Lið Denver Nuggets heldur áfram að gleðja NBA-aðdáendur en frammistaða þeirra gladdi þó ekki stuðningsmenn Memphis í nótt.
Memphis var komið með 25 stiga forskot í leiknum en Denver kom til baka og laumaði sér yfir er mínúta var eftir. Liðið kláraði svo leikinn með þriggja stiga sigri. Ótrúleg seigla.
Nikola Jokic hélt áfram að spila vel fyrir Denver og skoraði 24 stig en hann var þó rólegur á stoðsendingadeildinni þar sem hann gaf aðeins þrjár stoðsendingar.
Stephen Curry skoraði 26 stig, hitti úr 10 af 13 skotum sínum, er Golden State skaut Indiana í kaf. Kevin Durant bætti 16 stigum við fyrir topplið Vesturdeildarinnar.
Úrslit:
Charlotte-NY Knicks 101-92
Indiana-Golden State 100-132
Boston-Brooklyn 112-104
Memphis-Denver 92-95
LA Clippers-Atlanta 118-123
Staðan í NBA-deildinni.
