Svekktir eftir töpin en hungrið mikið að klára HM með sigri Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 23. janúar 2019 11:00 Bjarki Már Elísson er klár í slaginn í dag. vísir/getty Strákarnir okkar mæta Brasilíu klukkan 14.30 á HM 2019 í handbolta í dag sem er síðasti leikur liðsins á mótinu. Okkar menn þurfa að vinna Brasilíu til að komast upp fyrir það í milliriðlinum. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna. Við fengum hvíld í gær sem var kærkomin og síðan æfum við í dag. Við ætlum okkur sigur, það er klárt,“ segir Bjarki Már Elísson, hornamaður Íslands. Brasilía bauð upp á ein óvæntustu úrslitin í sögu HM um síðustu helgi þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Króatíu. Þetta verður því sýnd veiði en ekki gefin í dag. „Þeir eru komnir mjög langt. Það hefur verið sagt að að þeir séu firmalið en þeir eru ekki meira firmalið en það, að þeir unnu Króata,“ segir Bjarki Már. „Við þurfum að vera klárir. Brassarnir eru með fína leikmenn. Þeir eru með góða markverði og spila mikið af innleysingum. Þeir gerðu það mikið á móti okkur í Noregi og hengu lengi í okkur þá. Við þurfum bara að vera klárir en þetta er alveg gerlegt verkefni og ég hef trú á að við vinnum þá.“Guðmundur og strákarnir ætla að vinna í dag.vísr/gettyStrákarnir okkar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum í milliriðlinum á móti Þýskalandi og Frakklandi og vilja kveðja mótið með sigri í dag. „Við vorum svekktir eftir þessi töp en við gerum okkur grein fyrir því að við vorum að spila við mjög sterk lið. Maður þarf að ná rosalega góðum leik til að vinna þessi lið. Menn voru líka orðnir þreyttir en það er mikið hungur að enda þetta á góðum nótum og fara þannig í næsta verkefni,“ segir Bjarki. Hornamaðurinn rétthenti hefur deilt stöðunni bróðurlega með Stefáni Rafni Sigurmannssyni á mótinu í Þýskalandi en hvernig er að spila oftast bara hálfleik og hálfleik. „Það er oft þannig en ég er mikið að spila 60 mínútur núna hjá Füchse. Ég hef verið í þessari stöðu áður. Stundum er þetta gaman og stundum ekki. Þegar að maður fær eina sendingu í heilum hálfleik er þetta ekkert sérstaklega gaman,“ segir hann. „Maður bara tekur þessu og reynir að gera vel á þeim mínútum sem að maður fær. Þetta er náttúrlega styttri tími og getur verið misgaman,“ segir Bjarki Már Elísson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. 23. janúar 2019 10:30 Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Teitur Örn Einarsson lýkur leik á HM 2019 í dag með strákunum okkar. 23. janúar 2019 10:00 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Strákarnir okkar mæta Brasilíu klukkan 14.30 á HM 2019 í handbolta í dag sem er síðasti leikur liðsins á mótinu. Okkar menn þurfa að vinna Brasilíu til að komast upp fyrir það í milliriðlinum. „Það er ekkert annað í stöðunni en að vinna. Við fengum hvíld í gær sem var kærkomin og síðan æfum við í dag. Við ætlum okkur sigur, það er klárt,“ segir Bjarki Már Elísson, hornamaður Íslands. Brasilía bauð upp á ein óvæntustu úrslitin í sögu HM um síðustu helgi þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Króatíu. Þetta verður því sýnd veiði en ekki gefin í dag. „Þeir eru komnir mjög langt. Það hefur verið sagt að að þeir séu firmalið en þeir eru ekki meira firmalið en það, að þeir unnu Króata,“ segir Bjarki Már. „Við þurfum að vera klárir. Brassarnir eru með fína leikmenn. Þeir eru með góða markverði og spila mikið af innleysingum. Þeir gerðu það mikið á móti okkur í Noregi og hengu lengi í okkur þá. Við þurfum bara að vera klárir en þetta er alveg gerlegt verkefni og ég hef trú á að við vinnum þá.“Guðmundur og strákarnir ætla að vinna í dag.vísr/gettyStrákarnir okkar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum í milliriðlinum á móti Þýskalandi og Frakklandi og vilja kveðja mótið með sigri í dag. „Við vorum svekktir eftir þessi töp en við gerum okkur grein fyrir því að við vorum að spila við mjög sterk lið. Maður þarf að ná rosalega góðum leik til að vinna þessi lið. Menn voru líka orðnir þreyttir en það er mikið hungur að enda þetta á góðum nótum og fara þannig í næsta verkefni,“ segir Bjarki. Hornamaðurinn rétthenti hefur deilt stöðunni bróðurlega með Stefáni Rafni Sigurmannssyni á mótinu í Þýskalandi en hvernig er að spila oftast bara hálfleik og hálfleik. „Það er oft þannig en ég er mikið að spila 60 mínútur núna hjá Füchse. Ég hef verið í þessari stöðu áður. Stundum er þetta gaman og stundum ekki. Þegar að maður fær eina sendingu í heilum hálfleik er þetta ekkert sérstaklega gaman,“ segir hann. „Maður bara tekur þessu og reynir að gera vel á þeim mínútum sem að maður fær. Þetta er náttúrlega styttri tími og getur verið misgaman,“ segir Bjarki Már Elísson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. 23. janúar 2019 10:30 Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Teitur Örn Einarsson lýkur leik á HM 2019 í dag með strákunum okkar. 23. janúar 2019 10:00 Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. 23. janúar 2019 10:30
Teitur: Man eftir þegar að ég hitti Karabatic Teitur Örn Einarsson lýkur leik á HM 2019 í dag með strákunum okkar. 23. janúar 2019 10:00
Óvinur þjóðarinnar sem hjálpaði Gísla að flytja fær að sjá tístin Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar með línumanninnum Patrick Wiencek sem fór illa með íslenska liðið. 23. janúar 2019 08:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti