Fagnar algjörri metþátttöku í umsögnum um klukkubreytingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2019 09:12 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aldrei hafi jafnmargir sent inn umsagnir í samráðsgátt stjórnarráðsins og raunin er með hugmyndir um breytingu klukkunnar á Íslandi. Opnað var fyrir umsagnir í gær en klukkan níu í morgun voru þær orðnar tæplega 400 talsins. Ljóst er að mikill áhugi er á tillögum um klukkubreytinguna sem finna má í greinargerðinni Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur. Þrír kostir eru lagðir til: Óbreytt staða, að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eða að klukkunni verði haldið óbreyttri en skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana.Sjá einnig: Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Katrín ræddi málið í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ekki hafa haft sterka skoðun á málinu þegar hún var þingmaður, og tíundaði ekki frekar skoðun sína á málinu sem forsætisráðherra. Hún benti þó á að klukkunni hefði síðast verið breytt árið 1968 þegar sumartími var afnuminn og sagði að viðbrögðin hefðu ekki látið á sér standa nú. „En það eru alveg gríðarleg viðbrögð. Ég hef hvatt fólk til að taka þátt, og það hefur aldrei verið svona mikil þátttaka. Ég held það séu 360 umsagnir komnar inn á einum degi,“ sagði Katrín skömmu fyrir klukkan átta í morgun en eins og áður sagði bætist hratt við umsagnirnar. „En ég er mjög ánægð með það því hluti af þessu er að við stjórnmálamennirnir viljum líka geta sett málin á dagskrá og kallað eftir sjónarmiðum fólks. Og það er það sem við erum að gera núna.“ Innt eftir því hvernig framkvæmdin verði, komi breytingar til með að ganga í gegn, vildi Katrín ekki slá neinu föstu um það. „Nú er þetta í samráðsferli í tvo mánuði og síðan verðum við að sjá hvað gerist, hvað kemur út úr því, og þá verður þetta spennandi. En eins og ég segi, maður sér ekki verkefnin fyrir, og það er bara gott.“Hlusta má á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í heild í spilaranum hér að neðan. Alþingi Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aldrei hafi jafnmargir sent inn umsagnir í samráðsgátt stjórnarráðsins og raunin er með hugmyndir um breytingu klukkunnar á Íslandi. Opnað var fyrir umsagnir í gær en klukkan níu í morgun voru þær orðnar tæplega 400 talsins. Ljóst er að mikill áhugi er á tillögum um klukkubreytinguna sem finna má í greinargerðinni Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur. Þrír kostir eru lagðir til: Óbreytt staða, að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eða að klukkunni verði haldið óbreyttri en skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana.Sjá einnig: Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Katrín ræddi málið í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ekki hafa haft sterka skoðun á málinu þegar hún var þingmaður, og tíundaði ekki frekar skoðun sína á málinu sem forsætisráðherra. Hún benti þó á að klukkunni hefði síðast verið breytt árið 1968 þegar sumartími var afnuminn og sagði að viðbrögðin hefðu ekki látið á sér standa nú. „En það eru alveg gríðarleg viðbrögð. Ég hef hvatt fólk til að taka þátt, og það hefur aldrei verið svona mikil þátttaka. Ég held það séu 360 umsagnir komnar inn á einum degi,“ sagði Katrín skömmu fyrir klukkan átta í morgun en eins og áður sagði bætist hratt við umsagnirnar. „En ég er mjög ánægð með það því hluti af þessu er að við stjórnmálamennirnir viljum líka geta sett málin á dagskrá og kallað eftir sjónarmiðum fólks. Og það er það sem við erum að gera núna.“ Innt eftir því hvernig framkvæmdin verði, komi breytingar til með að ganga í gegn, vildi Katrín ekki slá neinu föstu um það. „Nú er þetta í samráðsferli í tvo mánuði og síðan verðum við að sjá hvað gerist, hvað kemur út úr því, og þá verður þetta spennandi. En eins og ég segi, maður sér ekki verkefnin fyrir, og það er bara gott.“Hlusta má á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í heild í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00
Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52
Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15