Gagnrýna að ekki eigi að leiðrétta skerðingar að fullu Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2019 14:03 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi þessi mál vandlega. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins spurðu félagasmálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig staðið verði að leiðréttingum skerðinga bóta elli- og örorkulífeyrisþega vegna búsetu þeirra í öðrum löndum. En umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að Tryggingastofnun hefði í um áratug rangtúlkað lög og EES reglugerð um samræmingu almannatrygginga og þar með skert bætur þessara hópa vegna búsetu í útlöndum með ólögmætum hætti. „Afleiðingarnar af þessu að eru að mikill fjöldi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur þurft að búa við ólögmætar skerðingar að hálfu ríkisins. Íslenska ríkið hefur ólöglega skert tekjulægsta hópinn á Íslandi um marga milljarða,” segir Halldóra. Sumir þeirra sem skerðingarnar hafi bitnað á hafi þurft að búa í fjötrum fátæktar í mörg ár á bótum sem varla dugi fyrir mat hvað þá húsnæðiskostnaði. Tryggingastofnun boði breytingar á framkvæmd mála um mánaðarmótin og síðan verði farið í að meta mál hvers og eins. „Hvenær munu örorkulífeyrisþegar fá endurgreitt það sem skert hefur verið ólöglega undanfarin á rog áratugi? Þá er upp skýr krafa frá hagsmunasamtökum örorkulífeyrisþega að greitt verði tíu ár aftur í tímann. Mun ráðherra gera það,” spurði Halldóra. Ásmundur Einar Daðason sagði Tryggingastofnun vera að skoða þessi mál en niðurstaða lægi ekki ekki fyrir. Stofnunin væri að skoða fjögur ár aftur í tímann varðandi leiðréttingar en ekki tíu. Halldóra var ekki sátt við þessi svör. „Nú talar ráðherra um fjögur ár. og það hefur komið í ljós að það er verið að bera fyrir sig fyrningu. Þetta sé fyrnt og þess vegan sé ekki farið tíu ár aftur í tímann eins og hagsmunasamtök eru að fara fram á. Er ráðherra skylt að bera fyrir sig fyrningu eða er þetta bara ákvörðun,” segir Halldóra. „Það er mikilvægt að fara vel yfir málið til að hafa það algerlega rétt núna hvernig brugðist verður við. Í öðru lagi er mikilvægt að það fari fram samtal á milli félagasmálaráðuneytisins og fjármálavaldsins og fjármálaráðuneytisins um hvernig brugðist skuli við þessu bæði til framtíðar og á leiðréttingunni afturvirkt,” sagði Ásmundur Einar Daðason. Alþingi Félagsmál Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Sjá meira
Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi þessi mál vandlega. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins spurðu félagasmálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig staðið verði að leiðréttingum skerðinga bóta elli- og örorkulífeyrisþega vegna búsetu þeirra í öðrum löndum. En umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að Tryggingastofnun hefði í um áratug rangtúlkað lög og EES reglugerð um samræmingu almannatrygginga og þar með skert bætur þessara hópa vegna búsetu í útlöndum með ólögmætum hætti. „Afleiðingarnar af þessu að eru að mikill fjöldi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur þurft að búa við ólögmætar skerðingar að hálfu ríkisins. Íslenska ríkið hefur ólöglega skert tekjulægsta hópinn á Íslandi um marga milljarða,” segir Halldóra. Sumir þeirra sem skerðingarnar hafi bitnað á hafi þurft að búa í fjötrum fátæktar í mörg ár á bótum sem varla dugi fyrir mat hvað þá húsnæðiskostnaði. Tryggingastofnun boði breytingar á framkvæmd mála um mánaðarmótin og síðan verði farið í að meta mál hvers og eins. „Hvenær munu örorkulífeyrisþegar fá endurgreitt það sem skert hefur verið ólöglega undanfarin á rog áratugi? Þá er upp skýr krafa frá hagsmunasamtökum örorkulífeyrisþega að greitt verði tíu ár aftur í tímann. Mun ráðherra gera það,” spurði Halldóra. Ásmundur Einar Daðason sagði Tryggingastofnun vera að skoða þessi mál en niðurstaða lægi ekki ekki fyrir. Stofnunin væri að skoða fjögur ár aftur í tímann varðandi leiðréttingar en ekki tíu. Halldóra var ekki sátt við þessi svör. „Nú talar ráðherra um fjögur ár. og það hefur komið í ljós að það er verið að bera fyrir sig fyrningu. Þetta sé fyrnt og þess vegan sé ekki farið tíu ár aftur í tímann eins og hagsmunasamtök eru að fara fram á. Er ráðherra skylt að bera fyrir sig fyrningu eða er þetta bara ákvörðun,” segir Halldóra. „Það er mikilvægt að fara vel yfir málið til að hafa það algerlega rétt núna hvernig brugðist verður við. Í öðru lagi er mikilvægt að það fari fram samtal á milli félagasmálaráðuneytisins og fjármálavaldsins og fjármálaráðuneytisins um hvernig brugðist skuli við þessu bæði til framtíðar og á leiðréttingunni afturvirkt,” sagði Ásmundur Einar Daðason.
Alþingi Félagsmál Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Sjá meira