Innlent

Bjargað frá drukknun í Lágafellslaug

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lágafellslaug í Mosfellsbæ sést hér fyrir miðri mynd.
Lágafellslaug í Mosfellsbæ sést hér fyrir miðri mynd. Vísir/GVA
Litlu mátti muna þegar tuttugu og fimm ára gamall maður var að kafa í Lágafellslaug í Mosfellsbæ á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Hann missti meðvitund í lauginni en starfsfólk sýndi snör viðbrögð og náði honum fljótlega upp á bakkann.

Starfsfólkinu hafði einnig tekist að koma honum til meðvitundar þegar sjúkrabíl bar að garði og var maðurinn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu, eftir að Ríkisútvarpið hafði fyrst greint frá, að svo virðist sem maðurinn hafi ekki orðið fyrir alvarlegum skaða, þökk sé snörum viðbrögðum starfsfólksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×