Starfskostnaður presta árlega kringum 120 milljónir króna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. janúar 2019 08:00 Prestar fá allt að auka mánuð greiddan gegnum fastan rekstrarkostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á árunum 2013-17 greiddi Þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Langstærstan hluta þeirrar upphæðar, 317 milljónir króna rúmar, má rekja til bifreiðastyrks. Greiðslurnar bætast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjararáði. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Þórs Guðmundssonar, skjalastjóra Biskupsstofu, við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfskostnað presta. Í svari við fyrirspurninni þakkar Guðmundur sýndan áhuga á starfsemi Þjóðkirkjunnar og segist „hlakka til að sjá málefnalega umfjöllun blaðsins“ um efni fyrirspurnarinnar. Greiðslur rekstrarkostnaðar til presta eiga sér stoð í lögum um embættiskostnað og aukaverk þeirra frá 1936. Þar segir að þjónandi prestar og prófastar skuli fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna frá Biskupsstofu samkvæmt reglum sem kirkjuþing setur. Þær reglur voru settar árið 1999 en upphæðum reglugerðarinnar hefur verið breytt nokkrum sinnum síðan þá. Við eina slíka breytingu var sagt að reglurnar sæktu lagastoð í hjúskaparlög. Í starfsreglunum er kveðið á um að skrifstofukostnaður prestsembætta sé á bilinu 252-294 þúsund krónur árlega en greiðslurnar eru misháar eftir fjölda íbúa í sókn. Þá greiðast að auki 154 þúsund krónur árlega í síma-, póst- og fatakostnað.Sjá einnig: Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Samkvæmt reglunum eiga prestar rétt á að fá greiddan árlegan aksturs- og ferðakostnað. Sú upphæð fer eftir landfræðilegri staðsetningu og víðfeðmi sóknar. Svo dæmi séu tekin fá sérþjónustu- og héraðsprestar til að mynda 250 þúsund krónur á ári í aksturskostnað og sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu, sem starfa einir með fleiri en eina sókn, fá 380 þúsund. Prestar erlendis fá síðan 600 þúsund krónur og prestar í víðfeðmum prestaköllum fá 850 þúsund. Talningin er fjarri því að vera tæmandi. Presti er heimilt að sækja um undanþágu frá föstum mánaðarlegum akstursgreiðslum og fá þess í stað akstur greiddan samkvæmt akstursdagbók. Þær greiðslur geta aldrei orðið hærri en hámarksgreiðslur þær sem fyrr var getið. Í svari Guðmundar Þórs segir enn fremur að honum sé ekki kunnugt um að nokkur prestur hafi afþakkað þær greiðslur sem á undan er getið. Þá er í gildi gjaldskrá fyrir aukaverk presta á borð við skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Þar greiðast til að mynda rúmar 19 þúsund krónur fyrir fermingu og tæp 25 þúsund fyrir útfarir. Skírnir eru ókeypis sé þeirra beiðst við guðsþjónustu. Samkvæmt gjaldskrá þeirri geta prestar innheimt ferðakostnað samkvæmt almennu akstursgjaldi ríkisstarfsmanna vegna aksturs í tengslum við skírn eða hjónavígslu. Þak er sett á þann fjölda kílómetra sem unnt er að fá endurgreiddan. Akstursgjald ríkisstarfsmanna er sem stendur 110 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Þetta bætist við laun presta og prófasta sem ákveðin voru af kjararáði. Þau eru á bilinu 768 þúsund til rúmrar milljónar eftir fjölda sóknarbarna og hvort um prest eða prófast er að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. 13. desember 2018 10:37 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Á árunum 2013-17 greiddi Þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Langstærstan hluta þeirrar upphæðar, 317 milljónir króna rúmar, má rekja til bifreiðastyrks. Greiðslurnar bætast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjararáði. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Þórs Guðmundssonar, skjalastjóra Biskupsstofu, við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfskostnað presta. Í svari við fyrirspurninni þakkar Guðmundur sýndan áhuga á starfsemi Þjóðkirkjunnar og segist „hlakka til að sjá málefnalega umfjöllun blaðsins“ um efni fyrirspurnarinnar. Greiðslur rekstrarkostnaðar til presta eiga sér stoð í lögum um embættiskostnað og aukaverk þeirra frá 1936. Þar segir að þjónandi prestar og prófastar skuli fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna frá Biskupsstofu samkvæmt reglum sem kirkjuþing setur. Þær reglur voru settar árið 1999 en upphæðum reglugerðarinnar hefur verið breytt nokkrum sinnum síðan þá. Við eina slíka breytingu var sagt að reglurnar sæktu lagastoð í hjúskaparlög. Í starfsreglunum er kveðið á um að skrifstofukostnaður prestsembætta sé á bilinu 252-294 þúsund krónur árlega en greiðslurnar eru misháar eftir fjölda íbúa í sókn. Þá greiðast að auki 154 þúsund krónur árlega í síma-, póst- og fatakostnað.Sjá einnig: Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Samkvæmt reglunum eiga prestar rétt á að fá greiddan árlegan aksturs- og ferðakostnað. Sú upphæð fer eftir landfræðilegri staðsetningu og víðfeðmi sóknar. Svo dæmi séu tekin fá sérþjónustu- og héraðsprestar til að mynda 250 þúsund krónur á ári í aksturskostnað og sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu, sem starfa einir með fleiri en eina sókn, fá 380 þúsund. Prestar erlendis fá síðan 600 þúsund krónur og prestar í víðfeðmum prestaköllum fá 850 þúsund. Talningin er fjarri því að vera tæmandi. Presti er heimilt að sækja um undanþágu frá föstum mánaðarlegum akstursgreiðslum og fá þess í stað akstur greiddan samkvæmt akstursdagbók. Þær greiðslur geta aldrei orðið hærri en hámarksgreiðslur þær sem fyrr var getið. Í svari Guðmundar Þórs segir enn fremur að honum sé ekki kunnugt um að nokkur prestur hafi afþakkað þær greiðslur sem á undan er getið. Þá er í gildi gjaldskrá fyrir aukaverk presta á borð við skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Þar greiðast til að mynda rúmar 19 þúsund krónur fyrir fermingu og tæp 25 þúsund fyrir útfarir. Skírnir eru ókeypis sé þeirra beiðst við guðsþjónustu. Samkvæmt gjaldskrá þeirri geta prestar innheimt ferðakostnað samkvæmt almennu akstursgjaldi ríkisstarfsmanna vegna aksturs í tengslum við skírn eða hjónavígslu. Þak er sett á þann fjölda kílómetra sem unnt er að fá endurgreiddan. Akstursgjald ríkisstarfsmanna er sem stendur 110 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Þetta bætist við laun presta og prófasta sem ákveðin voru af kjararáði. Þau eru á bilinu 768 þúsund til rúmrar milljónar eftir fjölda sóknarbarna og hvort um prest eða prófast er að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. 13. desember 2018 10:37 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. 13. desember 2018 10:37
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent