálfur lék með liðinu fyrir tuttugu árum síðan. „Sænska landsliðið er sigurstranglegt á þessu HM ásamt nokkrum öðrum þjóðum,“ sagði Magnus Andersson í viðtali við Expressen. Svíar spila sinn fyrsta leik á móti Egyptum í kvöld. „Sænska liðið hefur heillað mig á síðustu stórmótum, bæði á EM og á HM. Nú eru Kim Ekdahl Du Rietz og Kim Andersson komnir aftur inn í liðið og liðið lítur ótrúlega vel út. Það ætti að vera gaman að fylgjast með þeim. Svíar eru með sitt besta lið í mörg ár,“ sagði Magnus Andersson.Experterna: Så går det för Sverige i VM https://t.co/UeVq42F5BE — Sportbladet (@sportbladet) January 10, 2019Undir stjórn Kristjáns Andréssonar þá urðu Svíar í sjötta sæti á síðasta HM (2017) og komust síðan alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Það eru auðvitað mótherjar á þessu móti og leikir geta ráðist á stöngin inn eða stöngin út,“ sagði Andersson. „Danir eru hættulegir ef þeir ráða við pressuna að spila á heimavelli. Það er aldrei hægt að afskrifa Frakka þótt þeir spili án Karabatic. Svo höfum við Spán, Þýskaland og Króatíu. Norðmenn komu síðan mikið á óvart á síðasta stórmóti,“ sagði Andersson. „Við erum með frábæra vörn, öfluga markverði og góð hraðaupphlaup. Við getum líka spilað hraðan boltan svo hraðan oft að manni næstum svimar,“ sagði Andersson í léttum tón. Magnus Andersson lék með sænska landsliðinu til fjölda ára og skoraði 922 mörk í 307 leikjum. Hann var sex gullverðlaun á stórmótum, tvenn á HM (1990 og 1999) og fern á EM (1994, 19978, 2000 og 2002). Hann fékk líka silfurverðlaun á þrennum Ólympíuleikum eða 1992, 1996 og 2000. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Kristján Andrésson er á mættur á HM í handbolta með sænska landsliðið og ein af sænsku goðsögunum á gullaldartíma sænska landsliðsins segir að Svíar séu með eitt sigurstranglegasta liðið á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. Magnus Andersson vann á árum áður tvo heimsmeistaratitla með sænska handboltalandsliðinu, var valinn besti leikmaður HM 1993 og var um tíma orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Íslandi. Andersson hefur mikla trú á sænska landsliðinu á HM í ár og telur að Kristján Andrésson geti gert Svía að heimsmeisturum. Svíar hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan að Magnus sjálfur lék með liðinu fyrir tuttugu árum síðan. „Sænska landsliðið er sigurstranglegt á þessu HM ásamt nokkrum öðrum þjóðum,“ sagði Magnus Andersson í viðtali við Expressen. Svíar spila sinn fyrsta leik á móti Egyptum í kvöld. „Sænska liðið hefur heillað mig á síðustu stórmótum, bæði á EM og á HM. Nú eru Kim Ekdahl Du Rietz og Kim Andersson komnir aftur inn í liðið og liðið lítur ótrúlega vel út. Það ætti að vera gaman að fylgjast með þeim. Svíar eru með sitt besta lið í mörg ár,“ sagði Magnus Andersson.Experterna: Så går det för Sverige i VM https://t.co/UeVq42F5BE — Sportbladet (@sportbladet) January 10, 2019Undir stjórn Kristjáns Andréssonar þá urðu Svíar í sjötta sæti á síðasta HM (2017) og komust síðan alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu fyrir ári síðan. „Það eru auðvitað mótherjar á þessu móti og leikir geta ráðist á stöngin inn eða stöngin út,“ sagði Andersson. „Danir eru hættulegir ef þeir ráða við pressuna að spila á heimavelli. Það er aldrei hægt að afskrifa Frakka þótt þeir spili án Karabatic. Svo höfum við Spán, Þýskaland og Króatíu. Norðmenn komu síðan mikið á óvart á síðasta stórmóti,“ sagði Andersson. „Við erum með frábæra vörn, öfluga markverði og góð hraðaupphlaup. Við getum líka spilað hraðan boltan svo hraðan oft að manni næstum svimar,“ sagði Andersson í léttum tón. Magnus Andersson lék með sænska landsliðinu til fjölda ára og skoraði 922 mörk í 307 leikjum. Hann var sex gullverðlaun á stórmótum, tvenn á HM (1990 og 1999) og fern á EM (1994, 19978, 2000 og 2002). Hann fékk líka silfurverðlaun á þrennum Ólympíuleikum eða 1992, 1996 og 2000.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira