Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. janúar 2019 18:45 Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni.Vændi eina lausninKonan, sem stundaði vændi í Reykjavík í rúm fimm ár, vill ekki koma fram undir nafni til að vernda fjölskyldu sína. Hún varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku en leiddist út í vændi árið 2010 vegna mikillar fátæktar en hún er öryrki og einstæð móðir. Hún stundaði vændi með hléum þar til fyrir tveimur árum.„Og staðan var þannig í kring um tíunda hvers mánaðar að það var ekki til peningur fyrir mat eða lækni eða lyfjum. Þetta var eina lausnin sem ég gat séð að gæti leyst stöðuna.“ Hún segir að hún hefði aldrei byrjað á þessu hefði hún séð afleiðingarnar fyrir. „Skömm og mjög oft áfallastreita, mikil sektarkennd og ýmislegt sem maður þarf að glíma við á eftir.“Valdamiklir menn meðal kaupendaHvað erum við að tala um marga menn í þínu tilfelli? „Ég hef ekki hugmynd. Tugir, hundruð, ég veit það ekki.“ Hún hitti mennina, sem hún segir marga vera valdamikla eða þekkta í þjóðfélaginu, á vefsíðu sem auglýsir fylgdarþjónustu meðal annars á Íslandi og á einkamálum.is. Vændið fór fram heima hjá henni. „Sumir eru bara einhleypir, aðrir fá ekki kynlíf heima hjá sér og sumir vilja meira og eru kynlífsfíklar. Flestir eru á aldrinum 35 til sextugt. Flestir þeirra voru giftir og áttu börn og jafnvel barnabörn. Einn er mjög mikið í fréttum og það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum. Ég held að það þekki allir að minnsta kosti einn vændiskaupanda,“ segir konan og bætir við að hún hafi alltaf reynt að passa upp á öryggi sitt. Vændið hafi því nær alltaf farið fram að degi til. Þá hafi hún undir lokin nánast bara tekið við fastakúnnum sem voru þónokkrir. „Því að stressið sem fylgir því að fá nýjan kúnna sem maður veit ekki hver er er svo mikið. Að vita ekki hvort hann muni berja mann svo illa að maður muni ekki geta gengið í mánuð,“ segir Konan sem var mjög ákveðin í að setja mönnunum mörk. „Ungir eru oft með meira úthald og jú þeir voru með klámímyndir á meðan þeir eldri vildu stunda þetta sem við mundum vilja kalla eðilegt kynlíf. En svo fékk ég alls konar fyrirspurnir. Einn vildi fá hundinn sinn í heimsókn og leyfa honum að taka þátt. Ég var bara mjög dugleg að segja nei og ef ég upplifði að manneskjan gæti ekki tekið nei í upphafi þá hugsaði ég þessi er ekki að fara virða mín mörk þegar hann kemur heim til mín.“ Þá hafi ítrekað komið upp sú krafa að smokkurinn yrði ekki notaður. Hún segir svarið hafa farið eftir því hver átti í hlut. „Ef hann var ungur sagði ég helst nei. Ef hann var eldri og ég vissi að hann var bara að stunda kynlíf með konunni sinni til fjörutíu ára þá sagði ég stundum já.“ Hún rukkaði 35 þúsund á klukkutímann. „tuttugu þúsund fyrir munnmök en fastakúnnar gátu alveg samið. Mér heyrist að verðið sé það sama í dag.“ Þá hafi mennirnir oft reynt að prútta sem henni hafi þótt lítillækkandi „Mjög niðrandi og helst reyndi ég að hitta ekki svoleiðis menn,“ segir konan. Sárt að geta ekki skilað skömminniEftir að hafa fengið mikla aðstoð hjá Stígamótum og Bjarkarhlíð ákvað hún að hætta í vændi árið 2016 en það tók hana langan tíma að átta sig á afleiðingunum. Nú langar hana í samstarf með lögreglu og kæra mennina sem keyptu aðgang að líkama hennar. „Ég get það ekki. Öll mín mál sem ég er með sönnun fyrir eru fyrnd,“ en brotin fyrnast á tveimur árum. „Það er ekkert sjálfsagt að einhver sé búin að jafna sig eftir tvö ár eftir alvarlegt ofbeldi ítrekað. Fólk þarf rýmri tíma til að átta sig,“ segir konan. Hún segist vera miður sín yfir því að ekki sé hægt að sækja mennina til saka. „Það er rosalega leiðinlegt að geta ekki skilað skömminni og að bara láta vita, þá og aðra, að þetta sé ekki í lagi.“Æltar að gefa lögreglu nöfn kaupendaÞað sé sárt að eiga sönnunargögn en geta ekki notað þau en hún á til samskipti við suma mennina og millifærslur. Þeir hafi þó langflestir farið mjög varlega og passað að hafa ekki samband við hana undir sínu rétta nafni. „Þeir fara 99 prósent mjög varlega. Hafa samband í gegnum símanúmer sem er ekki skráð eða hafa samband í gegnum tölvupóst sem er ekki þeirra netfang.“ Hún íhugar nú að koma þeim nöfnum sem hún er með til lögreglu þar sem það gæti hjálpað við rannsókn nýrri mála. „Nöfn á fyrrvernadi kaupendum geta hjálpað í nýjum málum. Ég er ekki ein um að íhuga það,“ segir hún en hún þekkir fleiri konur sem stunduðu vændi á Íslandi.Hundrað þúsund króna sekt bara „slap on the wrist“Þá er hún afar gagnrýnin á væga dóma sem vændiskaupendur hljóta og segir lítinn fælingarmátt í lögunum því að réttarhöld séu lokuð og kaupendur ekki nafngreindir. „Sektin eða dómurinn er bara svolítið „slap on the wrist“ finnst mér. Hundrað þúsund króna sekt eins og ég hef séð. Þá sleppir hann bara að kaupa sér vændi þrisvar sinnum. Ég upplifi eins og það sé litið á þessi brot sem mjög léttvæg og að þetta skipti ekki máli.“Með skilaboð til vændiskaupendaHún segist reglulega hitta gerendur sína á förnum vegi. Hvernig líður þér þegar þú rekst á þessa menn? „Hræðilega. Ég vil bara hverfa í götuna og það væri eiginlega best bara að flýja land til þess að þurfa ekki að rekast á þessa menn trekk í trekk og þurfa að rifja upp minningarnar.“ Konan segist enn vera að vinna í sínum málum. Vændisheimurinn sé hrottalegur. „Ég mun mögulega alla ævi vera að vinna í þessu máli og vinna í mér en vonandi einn daginn mun þetta ekki hafa eins mikil áhrif á líf mitt.Ég myndi vilja segja þeim mönnum sem keyptu aðgang að mér að þetta er ekki í lagi. Kynlíf er ekki mannréttindi og bara vinsamlegast hættið þessu. Þið eruð að meiða fólk.“Fimmtán íslenskar konur leita til Bjarkarhlíðar vegna vændis Hátt í fimmtán íslenskar konur leita árlega til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna vændis. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, segir að það taki konurnar oft langan tíma að opna sig um vændi. Þá óttast hún að væg refsing kaupenda hafi mjög takmarkaðan fælingarmátt. Erlendar vændiskonur leita sér síður aðstoðar hjá Bjarkarhlíð enda eru þær oft hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi og stoppa oft stutt á landinu. Konurnar sem leita til Bjarkarhlíðar vegna vændis eru íslenskar konur og hafa þær verið á bilinu tíu til fimmtán á ári. Þá leitar hluti hópsins til Stígamóta en Bjarkarhlíð er aðeins viðbót við þá þjónustu. Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta leituðu þrettán til þeirra í fyrsta sinn vegna vændis árið 2017. Gera má ráð fyrir öðrum eins fjölda árið 2018. Íslenska konan, sem var í viðtalinu hér áðan, leitaði til Bjarkarhlíðar og bað um aðstoð við að kæra mennina en þá kom í ljós að hún var of sein. „Hún fékk upplýsingar hjá lögreglunni og það kom þá í ljós að hennar mál voru fyrnd,“ segir Ragna Björg. Vændi ekkert annað en kynferðisofbeldi Ragna tekur undir með konunni um að tveggja ára fyrningarfrestur sé of skammur. „Oft eru konur sem kannski leita sér aðstoðar vegna vanlíðunar og annarra einkenna kynferðisofbeldis en nefna ekki vænda fyrr en það er búið að byggja upp traust og þær eru búnar að vera í viðtölum eða meðferðum í einhvern tíman,“ segir Ragna Björg sem er afar gagnrýnin á refsirammann. „Það er einungis árs fangelsi og síðan sekt en það sem ég óttast er að þessi takmarkaða refsing sem að er í boði að hún hafi ekki nógan fælingarmátt til að vinna með okkur í því að stöðva vændi,“ segir Ragna Björg. Það sé þó jákvætt að umræðan sé að þróast í þá átt að með því að kaupa vændi sé viðkomandi gerandi kynferðisofbeldis. „Þetta er ekkert annað en kynferðisbrot og ætti í raun að vera meiri tenging við þann refsiramma,“ segir Ragna Björg. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira
Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni.Vændi eina lausninKonan, sem stundaði vændi í Reykjavík í rúm fimm ár, vill ekki koma fram undir nafni til að vernda fjölskyldu sína. Hún varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku en leiddist út í vændi árið 2010 vegna mikillar fátæktar en hún er öryrki og einstæð móðir. Hún stundaði vændi með hléum þar til fyrir tveimur árum.„Og staðan var þannig í kring um tíunda hvers mánaðar að það var ekki til peningur fyrir mat eða lækni eða lyfjum. Þetta var eina lausnin sem ég gat séð að gæti leyst stöðuna.“ Hún segir að hún hefði aldrei byrjað á þessu hefði hún séð afleiðingarnar fyrir. „Skömm og mjög oft áfallastreita, mikil sektarkennd og ýmislegt sem maður þarf að glíma við á eftir.“Valdamiklir menn meðal kaupendaHvað erum við að tala um marga menn í þínu tilfelli? „Ég hef ekki hugmynd. Tugir, hundruð, ég veit það ekki.“ Hún hitti mennina, sem hún segir marga vera valdamikla eða þekkta í þjóðfélaginu, á vefsíðu sem auglýsir fylgdarþjónustu meðal annars á Íslandi og á einkamálum.is. Vændið fór fram heima hjá henni. „Sumir eru bara einhleypir, aðrir fá ekki kynlíf heima hjá sér og sumir vilja meira og eru kynlífsfíklar. Flestir eru á aldrinum 35 til sextugt. Flestir þeirra voru giftir og áttu börn og jafnvel barnabörn. Einn er mjög mikið í fréttum og það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum. Ég held að það þekki allir að minnsta kosti einn vændiskaupanda,“ segir konan og bætir við að hún hafi alltaf reynt að passa upp á öryggi sitt. Vændið hafi því nær alltaf farið fram að degi til. Þá hafi hún undir lokin nánast bara tekið við fastakúnnum sem voru þónokkrir. „Því að stressið sem fylgir því að fá nýjan kúnna sem maður veit ekki hver er er svo mikið. Að vita ekki hvort hann muni berja mann svo illa að maður muni ekki geta gengið í mánuð,“ segir Konan sem var mjög ákveðin í að setja mönnunum mörk. „Ungir eru oft með meira úthald og jú þeir voru með klámímyndir á meðan þeir eldri vildu stunda þetta sem við mundum vilja kalla eðilegt kynlíf. En svo fékk ég alls konar fyrirspurnir. Einn vildi fá hundinn sinn í heimsókn og leyfa honum að taka þátt. Ég var bara mjög dugleg að segja nei og ef ég upplifði að manneskjan gæti ekki tekið nei í upphafi þá hugsaði ég þessi er ekki að fara virða mín mörk þegar hann kemur heim til mín.“ Þá hafi ítrekað komið upp sú krafa að smokkurinn yrði ekki notaður. Hún segir svarið hafa farið eftir því hver átti í hlut. „Ef hann var ungur sagði ég helst nei. Ef hann var eldri og ég vissi að hann var bara að stunda kynlíf með konunni sinni til fjörutíu ára þá sagði ég stundum já.“ Hún rukkaði 35 þúsund á klukkutímann. „tuttugu þúsund fyrir munnmök en fastakúnnar gátu alveg samið. Mér heyrist að verðið sé það sama í dag.“ Þá hafi mennirnir oft reynt að prútta sem henni hafi þótt lítillækkandi „Mjög niðrandi og helst reyndi ég að hitta ekki svoleiðis menn,“ segir konan. Sárt að geta ekki skilað skömminniEftir að hafa fengið mikla aðstoð hjá Stígamótum og Bjarkarhlíð ákvað hún að hætta í vændi árið 2016 en það tók hana langan tíma að átta sig á afleiðingunum. Nú langar hana í samstarf með lögreglu og kæra mennina sem keyptu aðgang að líkama hennar. „Ég get það ekki. Öll mín mál sem ég er með sönnun fyrir eru fyrnd,“ en brotin fyrnast á tveimur árum. „Það er ekkert sjálfsagt að einhver sé búin að jafna sig eftir tvö ár eftir alvarlegt ofbeldi ítrekað. Fólk þarf rýmri tíma til að átta sig,“ segir konan. Hún segist vera miður sín yfir því að ekki sé hægt að sækja mennina til saka. „Það er rosalega leiðinlegt að geta ekki skilað skömminni og að bara láta vita, þá og aðra, að þetta sé ekki í lagi.“Æltar að gefa lögreglu nöfn kaupendaÞað sé sárt að eiga sönnunargögn en geta ekki notað þau en hún á til samskipti við suma mennina og millifærslur. Þeir hafi þó langflestir farið mjög varlega og passað að hafa ekki samband við hana undir sínu rétta nafni. „Þeir fara 99 prósent mjög varlega. Hafa samband í gegnum símanúmer sem er ekki skráð eða hafa samband í gegnum tölvupóst sem er ekki þeirra netfang.“ Hún íhugar nú að koma þeim nöfnum sem hún er með til lögreglu þar sem það gæti hjálpað við rannsókn nýrri mála. „Nöfn á fyrrvernadi kaupendum geta hjálpað í nýjum málum. Ég er ekki ein um að íhuga það,“ segir hún en hún þekkir fleiri konur sem stunduðu vændi á Íslandi.Hundrað þúsund króna sekt bara „slap on the wrist“Þá er hún afar gagnrýnin á væga dóma sem vændiskaupendur hljóta og segir lítinn fælingarmátt í lögunum því að réttarhöld séu lokuð og kaupendur ekki nafngreindir. „Sektin eða dómurinn er bara svolítið „slap on the wrist“ finnst mér. Hundrað þúsund króna sekt eins og ég hef séð. Þá sleppir hann bara að kaupa sér vændi þrisvar sinnum. Ég upplifi eins og það sé litið á þessi brot sem mjög léttvæg og að þetta skipti ekki máli.“Með skilaboð til vændiskaupendaHún segist reglulega hitta gerendur sína á förnum vegi. Hvernig líður þér þegar þú rekst á þessa menn? „Hræðilega. Ég vil bara hverfa í götuna og það væri eiginlega best bara að flýja land til þess að þurfa ekki að rekast á þessa menn trekk í trekk og þurfa að rifja upp minningarnar.“ Konan segist enn vera að vinna í sínum málum. Vændisheimurinn sé hrottalegur. „Ég mun mögulega alla ævi vera að vinna í þessu máli og vinna í mér en vonandi einn daginn mun þetta ekki hafa eins mikil áhrif á líf mitt.Ég myndi vilja segja þeim mönnum sem keyptu aðgang að mér að þetta er ekki í lagi. Kynlíf er ekki mannréttindi og bara vinsamlegast hættið þessu. Þið eruð að meiða fólk.“Fimmtán íslenskar konur leita til Bjarkarhlíðar vegna vændis Hátt í fimmtán íslenskar konur leita árlega til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna vændis. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, segir að það taki konurnar oft langan tíma að opna sig um vændi. Þá óttast hún að væg refsing kaupenda hafi mjög takmarkaðan fælingarmátt. Erlendar vændiskonur leita sér síður aðstoðar hjá Bjarkarhlíð enda eru þær oft hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi og stoppa oft stutt á landinu. Konurnar sem leita til Bjarkarhlíðar vegna vændis eru íslenskar konur og hafa þær verið á bilinu tíu til fimmtán á ári. Þá leitar hluti hópsins til Stígamóta en Bjarkarhlíð er aðeins viðbót við þá þjónustu. Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta leituðu þrettán til þeirra í fyrsta sinn vegna vændis árið 2017. Gera má ráð fyrir öðrum eins fjölda árið 2018. Íslenska konan, sem var í viðtalinu hér áðan, leitaði til Bjarkarhlíðar og bað um aðstoð við að kæra mennina en þá kom í ljós að hún var of sein. „Hún fékk upplýsingar hjá lögreglunni og það kom þá í ljós að hennar mál voru fyrnd,“ segir Ragna Björg. Vændi ekkert annað en kynferðisofbeldi Ragna tekur undir með konunni um að tveggja ára fyrningarfrestur sé of skammur. „Oft eru konur sem kannski leita sér aðstoðar vegna vanlíðunar og annarra einkenna kynferðisofbeldis en nefna ekki vænda fyrr en það er búið að byggja upp traust og þær eru búnar að vera í viðtölum eða meðferðum í einhvern tíman,“ segir Ragna Björg sem er afar gagnrýnin á refsirammann. „Það er einungis árs fangelsi og síðan sekt en það sem ég óttast er að þessi takmarkaða refsing sem að er í boði að hún hafi ekki nógan fælingarmátt til að vinna með okkur í því að stöðva vændi,“ segir Ragna Björg. Það sé þó jákvætt að umræðan sé að þróast í þá átt að með því að kaupa vændi sé viðkomandi gerandi kynferðisofbeldis. „Þetta er ekkert annað en kynferðisbrot og ætti í raun að vera meiri tenging við þann refsiramma,“ segir Ragna Björg.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira