Ætla að standa vörð um kínversk fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 10:55 Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um er að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran, fjársvik, fjárþvætti, að hafa stolið tækni frá bandaríska fyrirtækinu T-Mobile og að standa í vegi réttvísinnar. AP/Andy Wong Ríkisstjórn Kína segir að Bandaríkin eigi að láta af „óskynsamlegum“ aðgerðum þeirra gegn kínverska samskiptafyrirtækinu Huawei. Forsvarsmenn fyrirtækisins þvertaka fyrir að lög hafi verið brotin eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu fjölda ákæra gegn fyrirtækinu og starfsmönnum þess í gær. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um er að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran, fjársvik, fjárþvætti, að hafa stolið tækni frá bandaríska fyrirtækinu T-Mobile og að standa í vegi réttvísinnar. Huawei neitar öllum ákærunum 23 en fyrirtækið hefur lengi barist gegn ásökunum um samstarf með leyniþjónustum Kína og njósnir. Í ákærunum, sem eru lagðar fram í tveimur skjölum, eru engar ásakanir um samstarf með yfirvöldum í Kína settar fram.Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sagið við opinberun ákæranna í gær að þær vörpuðu ljósi á „blygðunarlausa lítilsvirðingu“ Huawei gagnvart bandarískum lögum og gagnvart alþjóðlegum viðskiptaaðferðum. Hann sagði fyrirtæki eins og Huawei ógna bæði efnahagi og öryggi Bandaríkjanna.Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Kína segir, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ríkið muni standa vörð um kínversk fyrirtæki. Bandaríkin séu að beita hinu opinbera til að koma niður á sanngjarni og réttlátri starfsemi Huawei.Þá segir Huawei að T-Mobile málið hafi verið leyst með skaðabótagreiðslu árið 2014.Staða Huawei íhuguð víða Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, er sökuð um að hafa logið að bönkum um leppfyrirtækið Skycom og sérstaklega um viðskipti fyrirtækisins við Íran. Hún var handtekin í Kanada í byrjun desember og Bandaríkin vilja fá hana framselda. Huawei er eitt stærsta samskiptafyrirtæki heims. Forsvarsmenn þess segja það eiga í viðskiptum við 45 af 50 stærstu símafyrirtækjum heims og Huawei varð nýlega stærsti símaframleiðandi heimsins, á eftir Samsung og undan Apple. Árið 2012 gaf þing Bandaríkjanna út skýrslu þar sem fyrirtækjum var ráðlagt að eiga ekki í viðskiptum við Huawei og kínverska fyrirtækið ZTE og að ógn stafaði af fyrirtækjunum. Síðan þá hafa umsvif Huawei Í Bandaríkjunum minnkað verulega en forsvarsmenn þess segja skýrsluna ekki hafa haft áhrif á viðskipti fyrirtækisins annars staðar í heiminum. Vandræði Huawei hafa þau aukist að undanförnu. Starfsmaður fyrirtækisins í Póllandi var nýverið handtekinn fyrir njósnir og rík hafa ákveðið að meina símafyrirtækjum að eiga í viðskiptum við Huawei í tengslum við uppbyggingu 5G símakerfa. Önnur ríki eru að íhuga slíkar aðgerðir. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18 Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Ríkisstjórn Kína segir að Bandaríkin eigi að láta af „óskynsamlegum“ aðgerðum þeirra gegn kínverska samskiptafyrirtækinu Huawei. Forsvarsmenn fyrirtækisins þvertaka fyrir að lög hafi verið brotin eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu fjölda ákæra gegn fyrirtækinu og starfsmönnum þess í gær. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um er að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran, fjársvik, fjárþvætti, að hafa stolið tækni frá bandaríska fyrirtækinu T-Mobile og að standa í vegi réttvísinnar. Huawei neitar öllum ákærunum 23 en fyrirtækið hefur lengi barist gegn ásökunum um samstarf með leyniþjónustum Kína og njósnir. Í ákærunum, sem eru lagðar fram í tveimur skjölum, eru engar ásakanir um samstarf með yfirvöldum í Kína settar fram.Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sagið við opinberun ákæranna í gær að þær vörpuðu ljósi á „blygðunarlausa lítilsvirðingu“ Huawei gagnvart bandarískum lögum og gagnvart alþjóðlegum viðskiptaaðferðum. Hann sagði fyrirtæki eins og Huawei ógna bæði efnahagi og öryggi Bandaríkjanna.Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Kína segir, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ríkið muni standa vörð um kínversk fyrirtæki. Bandaríkin séu að beita hinu opinbera til að koma niður á sanngjarni og réttlátri starfsemi Huawei.Þá segir Huawei að T-Mobile málið hafi verið leyst með skaðabótagreiðslu árið 2014.Staða Huawei íhuguð víða Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, er sökuð um að hafa logið að bönkum um leppfyrirtækið Skycom og sérstaklega um viðskipti fyrirtækisins við Íran. Hún var handtekin í Kanada í byrjun desember og Bandaríkin vilja fá hana framselda. Huawei er eitt stærsta samskiptafyrirtæki heims. Forsvarsmenn þess segja það eiga í viðskiptum við 45 af 50 stærstu símafyrirtækjum heims og Huawei varð nýlega stærsti símaframleiðandi heimsins, á eftir Samsung og undan Apple. Árið 2012 gaf þing Bandaríkjanna út skýrslu þar sem fyrirtækjum var ráðlagt að eiga ekki í viðskiptum við Huawei og kínverska fyrirtækið ZTE og að ógn stafaði af fyrirtækjunum. Síðan þá hafa umsvif Huawei Í Bandaríkjunum minnkað verulega en forsvarsmenn þess segja skýrsluna ekki hafa haft áhrif á viðskipti fyrirtækisins annars staðar í heiminum. Vandræði Huawei hafa þau aukist að undanförnu. Starfsmaður fyrirtækisins í Póllandi var nýverið handtekinn fyrir njósnir og rík hafa ákveðið að meina símafyrirtækjum að eiga í viðskiptum við Huawei í tengslum við uppbyggingu 5G símakerfa. Önnur ríki eru að íhuga slíkar aðgerðir.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18 Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24
Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44
Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32
Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18
Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33