Þegar Boston Celtics flutti næstum því félagið til Long Island Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 06:00 Larry Bird við hlið Michael Jordan í stjörnuleik NBA árið 1990. Vísir/Getty Atvinnumannafélögin í Bandaríkjunum eiga það til að flytja búferlum og flakka jafnvel landshorna á milli. Ein besta næstum því sagan um slíka flutninga snýr að liði Boston Celtics eins ótrúlegt og það hljómar. Ef eitthvað félag á heima í einhverri borg í Bandaríkjunum þá eru það lið Celtics í Boston. En félagið var mögulega á leiðinni frá Boston á áttunda áratugnum þegar New York búinn Woody Erdman eignaðist félagið. Boston Celtics var þá búið að vinna ellefu meistaratitla á þrettán árum og var stórveldi í NBA-deildinni. Það var því talsverð fyrirstaða fyrir því að flytja félagið eins og er alltaf í slíkum málum. Engin borg vill missa sitt félag þótt margar hafi nú gert það á síðustu áratugum. Jim Baumbach skrifaði athyglisverða grein á Newsday-vefinn þegar hann skoðaði þá nánar hversu litluð munaði að Boston Celtics breyttist í Long Island Celtics.That time the @celtics almost moved to Long Island https://t.co/LBevvTVQbk via @jimbaumbachpic.twitter.com/9uOgexdaca — Newsday Sports (@NewsdaySports) January 23, 2019Árið var 1970 og Woody Erdman átti bæði körfuboltafélagið Boston Celtics og íshokkífélagið Oakland Seals. Hans draumur var að nýta sér nýja íþróttahöll á Long Island og flytja fyrrnefnd félög þangað. „Long Island er þéttbyggð eyja við austurströnd Bandaríkjanna sem nær frá New York-höfn austur út í Atlantshafið. Á eyjunni eru fjórar sýslur sem heyra undir New York-fylki: Kings, Queens (sem eru borgarhlutarnir Brooklyn og Queens í New York-borg), Nassau og Suffolk. Í daglegu tali nota margir New York-búar orðið „Long Island“ yfir sýslunum Nassau og Suffolk sem svipar frekar til úthverfa en borgarhluta,“ segir um Long Island á Wikipediu. „Ég er New York maður og það er fullkomlega eðlilegt að ég vilji að mín félög spili í New York. Ég vil að mín liði spili í okkar Coliseum,“ sagði Woody Erdman og er þar að tala um Nassau Coliseum sem þá var í byggingu. Jim Baumbach gróf upp greinar um málið frá þessum tíma og þar var meðal annars verið að bera mögulega flutning undir leikmenn Boston Celtics eins og Don Chaney. Don Chaney átti seinna eftir að þjálfa lið New York Knicks. „Það hljómar bara ekki rétt að breytast í Long Island Celtics,“ sagði Don Chaney. Það varð hins vegar ekker að því að Boston Celtics færi frá Boston. Liðið er þar ennþá og Woody Erdman átti það bara frá 1969 til 1971 en þá fór hann á hausinn og Boston Celtics fór aftur til fyrri eiganda. Nassau Coliseum opnaði 1972 og New York Nets spilaði þar frá 1972 til 1977. NBA G-deildarliðið Long Island Nets spilar þar í dag. Boston Celtics hélt áfram að vera í Boston og vann sex titla til viðbótar. Tíu árum síðar mætti Larry Bird á svæðið og breytti umhverfi NBA-deildarinnar með Magic Johnson og Lakers á níunda áratugnum. Það má finna meira um þetta mál í fróðlegri grein Jim Baumbach sem sjá má hér. NBA Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Atvinnumannafélögin í Bandaríkjunum eiga það til að flytja búferlum og flakka jafnvel landshorna á milli. Ein besta næstum því sagan um slíka flutninga snýr að liði Boston Celtics eins ótrúlegt og það hljómar. Ef eitthvað félag á heima í einhverri borg í Bandaríkjunum þá eru það lið Celtics í Boston. En félagið var mögulega á leiðinni frá Boston á áttunda áratugnum þegar New York búinn Woody Erdman eignaðist félagið. Boston Celtics var þá búið að vinna ellefu meistaratitla á þrettán árum og var stórveldi í NBA-deildinni. Það var því talsverð fyrirstaða fyrir því að flytja félagið eins og er alltaf í slíkum málum. Engin borg vill missa sitt félag þótt margar hafi nú gert það á síðustu áratugum. Jim Baumbach skrifaði athyglisverða grein á Newsday-vefinn þegar hann skoðaði þá nánar hversu litluð munaði að Boston Celtics breyttist í Long Island Celtics.That time the @celtics almost moved to Long Island https://t.co/LBevvTVQbk via @jimbaumbachpic.twitter.com/9uOgexdaca — Newsday Sports (@NewsdaySports) January 23, 2019Árið var 1970 og Woody Erdman átti bæði körfuboltafélagið Boston Celtics og íshokkífélagið Oakland Seals. Hans draumur var að nýta sér nýja íþróttahöll á Long Island og flytja fyrrnefnd félög þangað. „Long Island er þéttbyggð eyja við austurströnd Bandaríkjanna sem nær frá New York-höfn austur út í Atlantshafið. Á eyjunni eru fjórar sýslur sem heyra undir New York-fylki: Kings, Queens (sem eru borgarhlutarnir Brooklyn og Queens í New York-borg), Nassau og Suffolk. Í daglegu tali nota margir New York-búar orðið „Long Island“ yfir sýslunum Nassau og Suffolk sem svipar frekar til úthverfa en borgarhluta,“ segir um Long Island á Wikipediu. „Ég er New York maður og það er fullkomlega eðlilegt að ég vilji að mín félög spili í New York. Ég vil að mín liði spili í okkar Coliseum,“ sagði Woody Erdman og er þar að tala um Nassau Coliseum sem þá var í byggingu. Jim Baumbach gróf upp greinar um málið frá þessum tíma og þar var meðal annars verið að bera mögulega flutning undir leikmenn Boston Celtics eins og Don Chaney. Don Chaney átti seinna eftir að þjálfa lið New York Knicks. „Það hljómar bara ekki rétt að breytast í Long Island Celtics,“ sagði Don Chaney. Það varð hins vegar ekker að því að Boston Celtics færi frá Boston. Liðið er þar ennþá og Woody Erdman átti það bara frá 1969 til 1971 en þá fór hann á hausinn og Boston Celtics fór aftur til fyrri eiganda. Nassau Coliseum opnaði 1972 og New York Nets spilaði þar frá 1972 til 1977. NBA G-deildarliðið Long Island Nets spilar þar í dag. Boston Celtics hélt áfram að vera í Boston og vann sex titla til viðbótar. Tíu árum síðar mætti Larry Bird á svæðið og breytti umhverfi NBA-deildarinnar með Magic Johnson og Lakers á níunda áratugnum. Það má finna meira um þetta mál í fróðlegri grein Jim Baumbach sem sjá má hér.
NBA Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira