Borgin greiðir helming af kostnaði við hin umdeildu pálmatré Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2019 23:15 Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Mynd/Reykjavíkurborg Listaverkið Pálmatré sem rísa mun í nýju hverfi Vogabyggðar mun kosta Reykjavíkurborg og lóðaeigendur samtals 140 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist til helminga og hefur hann legið fyrir síðan í fyrra. Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa margir gagnrýnt fyrirætlanir meirihlutans á samfélagsmiðlum í kvöld. Efnt var til samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í fyrra og strax lá fyrir að verja ætti allt að 140 milljónum króna til kaupa á einu eða fleiri listaverkum. Var það sagt í samræmi við stefnu borgaryfirvalda og jafnframt hluti af samningsmarkmiðum við lóðaeigendur í Vogabyggð.Samningsmarkmið vegna nýrra uppbyggingarsvæða í Reykjavík gera enda ráð fyrir að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almenningsrýmum á svæðinu og verði sú fjárhæð hluti af heildarstofnkostnaði innviða á viðkomandi svæði.Pálmatrjánum hefur verið líkt við stráin frægu sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík. Stráin kostuðu samtals yfir 1,1 milljón króna.Vísir/VilhelmBjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar segir í samtali við Vísi í kvöld að kostnaðurinn við verkið skiptist til helminga. Reykjavíkurborg greiði þannig 70 milljónir fyrir verkið, sem komi af byggingarréttargjöldum á svæðinu. Þá sé heildarkostnaðurinn, þ.e. 140 milljónir króna, um eitt prósent af byggingarréttargjöldunum.„Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé.“Pálmatrén eru sköpunarverk þýsku listakonunnar Karinu Sanders. Verkið gerir ráð fyrir að tveimur pálmatrjám verði komið fyrir í stórum turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka svokallaðs Ketilbjarnarsíkis. Fyrirhugaðar áætlanir um uppsetningu verksins hafa vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Hefur kostnaður við verkið verið gagnrýndur og pálmatrjánum líkt við innfluttu stráin við braggann í Nauthólsvík. Framkvæmdir við braggann fóru rúmum 250 milljónum króna fram úr kostnaðaráætlunum, eins og frægt er orðið. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hafa öll vakið athygli á málinu á Facebook í kvöld. „Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé,“ skrifar Eyþór. Kolbrún er öllu afdráttarlausari og spyr: „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“ Þá segir Sanna að forgangsröðun meirihlutans sé ekki í takt við raunveruleikann. Þá veltir Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins því upp hvort kostnaðurinn við pálmatrén sé ekki nokkuð hár, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdir á vegum borgarinnar hafi farið fram úr áætlun síðustu misseri.Hér að neðan má svo sjá frekari vangaveltur um pálmatrén umdeildu.Gott að Dagur og meirihlutinn lærði eitthvað af braggamálinu. Eða var verið að panta 2 pálmatré fyrir 140 milljónir? Hvað eru það mörg mánaðarlaun leikskólakennara? Verða svo 400 milljónir.— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 29, 2019 140 milljónir fyrir listaverk þar af tvö pálmatré. Ekkert víst að þetta klikki, bara muna að vista tölvupóstana. Pálmatré í Vogabyggð - https://t.co/ZUHTA2Gucl— Daniel Scheving (@dscheving) January 29, 2019 Strá á tæplega milljón krónur og núna pálmatré í búri á 140 milljónir. Reykjavíkurborg ætti að fá verðlaun fyrir frábæra tímasetningu á þessum fréttum. Ég hefði svo átt að læra garðyrkju... pic.twitter.com/WcvVQx7i3r— Hörður Guðmundsson (@rosmundssen) January 29, 2019 Skítt með strá við bragga eða Erro á gafl í Breiðholti. Það er verið hlaða í pálmatré í bathmate typpapumpu! pic.twitter.com/5eDwY8xu1p— Maggi Peran (@maggiperan) January 29, 2019 Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Listaverkið Pálmatré sem rísa mun í nýju hverfi Vogabyggðar mun kosta Reykjavíkurborg og lóðaeigendur samtals 140 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist til helminga og hefur hann legið fyrir síðan í fyrra. Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa margir gagnrýnt fyrirætlanir meirihlutans á samfélagsmiðlum í kvöld. Efnt var til samkeppni um útilistaverk í Vogabyggð í fyrra og strax lá fyrir að verja ætti allt að 140 milljónum króna til kaupa á einu eða fleiri listaverkum. Var það sagt í samræmi við stefnu borgaryfirvalda og jafnframt hluti af samningsmarkmiðum við lóðaeigendur í Vogabyggð.Samningsmarkmið vegna nýrra uppbyggingarsvæða í Reykjavík gera enda ráð fyrir að ákveðinni fjárhæð verði varið í listsköpun í almenningsrýmum á svæðinu og verði sú fjárhæð hluti af heildarstofnkostnaði innviða á viðkomandi svæði.Pálmatrjánum hefur verið líkt við stráin frægu sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík. Stráin kostuðu samtals yfir 1,1 milljón króna.Vísir/VilhelmBjarni Brynjólfsson upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar segir í samtali við Vísi í kvöld að kostnaðurinn við verkið skiptist til helminga. Reykjavíkurborg greiði þannig 70 milljónir fyrir verkið, sem komi af byggingarréttargjöldum á svæðinu. Þá sé heildarkostnaðurinn, þ.e. 140 milljónir króna, um eitt prósent af byggingarréttargjöldunum.„Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé.“Pálmatrén eru sköpunarverk þýsku listakonunnar Karinu Sanders. Verkið gerir ráð fyrir að tveimur pálmatrjám verði komið fyrir í stórum turnlaga gróðurhúsum sem sett verða niður við jaðar miðlægs torgs við bakka svokallaðs Ketilbjarnarsíkis. Fyrirhugaðar áætlanir um uppsetningu verksins hafa vakið töluverð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Hefur kostnaður við verkið verið gagnrýndur og pálmatrjánum líkt við innfluttu stráin við braggann í Nauthólsvík. Framkvæmdir við braggann fóru rúmum 250 milljónum króna fram úr kostnaðaráætlunum, eins og frægt er orðið. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hafa öll vakið athygli á málinu á Facebook í kvöld. „Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé,“ skrifar Eyþór. Kolbrún er öllu afdráttarlausari og spyr: „Er borgarmeirihlutinn að tapa sér?“ Þá segir Sanna að forgangsröðun meirihlutans sé ekki í takt við raunveruleikann. Þá veltir Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins því upp hvort kostnaðurinn við pálmatrén sé ekki nokkuð hár, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdir á vegum borgarinnar hafi farið fram úr áætlun síðustu misseri.Hér að neðan má svo sjá frekari vangaveltur um pálmatrén umdeildu.Gott að Dagur og meirihlutinn lærði eitthvað af braggamálinu. Eða var verið að panta 2 pálmatré fyrir 140 milljónir? Hvað eru það mörg mánaðarlaun leikskólakennara? Verða svo 400 milljónir.— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 29, 2019 140 milljónir fyrir listaverk þar af tvö pálmatré. Ekkert víst að þetta klikki, bara muna að vista tölvupóstana. Pálmatré í Vogabyggð - https://t.co/ZUHTA2Gucl— Daniel Scheving (@dscheving) January 29, 2019 Strá á tæplega milljón krónur og núna pálmatré í búri á 140 milljónir. Reykjavíkurborg ætti að fá verðlaun fyrir frábæra tímasetningu á þessum fréttum. Ég hefði svo átt að læra garðyrkju... pic.twitter.com/WcvVQx7i3r— Hörður Guðmundsson (@rosmundssen) January 29, 2019 Skítt með strá við bragga eða Erro á gafl í Breiðholti. Það er verið hlaða í pálmatré í bathmate typpapumpu! pic.twitter.com/5eDwY8xu1p— Maggi Peran (@maggiperan) January 29, 2019
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“ 29. janúar 2019 19:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent