Frestun barneigna hefur ýmsar afleiðingar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2019 06:30 Vísir/Getty „Við fáum til okkar konur komnar um og yfir fertugsaldurinn sem átta sig ekki á því að það er mun erfiðara að verða þunguð á þessum aldri en þegar þær voru yngri,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, fæðingar og kvensjúkdómalæknir. Ragnhildur og Signý Hersisdóttir fósturfræðingur starfa hjá Livio Reykjavík sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í tæknifrjóvgunum. Þær segja það alvarlegt ef konur þekkja ekki eigin lífsklukku þegar kemur að barneignum. Það er líka meiri áhætta fyrir móður og barn að ganga með og eiga eftir fertugt. Konur og pör sem vilja verða þunguð leita gjarnan til þeirra of seint. Það getur tekið verulega á að fá þær fréttir að hafa „misst af lestinni“. „Einhverjar vita að þær eru að falla á tíma en margar einfaldlega hafa ekki hugmynd um það. Þarna skortir fræðslu. Þetta er mikilvægt málefni og afar brýnt að fólk sé meðvitað um þetta. Það hefur alltaf verið talað svo mikið um getnaðarvarnir og að vera ekki of snemma í því að eignast börn. Fyrst þurfi að klára námið, koma undir sig fótunum, eignast íbúð og þar fram eftir götunum. En meðalkona er kannski að klára námið sitt eða vinna upp sinn starfsferil upp úr 35 ára og eignast ekki íbúð fyrr en 38 ára og ef við ætlum að bíða eftir þessu þá er það orðið of seint. Getnaðarvarnirnar eru vissulega nauðsynlegar og það að þungunum hjá unglingsstúlkum hefur fækkað, það er að bera árangur en þetta þarf að haldast í hendur – fræðsla um getnaðarvarnir og frjósemisaldur.“ Signý tekur undir. „Það skortir vissulega fræðslu og við viljum að henni sé komið inn hjá framhaldsskólum og í háskólum. Við þurfum að auka fræðslu og upplýsingar um frjósemisaldur, þunganir, kynlíf og hvernig mannslíkaminn virkar,“ segir Signý. „En það er margt sem spilar inn í minni frjósemi, t.d. offita hjá konum. Íslendingar eiga ákveðið met í því. Við erum Ameríka norðursins. Frjósemi minnkar með offitu og truflar hún tíðahringinn og hefur bein áhrif á eggin okkar. Tímasetningin hefur áhrif, það þekkja ekki allar konur tíðahringinn sinn og hvenær er best að reyna þungun. Lífsstíll, reykingar, áfengi og eiturlyf hafa sitt að segja og t.d. hefur kannabis mikil áhrif á sæði og getur minnkað framleiðslu. Einnig ýmsir sjúkdómar eins og legslímuflakk, blöðrur á eggjastokkum og fleira. Stórir áhrifaþættir eru þyngd og aldur. Svo er ákveðinn hópur af fólki eða hátt í 20% sem eru með óútskýrða ófrjósemi sem við fáum eflaust fleiri skýringar á í framtíðinni“. Eggjagjafir eru oft eina leiðin til að ná þungun en þar sem þjóðin er fámenn er oft rykkjótt framboð af eggjagjöfum. „Við erum fá. Öll umfjöllun veldur því að við fáum inn eggjagjafa en svo dettur allt niður inn á milli. Það er krónískþörf fyrir eggjagjafir,“ segir Ragnhildur. Þær segja að umræðuefnið hafi í gegnum tíðina verið ákveðið feimnis mál en nú sé minnkandi frjósemi orðin alþjóðlegt vandamál og Íslendingar hafi sofið á verðinum. „Iðnvæddu ríkin eru fyrst og fremst að horfast í augu við þennan vanda, að fæðingartíðni sé lág. En við Íslendingar eru svolítið seinir að vakna og þurfum að fara að líta þetta alvarlegum augum. Það á ekki að vera feimnismál að ræða frjósemi. Ef fólk þarf hjálp þá er í lagi að tala um það.“ Í nýrri reglugerð sem tók gildi á Alþingi um áramót er kveðið á um að sjúkratryggingar muni nú niðurgreiða 5% af fyrsta skipti í tæknifrjóvgun, 30% af öðru skipti en engin niðurgreiðsla er á meðferð þrjú og fjögur, ólíkt því sem áður var. Áður var fyrsta meðferðin ekkert niðurgreidd en meðferð tvö, þrjú og fjögur var niðurgreidd um helming. Nú mun hins vegar fólki með illkynja sjúkdóma sem hafa áhrif á frjósemi bjóðast 65% niðurgreiðsla á meðferðum í þeim tilgangi að frysta og geyma kynfrumur. Heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í byrjun janúar að einungis væri um tilfærslu fjármagns að ræða innan þessa málaflokks. „Það er verið að færa fjármagn frá hópnum sem er í verulegum erfiðleikum og þarf að koma endurtekið í meðferð yfir í nýjan hóp af fólki sem að okkar mati ætti að vera utan við þennan pott. Fólk sem þarf að frysta kynfrumur vegna yfirvofandi sjúkdóma og meðferða vegna þeirra hefur hingað til ekki getað gengið að greiðsluþátttöku og er fagnaðarefni að það sé komið á,“ segir Ragnhildur. „En þetta verður til þess að fólk frestar meðferðum, þarf að endurhugsa málið eða hreinlega hætta við. Okkur finnst þetta ekki góð þróun. Það sem þarf að gera er að reikna út hve miklu hver nýr einstaklingur skilar til samfélagsins í krónum og aurum. Hefur þetta verið gert og leitt til þess að svona meðferðir eru gjaldfrjálsar að mörgu leyti í Danmörku, Svíþjóð og víðar. Einnig er hlúð að barnafólki í formi skattaafsláttar, með greiðslum eða öðru. Þarna er verið að hugsa til lengri tíma.“ Glansmyndir í fjölmiðlum Víða í fjölmiðlum hefur verið fjallað um stórstjörnur sem eignast börn langt fram eftir aldri. Þar á meðal eru leikkonur á borð við Halle Berry, Janet Jackson og fleiri. „Þarna er verið að hampa konum fyrir að eignast börn seint en það kemur aldrei fram að notast hafi verið við tæknifrjóvganir,“ segir Ragnhildur. „Konur komnar yfir fimmtugt hafa ekki annað val en að fá gjafaegg. Það er alveg á hreinu að þarna hefur ekki náttúrulegur getnaður átt sér stað. Þetta gefur mjög röng skilaboð.“ Egg og sæði hrörna með aldrinum Konur fæðast með öll eggin sín og þeim byrjar að fækka strax á fósturskeiði. „Þetta er auðvitað misjafnt eftir konum eins og gengur og gerist en þetta er ákveðin þumalputtaregla. Þegar við verðum kynþroska eru um það bil 10% eftir af þeim. Svo fer brot af eggjunum af stað í hverjum tíðahring og svo eyðast þau. Meirihlutinn skemmist út af umhverfisáhrifum eða bara í gegnum tímann og vegna aldurs,“ segir Signý. „Það sem virðist samt vera rauði þráðurinn í þessu er það að eggin eru á sama lífeðlisfræðilega hraða og fyrir hundrað árum síðan. Þó að konur lifi lengur í dag og séu ungar lengur ásamt því að lifa allt öðruvísi lífi, þá haldast eggin ekki í takt við það. Upp úr 34, 35 ára aldri byrjar frjósemin að dvína hratt,“ segir Ragnhildur. Ef tölfræði um frjósemi og fósturlát er skoðuð sést að kúrvur fara að skerast í kringum 35 ára aldur hjá konum og hraða á sér. Frjósemin minnkar og fósturlátin fara að aukast, sem endurspeglar skemmdir í eggjum. „Það tekur konur lengri og lengri tíma að verða þungaðar og þær missa frekar fóstur. Flestir þekkja orðið að Downs-heilkenni verður algengara með aldrinum og það er bara ein af þeim líffræðilegu skemmdum sem verða á eggjunum með aldri.“ Svipaða sögu er að segja með sæðisfrumurnar. Þó að karlar framleiði sæði jafnóðum þá eru þær framleiddar úr stofnfrumum sem verða einnig til í móðurkviði. Afraksturinn með árunum verður því alltaf lélegri og lélegri. „Aldurinn hefur áhrif á karlmenn líka. Það hefur alltaf verið mýta að aldurinn hafi ekki áhrif á karla en það er ekki svo. Sæðinu og frjóseminni fer hrakandi hjá karlmönnum upp úr 40, 45 ára aldri. Eftir því sem feðurnir verða eldri þá eru auknar líkur á geðsjúkdómum, einhverfu og aukinni tíðni fósturláta,“ segir Signý Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólksfjölgun hætti um miðja þessa öld Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið eins lág og árið 2017 frá því að talning hófst árið 1855. Miðað við þróun er alls ekki útilokað að slíkar tölur verði enn lægri árið 2018. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Við fáum til okkar konur komnar um og yfir fertugsaldurinn sem átta sig ekki á því að það er mun erfiðara að verða þunguð á þessum aldri en þegar þær voru yngri,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, fæðingar og kvensjúkdómalæknir. Ragnhildur og Signý Hersisdóttir fósturfræðingur starfa hjá Livio Reykjavík sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í tæknifrjóvgunum. Þær segja það alvarlegt ef konur þekkja ekki eigin lífsklukku þegar kemur að barneignum. Það er líka meiri áhætta fyrir móður og barn að ganga með og eiga eftir fertugt. Konur og pör sem vilja verða þunguð leita gjarnan til þeirra of seint. Það getur tekið verulega á að fá þær fréttir að hafa „misst af lestinni“. „Einhverjar vita að þær eru að falla á tíma en margar einfaldlega hafa ekki hugmynd um það. Þarna skortir fræðslu. Þetta er mikilvægt málefni og afar brýnt að fólk sé meðvitað um þetta. Það hefur alltaf verið talað svo mikið um getnaðarvarnir og að vera ekki of snemma í því að eignast börn. Fyrst þurfi að klára námið, koma undir sig fótunum, eignast íbúð og þar fram eftir götunum. En meðalkona er kannski að klára námið sitt eða vinna upp sinn starfsferil upp úr 35 ára og eignast ekki íbúð fyrr en 38 ára og ef við ætlum að bíða eftir þessu þá er það orðið of seint. Getnaðarvarnirnar eru vissulega nauðsynlegar og það að þungunum hjá unglingsstúlkum hefur fækkað, það er að bera árangur en þetta þarf að haldast í hendur – fræðsla um getnaðarvarnir og frjósemisaldur.“ Signý tekur undir. „Það skortir vissulega fræðslu og við viljum að henni sé komið inn hjá framhaldsskólum og í háskólum. Við þurfum að auka fræðslu og upplýsingar um frjósemisaldur, þunganir, kynlíf og hvernig mannslíkaminn virkar,“ segir Signý. „En það er margt sem spilar inn í minni frjósemi, t.d. offita hjá konum. Íslendingar eiga ákveðið met í því. Við erum Ameríka norðursins. Frjósemi minnkar með offitu og truflar hún tíðahringinn og hefur bein áhrif á eggin okkar. Tímasetningin hefur áhrif, það þekkja ekki allar konur tíðahringinn sinn og hvenær er best að reyna þungun. Lífsstíll, reykingar, áfengi og eiturlyf hafa sitt að segja og t.d. hefur kannabis mikil áhrif á sæði og getur minnkað framleiðslu. Einnig ýmsir sjúkdómar eins og legslímuflakk, blöðrur á eggjastokkum og fleira. Stórir áhrifaþættir eru þyngd og aldur. Svo er ákveðinn hópur af fólki eða hátt í 20% sem eru með óútskýrða ófrjósemi sem við fáum eflaust fleiri skýringar á í framtíðinni“. Eggjagjafir eru oft eina leiðin til að ná þungun en þar sem þjóðin er fámenn er oft rykkjótt framboð af eggjagjöfum. „Við erum fá. Öll umfjöllun veldur því að við fáum inn eggjagjafa en svo dettur allt niður inn á milli. Það er krónískþörf fyrir eggjagjafir,“ segir Ragnhildur. Þær segja að umræðuefnið hafi í gegnum tíðina verið ákveðið feimnis mál en nú sé minnkandi frjósemi orðin alþjóðlegt vandamál og Íslendingar hafi sofið á verðinum. „Iðnvæddu ríkin eru fyrst og fremst að horfast í augu við þennan vanda, að fæðingartíðni sé lág. En við Íslendingar eru svolítið seinir að vakna og þurfum að fara að líta þetta alvarlegum augum. Það á ekki að vera feimnismál að ræða frjósemi. Ef fólk þarf hjálp þá er í lagi að tala um það.“ Í nýrri reglugerð sem tók gildi á Alþingi um áramót er kveðið á um að sjúkratryggingar muni nú niðurgreiða 5% af fyrsta skipti í tæknifrjóvgun, 30% af öðru skipti en engin niðurgreiðsla er á meðferð þrjú og fjögur, ólíkt því sem áður var. Áður var fyrsta meðferðin ekkert niðurgreidd en meðferð tvö, þrjú og fjögur var niðurgreidd um helming. Nú mun hins vegar fólki með illkynja sjúkdóma sem hafa áhrif á frjósemi bjóðast 65% niðurgreiðsla á meðferðum í þeim tilgangi að frysta og geyma kynfrumur. Heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í byrjun janúar að einungis væri um tilfærslu fjármagns að ræða innan þessa málaflokks. „Það er verið að færa fjármagn frá hópnum sem er í verulegum erfiðleikum og þarf að koma endurtekið í meðferð yfir í nýjan hóp af fólki sem að okkar mati ætti að vera utan við þennan pott. Fólk sem þarf að frysta kynfrumur vegna yfirvofandi sjúkdóma og meðferða vegna þeirra hefur hingað til ekki getað gengið að greiðsluþátttöku og er fagnaðarefni að það sé komið á,“ segir Ragnhildur. „En þetta verður til þess að fólk frestar meðferðum, þarf að endurhugsa málið eða hreinlega hætta við. Okkur finnst þetta ekki góð þróun. Það sem þarf að gera er að reikna út hve miklu hver nýr einstaklingur skilar til samfélagsins í krónum og aurum. Hefur þetta verið gert og leitt til þess að svona meðferðir eru gjaldfrjálsar að mörgu leyti í Danmörku, Svíþjóð og víðar. Einnig er hlúð að barnafólki í formi skattaafsláttar, með greiðslum eða öðru. Þarna er verið að hugsa til lengri tíma.“ Glansmyndir í fjölmiðlum Víða í fjölmiðlum hefur verið fjallað um stórstjörnur sem eignast börn langt fram eftir aldri. Þar á meðal eru leikkonur á borð við Halle Berry, Janet Jackson og fleiri. „Þarna er verið að hampa konum fyrir að eignast börn seint en það kemur aldrei fram að notast hafi verið við tæknifrjóvganir,“ segir Ragnhildur. „Konur komnar yfir fimmtugt hafa ekki annað val en að fá gjafaegg. Það er alveg á hreinu að þarna hefur ekki náttúrulegur getnaður átt sér stað. Þetta gefur mjög röng skilaboð.“ Egg og sæði hrörna með aldrinum Konur fæðast með öll eggin sín og þeim byrjar að fækka strax á fósturskeiði. „Þetta er auðvitað misjafnt eftir konum eins og gengur og gerist en þetta er ákveðin þumalputtaregla. Þegar við verðum kynþroska eru um það bil 10% eftir af þeim. Svo fer brot af eggjunum af stað í hverjum tíðahring og svo eyðast þau. Meirihlutinn skemmist út af umhverfisáhrifum eða bara í gegnum tímann og vegna aldurs,“ segir Signý. „Það sem virðist samt vera rauði þráðurinn í þessu er það að eggin eru á sama lífeðlisfræðilega hraða og fyrir hundrað árum síðan. Þó að konur lifi lengur í dag og séu ungar lengur ásamt því að lifa allt öðruvísi lífi, þá haldast eggin ekki í takt við það. Upp úr 34, 35 ára aldri byrjar frjósemin að dvína hratt,“ segir Ragnhildur. Ef tölfræði um frjósemi og fósturlát er skoðuð sést að kúrvur fara að skerast í kringum 35 ára aldur hjá konum og hraða á sér. Frjósemin minnkar og fósturlátin fara að aukast, sem endurspeglar skemmdir í eggjum. „Það tekur konur lengri og lengri tíma að verða þungaðar og þær missa frekar fóstur. Flestir þekkja orðið að Downs-heilkenni verður algengara með aldrinum og það er bara ein af þeim líffræðilegu skemmdum sem verða á eggjunum með aldri.“ Svipaða sögu er að segja með sæðisfrumurnar. Þó að karlar framleiði sæði jafnóðum þá eru þær framleiddar úr stofnfrumum sem verða einnig til í móðurkviði. Afraksturinn með árunum verður því alltaf lélegri og lélegri. „Aldurinn hefur áhrif á karlmenn líka. Það hefur alltaf verið mýta að aldurinn hafi ekki áhrif á karla en það er ekki svo. Sæðinu og frjóseminni fer hrakandi hjá karlmönnum upp úr 40, 45 ára aldri. Eftir því sem feðurnir verða eldri þá eru auknar líkur á geðsjúkdómum, einhverfu og aukinni tíðni fósturláta,“ segir Signý
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólksfjölgun hætti um miðja þessa öld Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið eins lág og árið 2017 frá því að talning hófst árið 1855. Miðað við þróun er alls ekki útilokað að slíkar tölur verði enn lægri árið 2018. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fólksfjölgun hætti um miðja þessa öld Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið eins lág og árið 2017 frá því að talning hófst árið 1855. Miðað við þróun er alls ekki útilokað að slíkar tölur verði enn lægri árið 2018. 24. janúar 2019 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent