Hægðist á vitlausu veðri um miðnætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 07:01 Um tuttugu verkefni komu á borð lögreglu á Akureyri vegna veðurs í gærkvöldi. Fréttablaðið/GVA Ágætlega gekk að sinna útköllum vegna óveðursins á Norðurlandi í gær, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Veðurofsann lægði um miðnætti en veður hafði verið afar slæmt frá því um klukkan 21 í gærkvöldi. „Það gekk ágætlega, það komu einhver tuttugu verkefni inn á okkar borð fyrir miðnætti en það hægðist um miðnætti og hefur verið rólegt síðan,“ segir Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir lögregla hafa unnið verkefnin í samvinnu við björgunarsveitir á Akureyri. Aðspurður segir Hermann að tjón hafi verið minniháttar en útköllin sneru flest að foki á þakplötum og lausamunum auk þess sem greinar brotnuðu á trjám og lögðust á bíla. „Ég held það sé nánast lítið sem ekkert tjón í þessu, þetta voru aðallega hlutir sem fuku til en minniháttar skemmdir ef einhverjar.“50 m/s og tæp 19 stig Veðurstofa Íslands gaf út fyrstu appelsínugulu viðvörun ársins á Norðurlandi eystra í gær en eins og áður segir tók að lægja upp úr miðnætti. Mesti vindur í gær mældist 50 m/s á Gagnheiði skömmu fyrir miðnætti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Klukkan sex í morgun mældist vindur víða 13 til 18 m/s norðan- og austantil á landinu en um 25 m/s á annesjum nyrst. Þá mældist hæsti hiti í gær tæp 19 stig á Daltanga en hiti er núna um 10 stig á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir að lægi og kólni með deginum og þegar hefur fryst á Vestfjörðum. Frostlaust verður sunnanlands í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s, en heldur hægari norðan- og austanlands. Rigning með köflum, en dálítil snjókoma um norðanvertlandið. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig norðaustantil. Á laugardag:Norðaustan 10-15 og él um landið norðvestanvert, en vestan 5-10 og dálítil rigning sunnanlands. Hægari vindur og lengst af þurrt austantil. Frost víða 0 til 5 stig, en að 5 stiga hita við Suðurströndina. Á sunnudag:Norðlæg átt 8-15 m/s og víða él, en þurrt suðvestanlands. Lægir um kvöldið, og frost 2 til 9 stig. Á mánudag:Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu með suðurströndinni. Heldur hægari, og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður. Á þriðjudag:Austlæg átt og snjókoma með köflum, en dálítil rigning syðst. Hiti kringum frostmark en vægt frost norðanlands. Á miðvikudag:Hæg norðlæg átt og bjart með köflum, en norðan strekkingur og él um norðaustanvert landið. Kalt í veðri. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36 Snarvitlaust veður á Akureyri Gámar og þakplötur fjúka. 9. janúar 2019 21:43 Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ágætlega gekk að sinna útköllum vegna óveðursins á Norðurlandi í gær, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Veðurofsann lægði um miðnætti en veður hafði verið afar slæmt frá því um klukkan 21 í gærkvöldi. „Það gekk ágætlega, það komu einhver tuttugu verkefni inn á okkar borð fyrir miðnætti en það hægðist um miðnætti og hefur verið rólegt síðan,“ segir Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir lögregla hafa unnið verkefnin í samvinnu við björgunarsveitir á Akureyri. Aðspurður segir Hermann að tjón hafi verið minniháttar en útköllin sneru flest að foki á þakplötum og lausamunum auk þess sem greinar brotnuðu á trjám og lögðust á bíla. „Ég held það sé nánast lítið sem ekkert tjón í þessu, þetta voru aðallega hlutir sem fuku til en minniháttar skemmdir ef einhverjar.“50 m/s og tæp 19 stig Veðurstofa Íslands gaf út fyrstu appelsínugulu viðvörun ársins á Norðurlandi eystra í gær en eins og áður segir tók að lægja upp úr miðnætti. Mesti vindur í gær mældist 50 m/s á Gagnheiði skömmu fyrir miðnætti, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Klukkan sex í morgun mældist vindur víða 13 til 18 m/s norðan- og austantil á landinu en um 25 m/s á annesjum nyrst. Þá mældist hæsti hiti í gær tæp 19 stig á Daltanga en hiti er núna um 10 stig á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir að lægi og kólni með deginum og þegar hefur fryst á Vestfjörðum. Frostlaust verður sunnanlands í dag.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á föstudag:Suðaustan 8-15 m/s, en heldur hægari norðan- og austanlands. Rigning með köflum, en dálítil snjókoma um norðanvertlandið. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig norðaustantil. Á laugardag:Norðaustan 10-15 og él um landið norðvestanvert, en vestan 5-10 og dálítil rigning sunnanlands. Hægari vindur og lengst af þurrt austantil. Frost víða 0 til 5 stig, en að 5 stiga hita við Suðurströndina. Á sunnudag:Norðlæg átt 8-15 m/s og víða él, en þurrt suðvestanlands. Lægir um kvöldið, og frost 2 til 9 stig. Á mánudag:Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða snjókomu, en rigningu með suðurströndinni. Heldur hægari, og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður. Á þriðjudag:Austlæg átt og snjókoma með köflum, en dálítil rigning syðst. Hiti kringum frostmark en vægt frost norðanlands. Á miðvikudag:Hæg norðlæg átt og bjart með köflum, en norðan strekkingur og él um norðaustanvert landið. Kalt í veðri.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36 Snarvitlaust veður á Akureyri Gámar og þakplötur fjúka. 9. janúar 2019 21:43 Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Björgunarsveit kölluð út vegna foktjóns á Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var nýverið kölluð út vegna þaks sem er að fjúka af húsi í byggðarlaginu. 9. janúar 2019 20:36
Fyrsta appelsínugula viðvörun ársins Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðurlandi eystra, en búist sterkum suðvestan og vestan ofsaveðri með við hviðum yfir 40 metrum á sekúndum. 9. janúar 2019 19:27