Innlent

Greiðfærar heiðar voru merktar ófærar

Baldur Guðmundsson skrifar
Frá Dynjandisheiði á Vestfjörðum.
Frá Dynjandisheiði á Vestfjörðum. Vísir/Egill Aðalsteinsson.
Einar Haraldsson byggingatæknifræðingur sem starfar á Vestfjörðum þessa dagana ákvað í gær að fá lánaðan stóran jeppa og aka þrjár heiðar, á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar, sem merktar voru ófærar á vef Vegagerðarinnar.

Heiðarnar reyndust allar greiðfærar smæstu fólksbílum. Þær voru svo opnaðar eftir hádegi í gær.

Einar segir í myndbandi á Baklandi ferðaþjónustunnar á Face­book að fyrir vikið sé fólki, sem sækja þurfi þjónustu á milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar, gert að aka 560 kílómetra leið – aðra leiðina. Samtals séu þetta um 1.100 kílómetrar fram og til baka, í stað 340.

„Það er verið að reyna að hafa þetta sem eitt atvinnusvæði. Lögreglustjóri Vestfjarða er lögreglustjóri beggja vegna, og sýslumaður líka, sem er á Patreksfirði,“ bendir Einar á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×