Bjarni Ármannsson nýr forstjóri Iceland Seafood Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 09:51 Bjarni Ármannsson. Mynd/Iceland Seafood Stjórn Iceland Seafood International, ISI, hefur ákveðið að ráða Bjarna Ármannsson sem forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISI. Bjarni hefur verið stjórnarformaður ISI frá því í september 2018 en stígur nú úr stjórninni og tekur við starfi Helga Antons Eiríkssonar sem hefur óskað eftir því að stíga til hliðar eftir níu ár í forstjórastól. Þá er Bjarni fyrrverandi forstjóri Glitnis.Sjá einnig: Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Haft er eftir Bjarna í tilkynningu að félagið standi fjárhagslega sterkt eftir öfluga leiðsögn Helga Antons og færir Bjarni honum þakkir fyrir það mikla starf sem hann hefur innt af hendi við uppbyggingu félagsins. „Fram undan eru spennandi tímar hjá Iceland Seafood International. Félagið hyggur á skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á þessu ári. Hjá félaginu starfa 630 starfsmenn í níu dótturfélögum, mestmegnis í Evrópu. Sú mikla þekking og reynsla sem teymi ISI búa yfir, víðsvegar um heim, er það sem gerir fyrirtækið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Það er spennandi að leiða þennan góða hóp inn í þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru og hlakka ég til þess.” Þá segist fráfarandi forstjóri, Helgi Anton, þakklátur fyrir ár sín sem forstjóri ISI en hann telji þetta rétta tímapunktinn til að stíga til hliðar og horfa til nýrra tækifæra. „Félaginu hefur vegnað vel undanfarin ár og ber að þakka árangurinn okkar frábæra starfsfólki víða um heim og sterkum og traustum viðskiptavinum okkar á Íslandi og erlendis. Iceland Seafood starfar í krefjandi umhverfi alþjóðlegs sjávarútvegs og félagið er vel í stakk búið til að halda áfram sínum kröftuga vexti á næstu árum.” Þá hefur Lee Camfield framkvæmdastjóri einnig óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Bæði Helgi Anton og Lee munu starfa náið með nýjum forstjóra næstu mánuði. Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00 Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. 12. desember 2018 19:52 Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur. 23. janúar 2018 11:36 Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Sjá meira
Stjórn Iceland Seafood International, ISI, hefur ákveðið að ráða Bjarna Ármannsson sem forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISI. Bjarni hefur verið stjórnarformaður ISI frá því í september 2018 en stígur nú úr stjórninni og tekur við starfi Helga Antons Eiríkssonar sem hefur óskað eftir því að stíga til hliðar eftir níu ár í forstjórastól. Þá er Bjarni fyrrverandi forstjóri Glitnis.Sjá einnig: Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Haft er eftir Bjarna í tilkynningu að félagið standi fjárhagslega sterkt eftir öfluga leiðsögn Helga Antons og færir Bjarni honum þakkir fyrir það mikla starf sem hann hefur innt af hendi við uppbyggingu félagsins. „Fram undan eru spennandi tímar hjá Iceland Seafood International. Félagið hyggur á skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á þessu ári. Hjá félaginu starfa 630 starfsmenn í níu dótturfélögum, mestmegnis í Evrópu. Sú mikla þekking og reynsla sem teymi ISI búa yfir, víðsvegar um heim, er það sem gerir fyrirtækið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Það er spennandi að leiða þennan góða hóp inn í þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru og hlakka ég til þess.” Þá segist fráfarandi forstjóri, Helgi Anton, þakklátur fyrir ár sín sem forstjóri ISI en hann telji þetta rétta tímapunktinn til að stíga til hliðar og horfa til nýrra tækifæra. „Félaginu hefur vegnað vel undanfarin ár og ber að þakka árangurinn okkar frábæra starfsfólki víða um heim og sterkum og traustum viðskiptavinum okkar á Íslandi og erlendis. Iceland Seafood starfar í krefjandi umhverfi alþjóðlegs sjávarútvegs og félagið er vel í stakk búið til að halda áfram sínum kröftuga vexti á næstu árum.” Þá hefur Lee Camfield framkvæmdastjóri einnig óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Bæði Helgi Anton og Lee munu starfa náið með nýjum forstjóra næstu mánuði.
Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00 Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. 12. desember 2018 19:52 Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur. 23. janúar 2018 11:36 Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Sjá meira
Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00
Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. 12. desember 2018 19:52
Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur. 23. janúar 2018 11:36