Erlent

Mestu mótmæli í Súdan í manna minnum

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælin hófust í síðasta mánuði vegna bágrar stöðu efnahagsmála í landinu.
Mótmælin hófust í síðasta mánuði vegna bágrar stöðu efnahagsmála í landinu. AP
Til átaka kom milli öryggislögreglu og mótmælenda í súdönsku höfuðborginni Kartúm í dag. Bylgja mótmæla, sem hefur verið lýst sem þeim mestu í landinu í manna minnum, gengur nú yfir í landinu.

BBC  segir frá því að óeirðalögregla hafi beitt táragasi til að leysa upp fjölmennar mótmælasamkomur, en þær eru sagðar hafa átt sér stað á fimmtíu stöðum í landinu hið minnsta.

Mótmælin hófust í síðasta mánuði vegna bágrar stöðu efnahagsmála í landinu, en mótmælendur þrýsta nú á afsögn forsetans Omar al-Bashir.

Talsmenn yfirvalda segja að 26 hafi látið í lífið í mótmælunum til þessa, en mannréttindasamtök segja fjöldann hærri.

Omar al-Bashir hefur gegnt embætti forseta Súdan frá árinu 1989.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×