Geymdi bækurnar í Bónus í áratug Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2019 16:10 Þegar Illugi gerði sér ferð í Bónus á dögunum rann það upp fyrir honum að bókakassarnir voru fleiri en hann minnti. Illugi Jökulsson Fyrir áratug var heimili Illuga Jökulssonar rithöfundar að „drukkna“ í bókum. Eftir að hann grisjaði tilkomumikið bókasafn sitt gat hann þó ekki hugsað sér með neinu móti að henda bókunum. Illugi segir frá þessu á Facebook síðu sinni. Árið 2009 voru landsmenn að kljást við efnahagshrunið og Illugi gat ekki leyft sér að leigja geymslu undir bækurnar. Jóhannes Jónsson, heitinn, betur þekktur sem Jóhannes í Bónus, var á þessum tíma nýbúinn að opna Bónusverslun við Hallveigarstíg og brá Illugi á það ráð að spyrja Jóhannes hvort hann hefði aukapláss undir bækurnar sínar. Jóhannes varð við ósk Illuga og með hjálp húsvarðarins fékk Illugi að setja bókakassa í geymslu í kjallara hússins. Þar hafa bækurnar verið í áratug en sökum þess að verslunin Bónus lokar við Hallveigarstíg þurfti Illugi að sækja bókakassana sína. „Þær reyndust vera aðeins fleiri en mig minnti,“ skrifar Illugi. Aðspurður hvað hann hyggist gera við bækurnar segist Illugi þurfa að grisja safnið sitt enn á ný og koma hluta þeirra á góð heimili. Hann er þó viss um að hann muni finna ýmis „grundvallarrit“ eins og hann kemst sjálfur að orði enda mikill vinur bókarinnar. Þegar Illugi er spurður hvort hann eigi jafnvel enn stærra safn heima hjá sér svarar hann því til að honum hafi tekist að halda aftur að sér síðan þá.Hefur eitthvað, síðan þá, komið í stað bókarinnar?„Það mun aldrei neitt koma í stað bókarinnar,“ svarar Illugi fullur sannfæringar. Bókmenntir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Fyrir áratug var heimili Illuga Jökulssonar rithöfundar að „drukkna“ í bókum. Eftir að hann grisjaði tilkomumikið bókasafn sitt gat hann þó ekki hugsað sér með neinu móti að henda bókunum. Illugi segir frá þessu á Facebook síðu sinni. Árið 2009 voru landsmenn að kljást við efnahagshrunið og Illugi gat ekki leyft sér að leigja geymslu undir bækurnar. Jóhannes Jónsson, heitinn, betur þekktur sem Jóhannes í Bónus, var á þessum tíma nýbúinn að opna Bónusverslun við Hallveigarstíg og brá Illugi á það ráð að spyrja Jóhannes hvort hann hefði aukapláss undir bækurnar sínar. Jóhannes varð við ósk Illuga og með hjálp húsvarðarins fékk Illugi að setja bókakassa í geymslu í kjallara hússins. Þar hafa bækurnar verið í áratug en sökum þess að verslunin Bónus lokar við Hallveigarstíg þurfti Illugi að sækja bókakassana sína. „Þær reyndust vera aðeins fleiri en mig minnti,“ skrifar Illugi. Aðspurður hvað hann hyggist gera við bækurnar segist Illugi þurfa að grisja safnið sitt enn á ný og koma hluta þeirra á góð heimili. Hann er þó viss um að hann muni finna ýmis „grundvallarrit“ eins og hann kemst sjálfur að orði enda mikill vinur bókarinnar. Þegar Illugi er spurður hvort hann eigi jafnvel enn stærra safn heima hjá sér svarar hann því til að honum hafi tekist að halda aftur að sér síðan þá.Hefur eitthvað, síðan þá, komið í stað bókarinnar?„Það mun aldrei neitt koma í stað bókarinnar,“ svarar Illugi fullur sannfæringar.
Bókmenntir Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent