Reikningur þriggja ára dótturinnar tæmdur vegna „mannlegra mistaka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 12:31 Solveig Rut og Björgvin Örn, foreldrar þriggja ára eiganda reikningsins. Mynd/Aðsend Átján ára drengur setti sig í samband við Solveigu Ruth Sigurðardóttur í fyrradag og tjáði henni að þriggja ára dóttir hennar hefði millifært hundrað þúsund krónur á reikning hans. Þetta kom Solveigu vitanlega mjög á óvart en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að reikningi dótturinnar hafði verið lokað fyrir mistök. Viðskiptabanki mæðgnanna, Íslandsbanki, harmar mistökin. Solveig greindi frá málinu á Facebook í gær en færslan hefur vakið mikla athygli. Solveig segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið eftir neinu fyrr en ungi maðurinn hringdi, enda kíki hún tiltölulega sjaldan inn á reikning dótturinnar. „En svo fengum við símtal frá ungum strák sem segist hafa fengið millifærslu frá dóttur okkar og honum fyndist það eitthvað skrýtið, því hann hafi tekið eftir því að hún væri ekki nema þriggja ára gömul. Við þekkjum hann ekki neitt og hann er bara ótrúlega heiðarlegur að hafa hringt í okkur,“ segir Solveig, og færir drengnum bestu þakkir fyrir að hafa haft samband vegna málsins. „Við hefðum kannski annars ekki komist að þessu fyrr en næst þegar ég ætlaði að leggja inn á hana. Og ég veit ekkert hvort þetta gerðist þennan sama dag eða hvort það var liðin vika eða tvær, ég hef ekki hugmynd.“Óþægilegt að vita til þess að hægt sé að eyða reikningi Eftir ábendinguna frá drengnum kíkti Solveig inn á heimabankann og sá að þar var ekkert lengur í nafni dóttur hennar. Hún hringdi svo í bankann í gærmorgun og spurðist fyrir um málið. Starfsmaðurinn sem svaraði henni fann engan reikning undir kennitölu dótturinnar. „Ég gaf henni kennitöluna hjá stráknum sem hringdi í okkur og þá gátu þau staðfest að það var vissulega komin millifærsla frá dóttur minni, þó að reikningurinn hennar væri ekki lengur til. Þau voru rosa fljót að leysa þetta, ég held það hafi verið hringt í mig hálftíma seinna, og þá voru peningarnir komnir aftur á sinn stað.“ „Þetta var óþægilegt að vita, að það sé hægt að eyða óvart út reikningi, af því að ég hef til dæmis ekki aðgang að því að tæma hann núna. Hann er læstur.“ Solveig segist hafa fengið þær skýringar frá bankanum í gær að um hefði verið að ræða mannleg mistök. Það var þó ekki útskýrt frekar fyrir henni fyrr en upplýsingafulltrúi Íslandsbanka hafði samband við hana í gær. Þá hyggst Solveig leita enn frekari skýringa frá bankanum í dag.Sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi Ekki náðist í Eddu Hermannsdóttur upplýsingafulltrúa Íslandsbanka við vinnslu þessarar fréttar. Hún útskýrði málið í samtali við Fréttablaðið í morgun og sagði að um hefði verið að ræða „röð mannlegra mistaka“. Fréttablaðið hefur eftir Eddu að dóttir Solveigar og drengurinn hafi verið með sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi. Reikningi dótturinnar hafi óvart verið lokað í stað reikningsins hjá drengnum þegar vitlaust útibúsnúmer var stimplað inn. Þá ítrekaði hún að þó að reikningi sé eytt þá sé enn aðgengileg viðskiptasaga hjá bankanum, sem starfsmaðurinn sem Solveig ræddi fyrst við virðist ekki hafa fundið. Mjög óvenjulegt sé að svona nokkuð gerist í bankanum og harmar hann mistökin. Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Átján ára drengur setti sig í samband við Solveigu Ruth Sigurðardóttur í fyrradag og tjáði henni að þriggja ára dóttir hennar hefði millifært hundrað þúsund krónur á reikning hans. Þetta kom Solveigu vitanlega mjög á óvart en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að reikningi dótturinnar hafði verið lokað fyrir mistök. Viðskiptabanki mæðgnanna, Íslandsbanki, harmar mistökin. Solveig greindi frá málinu á Facebook í gær en færslan hefur vakið mikla athygli. Solveig segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið eftir neinu fyrr en ungi maðurinn hringdi, enda kíki hún tiltölulega sjaldan inn á reikning dótturinnar. „En svo fengum við símtal frá ungum strák sem segist hafa fengið millifærslu frá dóttur okkar og honum fyndist það eitthvað skrýtið, því hann hafi tekið eftir því að hún væri ekki nema þriggja ára gömul. Við þekkjum hann ekki neitt og hann er bara ótrúlega heiðarlegur að hafa hringt í okkur,“ segir Solveig, og færir drengnum bestu þakkir fyrir að hafa haft samband vegna málsins. „Við hefðum kannski annars ekki komist að þessu fyrr en næst þegar ég ætlaði að leggja inn á hana. Og ég veit ekkert hvort þetta gerðist þennan sama dag eða hvort það var liðin vika eða tvær, ég hef ekki hugmynd.“Óþægilegt að vita til þess að hægt sé að eyða reikningi Eftir ábendinguna frá drengnum kíkti Solveig inn á heimabankann og sá að þar var ekkert lengur í nafni dóttur hennar. Hún hringdi svo í bankann í gærmorgun og spurðist fyrir um málið. Starfsmaðurinn sem svaraði henni fann engan reikning undir kennitölu dótturinnar. „Ég gaf henni kennitöluna hjá stráknum sem hringdi í okkur og þá gátu þau staðfest að það var vissulega komin millifærsla frá dóttur minni, þó að reikningurinn hennar væri ekki lengur til. Þau voru rosa fljót að leysa þetta, ég held það hafi verið hringt í mig hálftíma seinna, og þá voru peningarnir komnir aftur á sinn stað.“ „Þetta var óþægilegt að vita, að það sé hægt að eyða óvart út reikningi, af því að ég hef til dæmis ekki aðgang að því að tæma hann núna. Hann er læstur.“ Solveig segist hafa fengið þær skýringar frá bankanum í gær að um hefði verið að ræða mannleg mistök. Það var þó ekki útskýrt frekar fyrir henni fyrr en upplýsingafulltrúi Íslandsbanka hafði samband við hana í gær. Þá hyggst Solveig leita enn frekari skýringa frá bankanum í dag.Sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi Ekki náðist í Eddu Hermannsdóttur upplýsingafulltrúa Íslandsbanka við vinnslu þessarar fréttar. Hún útskýrði málið í samtali við Fréttablaðið í morgun og sagði að um hefði verið að ræða „röð mannlegra mistaka“. Fréttablaðið hefur eftir Eddu að dóttir Solveigar og drengurinn hafi verið með sama reikningsnúmer en hvort í sínu útibúi. Reikningi dótturinnar hafi óvart verið lokað í stað reikningsins hjá drengnum þegar vitlaust útibúsnúmer var stimplað inn. Þá ítrekaði hún að þó að reikningi sé eytt þá sé enn aðgengileg viðskiptasaga hjá bankanum, sem starfsmaðurinn sem Solveig ræddi fyrst við virðist ekki hafa fundið. Mjög óvenjulegt sé að svona nokkuð gerist í bankanum og harmar hann mistökin.
Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent