Eyjamenn minntust Kolbeins Arons á fallegan hátt í kvöld Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2019 21:05 Halldór B. Halldórsson tók myndir af þessari fallegu athöfn í Vestmannaeyjum í kvöld. Halldór B. Handboltamannsins Kolbeins Arons Arnarsonar var minnst á fallegan hátt í Vestmannaeyjum í dag. Kolbeinn Aron var markmaður handboltaliðs ÍBV en leikmenn liðsins og vinir hans fóru upp í Heimaklett, hæsta fjall Vestmannaeyja, þar sem þeir röðuðu kertum um klettinn og skutu upp flugeldum til minningar um félaga sinn. Í hlíðum Heimakletts má einnig sjá tölustafinn 1 sem var liðsnúmer Kolbeins. Kolbeinn var aðeins 29 ára gamall þegar hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á aðfangadag jóla. Hann var einn af lykilmönnum í uppbyggingu og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Halldór B.Eyjamaðurinn Halldór B. Halldórsson tók meðfylgjandi myndir af minningarathöfninni í Heimakletti í dag en hann segir mikla sorg í bænum vegna fráfalls Kolbeins sem hafi verið yndislegur maður og bæjarprýði. Halldór segir nokkra vaska einstaklinga hafa farið upp í Heimaklett síðdegis í dag en það tekur um klukkutíma að ganga þá leið sem þeir fóru til að raða kertunum sem munu væntanlega loga í alla nótt.Halldór B.Eftir að hafa æft og leikið með yngri flokkum ÍBV lék Kolbeinn Aron 17 ára gamall sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2006. Alls spilaði hann 279 leiki fyrir félagið, sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni þess frá upphafi. Kolbeinn Aron átti stóran þátt í því er liðið varð eftirminnilega Íslandsmeistari í fyrsta skipti árið 2014 og bikarmeistari ári síðar. Andlát Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Minningarbók um Kolbein Aron í íþróttahúsinu í Eyjum Eyjamenn og aðrir urðu fyrir miklum missi um jólin þegar handboltamaðurinn Kolbeinn Aron Arnarson varð bráðkvaddur í blóma lífsins. 4. janúar 2019 15:45 Kolbeinn Aron er látinn Kolbeinn Aron Arnarson markmaður ÍBV í handknattleik varð bráðkvaddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum um jólin. 26. desember 2018 11:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Handboltamannsins Kolbeins Arons Arnarsonar var minnst á fallegan hátt í Vestmannaeyjum í dag. Kolbeinn Aron var markmaður handboltaliðs ÍBV en leikmenn liðsins og vinir hans fóru upp í Heimaklett, hæsta fjall Vestmannaeyja, þar sem þeir röðuðu kertum um klettinn og skutu upp flugeldum til minningar um félaga sinn. Í hlíðum Heimakletts má einnig sjá tölustafinn 1 sem var liðsnúmer Kolbeins. Kolbeinn var aðeins 29 ára gamall þegar hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á aðfangadag jóla. Hann var einn af lykilmönnum í uppbyggingu og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Halldór B.Eyjamaðurinn Halldór B. Halldórsson tók meðfylgjandi myndir af minningarathöfninni í Heimakletti í dag en hann segir mikla sorg í bænum vegna fráfalls Kolbeins sem hafi verið yndislegur maður og bæjarprýði. Halldór segir nokkra vaska einstaklinga hafa farið upp í Heimaklett síðdegis í dag en það tekur um klukkutíma að ganga þá leið sem þeir fóru til að raða kertunum sem munu væntanlega loga í alla nótt.Halldór B.Eftir að hafa æft og leikið með yngri flokkum ÍBV lék Kolbeinn Aron 17 ára gamall sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2006. Alls spilaði hann 279 leiki fyrir félagið, sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni þess frá upphafi. Kolbeinn Aron átti stóran þátt í því er liðið varð eftirminnilega Íslandsmeistari í fyrsta skipti árið 2014 og bikarmeistari ári síðar.
Andlát Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Minningarbók um Kolbein Aron í íþróttahúsinu í Eyjum Eyjamenn og aðrir urðu fyrir miklum missi um jólin þegar handboltamaðurinn Kolbeinn Aron Arnarson varð bráðkvaddur í blóma lífsins. 4. janúar 2019 15:45 Kolbeinn Aron er látinn Kolbeinn Aron Arnarson markmaður ÍBV í handknattleik varð bráðkvaddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum um jólin. 26. desember 2018 11:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Minningarbók um Kolbein Aron í íþróttahúsinu í Eyjum Eyjamenn og aðrir urðu fyrir miklum missi um jólin þegar handboltamaðurinn Kolbeinn Aron Arnarson varð bráðkvaddur í blóma lífsins. 4. janúar 2019 15:45
Kolbeinn Aron er látinn Kolbeinn Aron Arnarson markmaður ÍBV í handknattleik varð bráðkvaddur á heimili sínu í Vestmannaeyjum um jólin. 26. desember 2018 11:37