Málum skilríkjalausra fjölgar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2019 13:16 Skilríkjamálum á borði flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum hefur snarfjölgað. vísir/ernir Færst hefur í aukana að fólk komi skilríkjalaust til landsins. Skilríkjasérfræðingur flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum segir hluta hópsins komast óséðan inn í landið og stunda hér brotastarfsemi. Nýlega var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að talsverð fjölgun hafi orðið á fölsuðum skilríkjum sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt bráðabirgðatölum embættisins komu 98 skilríkjamál upp árið 2018 en þau voru 62 árið 2016 og 30 árið 2015. Þá hefur beiðnum um skilríkjarannsóknir til sérfræðinga embættisins frá öðrum embættum á höfuðborgarsvæðinu, einnig fjölgað mikið á nýliðnu ári. Þetta sýnir að meira sé um fölsuð skilríki í umferð á landinu. Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins, sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum landsins innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að á nýliðnu ári hafi einnig orðið mikil fjölgun á fólki sem komi hingað skilríkjalaust. „Við erum að hafa afskipti af fleirum og fleirum í flugstöðinni sem eru án skilríkja. Ég veit til þess að þær tölur eru líka að hækka hjá þeim sem starfa inn í landinu, til dæmis lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eiríkur Hafberg. Hann segir fólkið oft greina frá því í yfirheyrslu að þegar það hafi lagt af stað í ferðalagið hafi það verið með fölsuð skilríki sem það hafi svo fargað. „Það segir ég fékk fölsuð skilríki áður en ég lagði af stað. Þannig margt af þessu fólki sem við erum að hafa afskipti af það lagði af stað með fölsuð skilríki þannig að brotastarfsemi falsaðra skilríkja liggur þar að baki,“ segir Eiríkur. Aðspurður um ástæður þess að fólk ferðist hingað án skilríkja segir Eiríkur margt koma til greina. „Vissulega eru margir að koma og biðja um alþjóðlega vernd en svo eru margir líka sem eru að koma hingað til að taka þátt í brotastarfsemi. Svartri atvinnu og svo framvegis,“ segir Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglumál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
Færst hefur í aukana að fólk komi skilríkjalaust til landsins. Skilríkjasérfræðingur flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum segir hluta hópsins komast óséðan inn í landið og stunda hér brotastarfsemi. Nýlega var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að talsverð fjölgun hafi orðið á fölsuðum skilríkjum sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt bráðabirgðatölum embættisins komu 98 skilríkjamál upp árið 2018 en þau voru 62 árið 2016 og 30 árið 2015. Þá hefur beiðnum um skilríkjarannsóknir til sérfræðinga embættisins frá öðrum embættum á höfuðborgarsvæðinu, einnig fjölgað mikið á nýliðnu ári. Þetta sýnir að meira sé um fölsuð skilríki í umferð á landinu. Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins, sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum landsins innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að á nýliðnu ári hafi einnig orðið mikil fjölgun á fólki sem komi hingað skilríkjalaust. „Við erum að hafa afskipti af fleirum og fleirum í flugstöðinni sem eru án skilríkja. Ég veit til þess að þær tölur eru líka að hækka hjá þeim sem starfa inn í landinu, til dæmis lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eiríkur Hafberg. Hann segir fólkið oft greina frá því í yfirheyrslu að þegar það hafi lagt af stað í ferðalagið hafi það verið með fölsuð skilríki sem það hafi svo fargað. „Það segir ég fékk fölsuð skilríki áður en ég lagði af stað. Þannig margt af þessu fólki sem við erum að hafa afskipti af það lagði af stað með fölsuð skilríki þannig að brotastarfsemi falsaðra skilríkja liggur þar að baki,“ segir Eiríkur. Aðspurður um ástæður þess að fólk ferðist hingað án skilríkja segir Eiríkur margt koma til greina. „Vissulega eru margir að koma og biðja um alþjóðlega vernd en svo eru margir líka sem eru að koma hingað til að taka þátt í brotastarfsemi. Svartri atvinnu og svo framvegis,“ segir Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögreglumál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira