Körfubolti

Lakers gæti þurft að gefa svona mikið til að fá Davis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Davis treður boltanum í körfuna.
Anthony Davis treður boltanum í körfuna. Getty/Jonathan Bachman
Anthony Davis hefur verið orðaður við Los Angeles Lakers eftir að hann gaf það út í gegnum umboðsmann sinn að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við New Orleans Pelicans.

Anthony Davis er enn bara 25 ára og einn besti stóri leikmaður NBA-deildarinnar. Það er því ljóst að New Orleans Pelicans mun aldrei sætta sig við annað en að fá eitthvað mikið fyrir hann.

Nick Wright á Fox Sports hefur verið að velta fyrir sér mögulegum leikmannaskiptum á milli Los Angeles Lakers og New Orleans Pelicans og það er fróðlegt að skoða það aðeins betur.

Lakers ætlar að byggja meistaralið í kringum LeBron James og koma Anthony Davis væri stórt skref í þá átt. Samkvæmt úttekt Nick Wright er líka markmiðið að fá líka öflugan leikmann í sumar. Þar gætum við verið að tala um menn eins og Kyrie Irving, Kawhi Leonard eða Klay Thompson.

Lakers á marga unga og spennandi leikmenn en þeir myndu líklega flestir enda hjá New Orleans Pelicans fari þessi leikmannaskipti alla leið.

Virkilega spennandi pælingar fyrir stuðningsmenn Lakers en auðvitað á mikið eftir að gerast til að þetta gangi allt eftir. Það má aftur á móti skoða skemmtilega samantekt Nick Wright á meðan.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×