Vettvangsferð verður farin á Búlluna í máli gegn lögreglumanni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. janúar 2019 06:45 Skýrsla réttarmeinafræðings um orsök áverkanna styður lýsingu í ákæru og framburður sjónarvotta við Búlluna einnig. Fréttablaðið/GVA Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær í máli lögreglumanns sem ákærður hefur verið vegna handtöku við Hamborgarabúlluna í Kópavogi vorið 2017, en hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. Ekki bar öllum sem gáfu skýrslu fyrir dómi saman um hvort lögreglumaðurinn skellti hurð lögreglubílsins af afli á fót eða fætur hins handtekna eða hvort hann eins og byggt er á í ákæru beitti eingöngu lögreglukylfu á fætur mannsins eins og hann hélt sjálfur fram fyrir dómi. Með tilliti til breytilegs framburðar vitna og ólíks sjónarhorns sem sjónarvottar höfðu af atburðum ákvað dómari að farin skuli vettvangsferð að Hamborgarabúllunni í Kópavogi og atburðirnir sviðsettir í því skyni að varpa betra ljósi á framburð vitna af því sem gerðist. Skýrsla réttarmeinafræðings um orsök áverkanna styður lýsingu í ákæru og framburður sjónarvotta við Búlluna einnig. Einn þeirra sagði engan vafa leika á því að fætur mannsins hefðu verið milli stafs og hurðar þegar hurðinni var skellt á fætur mannsins en kylfu hefði einnig verið beitt. „Þetta var ítrekað, bæði kylfan og hurðin. Ég var ekkert að telja [höggin] en þetta var ítrekað.“ Lögreglumaðurinn sagði sjálfur í sinni skýrslu að notkun piparúða hafi ekki verið möguleg inni í bílnum og hann því gripið til kylfunnar eins og verklag geri ráð fyrir til að koma fótum mannsins inn í bílinn. Hann sagðist telja að fótbrotin hefðu komið til af þriðja kylfuhögginu og spörkum mannsins sjálfs í innréttingu bílhurðarinnar. Hann sagðist aldrei hafa séð fætur mannsins fyrir utan bílinn þegar hann reyndi að loka dyrunum. Yfirmaður hins ákærða hjá lögreglunni kom einnig fyrir dóm og kvað ákærða hafa brugðist hárrétt við með notkun kylfunnar og ákvörðun um að grípa til hennar hefði verið í samræmi við verklagsreglur um valdbeitingu hjá lögreglunni. Vettvangsferð dómara að Hamborgarabúllunni verður farin í næstu viku og verður aðalmeðferð framhaldið að henni lokinni. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Lögreglumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær í máli lögreglumanns sem ákærður hefur verið vegna handtöku við Hamborgarabúlluna í Kópavogi vorið 2017, en hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. Ekki bar öllum sem gáfu skýrslu fyrir dómi saman um hvort lögreglumaðurinn skellti hurð lögreglubílsins af afli á fót eða fætur hins handtekna eða hvort hann eins og byggt er á í ákæru beitti eingöngu lögreglukylfu á fætur mannsins eins og hann hélt sjálfur fram fyrir dómi. Með tilliti til breytilegs framburðar vitna og ólíks sjónarhorns sem sjónarvottar höfðu af atburðum ákvað dómari að farin skuli vettvangsferð að Hamborgarabúllunni í Kópavogi og atburðirnir sviðsettir í því skyni að varpa betra ljósi á framburð vitna af því sem gerðist. Skýrsla réttarmeinafræðings um orsök áverkanna styður lýsingu í ákæru og framburður sjónarvotta við Búlluna einnig. Einn þeirra sagði engan vafa leika á því að fætur mannsins hefðu verið milli stafs og hurðar þegar hurðinni var skellt á fætur mannsins en kylfu hefði einnig verið beitt. „Þetta var ítrekað, bæði kylfan og hurðin. Ég var ekkert að telja [höggin] en þetta var ítrekað.“ Lögreglumaðurinn sagði sjálfur í sinni skýrslu að notkun piparúða hafi ekki verið möguleg inni í bílnum og hann því gripið til kylfunnar eins og verklag geri ráð fyrir til að koma fótum mannsins inn í bílinn. Hann sagðist telja að fótbrotin hefðu komið til af þriðja kylfuhögginu og spörkum mannsins sjálfs í innréttingu bílhurðarinnar. Hann sagðist aldrei hafa séð fætur mannsins fyrir utan bílinn þegar hann reyndi að loka dyrunum. Yfirmaður hins ákærða hjá lögreglunni kom einnig fyrir dóm og kvað ákærða hafa brugðist hárrétt við með notkun kylfunnar og ákvörðun um að grípa til hennar hefði verið í samræmi við verklagsreglur um valdbeitingu hjá lögreglunni. Vettvangsferð dómara að Hamborgarabúllunni verður farin í næstu viku og verður aðalmeðferð framhaldið að henni lokinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Lögreglumál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira