Hörður segist stefna á að fá aðra Dornier-vél fyrir vorið Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2019 19:30 Hörður Guðmundsson við Dornier-vélina á Reykjavíkurflugvelli í dag. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Dornier-skrúfuþota Ernis, sem Isavia kyrrsetti í fyrradag vegna vanskila, var ræst á ný í dag. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Isavia kyrrsetti þetta flaggskip Ernis vegna vanskila á lendingargjöldum og öðrum þjónustugjöldum. Flugvélin var þó leyst úr prísundinni í hádeginu í dag. Formlegri kyrrsetningu hefur samt ekki verið aflétt en Ernir fékk heimild til að keyra upp hreyflana vegna viðhalds. Við spurðum Hörð hvort hann væri að fara á hausinn: „Nei, það er öðru nær. Þetta fyrirtæki er sterkt, á góða markaðshlutdeild, og það er ekkert í farvatninu með neitt slíkt.“ -En reyndust kaupin á Dornier-vélinni félaginu erfið? „Nei, kaupin voru mjög létt. En skráningarferlið tók töluverðan tíma og við misstum af sumrinu, sem gerði það að verkum að lausafjárstaðan varð verri en ætlað var.“Dornier-skrúfuþotan kom til Reykjavíkur 23. maí á nýliðnu ári. Hún komst ekki í áætlunarflug fyrr en 5. desember síðastliðinn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður og Isavia munu eiga viðræður næstu daga um uppgjör skuldarinnar, sem hann segir nema 98 milljónum króna. Þetta sé tímabundið. „Við erum með öll okkar lán og allt í skilum allsstaðar. Við höfum greitt Isavia og forverum þeirra allar skuldir og öll gjöld í nærri því fimmtíu ár. Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að vél sé stöðvuð. En það er í sjálfu sér engin vá, ef svo má segja, fyrir dyrum, þó að vél stoppi einhvern tíma. En slæm umræða sem gæti skapast þegar svona aðgerðir eru gerðar þær geta skaðað fyrirtækið meira heldur en þó að vél stoppi einhvern tíma.“ Hann segist raunar sjá fram á mikil verkefni fyrir Dornier-vélina næsta sumar. „Og vonandi verður komin önnur slík að vori.“ -Ertu að stefna á það? „Já, ég er að stefna á það. Og hún er til boða,“ svarar Hörður. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Dornier-skrúfuþota Ernis, sem Isavia kyrrsetti í fyrradag vegna vanskila, var ræst á ný í dag. Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis, segir félagið glíma við lausafjárskort en staðan sé ekki verri en svo að hann stefni að því að fá aðra Dornier fyrir vorið. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Isavia kyrrsetti þetta flaggskip Ernis vegna vanskila á lendingargjöldum og öðrum þjónustugjöldum. Flugvélin var þó leyst úr prísundinni í hádeginu í dag. Formlegri kyrrsetningu hefur samt ekki verið aflétt en Ernir fékk heimild til að keyra upp hreyflana vegna viðhalds. Við spurðum Hörð hvort hann væri að fara á hausinn: „Nei, það er öðru nær. Þetta fyrirtæki er sterkt, á góða markaðshlutdeild, og það er ekkert í farvatninu með neitt slíkt.“ -En reyndust kaupin á Dornier-vélinni félaginu erfið? „Nei, kaupin voru mjög létt. En skráningarferlið tók töluverðan tíma og við misstum af sumrinu, sem gerði það að verkum að lausafjárstaðan varð verri en ætlað var.“Dornier-skrúfuþotan kom til Reykjavíkur 23. maí á nýliðnu ári. Hún komst ekki í áætlunarflug fyrr en 5. desember síðastliðinn.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hörður og Isavia munu eiga viðræður næstu daga um uppgjör skuldarinnar, sem hann segir nema 98 milljónum króna. Þetta sé tímabundið. „Við erum með öll okkar lán og allt í skilum allsstaðar. Við höfum greitt Isavia og forverum þeirra allar skuldir og öll gjöld í nærri því fimmtíu ár. Þetta er í fyrsta skipti sem við lendum í því að vél sé stöðvuð. En það er í sjálfu sér engin vá, ef svo má segja, fyrir dyrum, þó að vél stoppi einhvern tíma. En slæm umræða sem gæti skapast þegar svona aðgerðir eru gerðar þær geta skaðað fyrirtækið meira heldur en þó að vél stoppi einhvern tíma.“ Hann segist raunar sjá fram á mikil verkefni fyrir Dornier-vélina næsta sumar. „Og vonandi verður komin önnur slík að vori.“ -Ertu að stefna á það? „Já, ég er að stefna á það. Og hún er til boða,“ svarar Hörður.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45
Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00
Skrúfuþota Ernis kyrrsett Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. 10. janúar 2019 06:00