Elskar ástríðu og hita í samræðum Björk Eiðsdóttir skrifar 23. janúar 2019 17:30 Guy Woods er annar af erlendu fyrirlesurunum sem koma fram á Markþjálfunardaginn á Hilton Nordica. Guy er með yfir 125.000 fylgjendur á samfélagsmiðlum, aðallega Twitter, og þjónustar viðskiptavini frá öllum heimshornum, allt frá Reykjavík til Sydney i Ástralíu. Guy er fulltrúi alþjóðlega markþjálfans og áhrifavalds á netinu, þó að hann afþakki þann titil. Hann hefur unnið sem sjálfstætt starfandi blaðamaður og einnig fyrir tæknirisana Google og Facebook. Síðustu ár hefur hann þó einbeitt sér að því að hjálpa viðskiptavinum sínum við að nota samfélagsmiðla til að koma rödd sinni á framfæri, að nýta þá til góðra áhrifa. Hann hefur unnið að stafrænni þróun og áætlanagerð með alþjóðlegum viðskiptavinum sínum sem hefur vakið mikla athygli og er hann tilnefndur til Markþjálfaverðlaunanna á Írlandi, þar sem hann nú býr. Guy elskar samfélagsmiðla því þar er hann frjáls og getur deilt jákvæðum staðhæfingum, hvatt fólk áfram og hvatt til umræðna. Hann grípur tækifærið í hvers kyns umræðum, hvetur fólk til að gera hlutina jákvætt, ræða uppgötvanir sínar og leggur áherslu á upplifunina. Hann byrjaði á Twitter, þar setti hann út spurningar og byrjaði oft markþjálfunarsamtal á miðlinum. Hann leyfir sér að vera hvatvís á Twitter, setur út eitt orð, um eitthvað í umræðunni og deilir jákvæðri hugsun eða lærdómi. ,,Þú getur átt samræður við hvern sem er, hvar sem er og hlustað ef þú setur hlustunina í gang sem er sterk markþjálfunaraðferð og fólk svarar með því að „re-tweeta“ og þögnin er einnig mikilvæg,“ segir Guy. „Ég set út spurningar um hvað sem er, oft til að byggja brýr á milli fólks og læra hvað fólk aðhyllist, hverju það vill deila eins og ást og tilfinningum, hvernig það nýtir frelsi til orða.“ Hann segist nota þessa aðferð til að hvetja til samræðna. Guy segist ekki líta á samfélagsmiðla sem sölutorg heldur leið til að koma upplifun sinni á framfæri og lausnamiðaðri hugsun. Eftir kosningarnar í Bandaríkjunum sá hann mikið af neikvæðri umræðu á samfélagsmiðlunum. Eitt af hans tístum við það tilefni var: Be kind today, you voted, refreshing your feed won’t get you faster, appreciate the conversation. Hann fékk fjöldann allan af svörum, úr öllum áttum frá fólki með mismunandi stjórnmála- og trúarskoðanir. Allt virkilega áhugaverð og lærdómsrík sjónarhorn og í kjölfarið fékk hann fjölda Bandaríkjamanna í markþjálfun. Sjálfur fór Guy að vinna jákvætt á samfélagsmiðlunum þegar hann var sjálfur illa fyrir kallaður í lífinu. Á þeim tíma starfaði hann sem þjónustustjóri Facebook í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku og var óhamingjusamur. Hann hafði haft mikið fyrir því að fá starfið enda samkeppnin um slíkt starf hörð, en hans verkefni var að hjálpa fyrirtækjum að koma rödd sinni á framfæri í gegnum miðilinn. Starfið var gott en vinnukúltúrinn virkaði einfaldlega ekki fyrir hann svo hann sagði upp án þess að vita næstu skref. Guy býr að reynslunni og nýtir í nýjum verkefnum en auk starfsins hjá Facebook var hann áður þjónustustjóri hjá Google. Eftir uppsögnina ákvað Guy að fylgja innsæinu og úr varð að hann sótti markþjálfanám hjá Erickson Coaching International í Kanada og er í dag vottaður markþjálfi frá ICF. Honum líður vel með að tjá sig á Twitter, vera í tengslum, ræða við fólk og læra af því. Twitter gaf honum nýja sýn, nýja linsu á lífið. Hann segir það henta sér að benda á það fallega, góða og nærandi í lífinu, það sé hans málflutningur. Hann segi ekki fólki hvernig það á að vera, hvað það á að kaupa eða hvernig það á að haga sér. „Markþjálfar spyrja krefjandi spurninga og þeirra markmið er að fá fólk til að finna sína rödd, finna sinn tilgang og vinna að honum. Vinna að sjálfstæði og styrkleikum viðskiptavinanna sem hjálpar þeim að leysa sín verkefni og áskoranir. Markþjálfun snýst um að fólk sé eins og það er,“ segir Guy og heldur áfram: „Ég elska þegar það er ástríða og hiti í samræðum því þá er fólk að koma sínum skoðunum og sinni rödd á framfæri. Við þurfum að hafa umburðarlyndi gagnvart því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Guy er með yfir 125.000 fylgjendur á samfélagsmiðlum, aðallega Twitter, og þjónustar viðskiptavini frá öllum heimshornum, allt frá Reykjavík til Sydney i Ástralíu. Guy er fulltrúi alþjóðlega markþjálfans og áhrifavalds á netinu, þó að hann afþakki þann titil. Hann hefur unnið sem sjálfstætt starfandi blaðamaður og einnig fyrir tæknirisana Google og Facebook. Síðustu ár hefur hann þó einbeitt sér að því að hjálpa viðskiptavinum sínum við að nota samfélagsmiðla til að koma rödd sinni á framfæri, að nýta þá til góðra áhrifa. Hann hefur unnið að stafrænni þróun og áætlanagerð með alþjóðlegum viðskiptavinum sínum sem hefur vakið mikla athygli og er hann tilnefndur til Markþjálfaverðlaunanna á Írlandi, þar sem hann nú býr. Guy elskar samfélagsmiðla því þar er hann frjáls og getur deilt jákvæðum staðhæfingum, hvatt fólk áfram og hvatt til umræðna. Hann grípur tækifærið í hvers kyns umræðum, hvetur fólk til að gera hlutina jákvætt, ræða uppgötvanir sínar og leggur áherslu á upplifunina. Hann byrjaði á Twitter, þar setti hann út spurningar og byrjaði oft markþjálfunarsamtal á miðlinum. Hann leyfir sér að vera hvatvís á Twitter, setur út eitt orð, um eitthvað í umræðunni og deilir jákvæðri hugsun eða lærdómi. ,,Þú getur átt samræður við hvern sem er, hvar sem er og hlustað ef þú setur hlustunina í gang sem er sterk markþjálfunaraðferð og fólk svarar með því að „re-tweeta“ og þögnin er einnig mikilvæg,“ segir Guy. „Ég set út spurningar um hvað sem er, oft til að byggja brýr á milli fólks og læra hvað fólk aðhyllist, hverju það vill deila eins og ást og tilfinningum, hvernig það nýtir frelsi til orða.“ Hann segist nota þessa aðferð til að hvetja til samræðna. Guy segist ekki líta á samfélagsmiðla sem sölutorg heldur leið til að koma upplifun sinni á framfæri og lausnamiðaðri hugsun. Eftir kosningarnar í Bandaríkjunum sá hann mikið af neikvæðri umræðu á samfélagsmiðlunum. Eitt af hans tístum við það tilefni var: Be kind today, you voted, refreshing your feed won’t get you faster, appreciate the conversation. Hann fékk fjöldann allan af svörum, úr öllum áttum frá fólki með mismunandi stjórnmála- og trúarskoðanir. Allt virkilega áhugaverð og lærdómsrík sjónarhorn og í kjölfarið fékk hann fjölda Bandaríkjamanna í markþjálfun. Sjálfur fór Guy að vinna jákvætt á samfélagsmiðlunum þegar hann var sjálfur illa fyrir kallaður í lífinu. Á þeim tíma starfaði hann sem þjónustustjóri Facebook í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku og var óhamingjusamur. Hann hafði haft mikið fyrir því að fá starfið enda samkeppnin um slíkt starf hörð, en hans verkefni var að hjálpa fyrirtækjum að koma rödd sinni á framfæri í gegnum miðilinn. Starfið var gott en vinnukúltúrinn virkaði einfaldlega ekki fyrir hann svo hann sagði upp án þess að vita næstu skref. Guy býr að reynslunni og nýtir í nýjum verkefnum en auk starfsins hjá Facebook var hann áður þjónustustjóri hjá Google. Eftir uppsögnina ákvað Guy að fylgja innsæinu og úr varð að hann sótti markþjálfanám hjá Erickson Coaching International í Kanada og er í dag vottaður markþjálfi frá ICF. Honum líður vel með að tjá sig á Twitter, vera í tengslum, ræða við fólk og læra af því. Twitter gaf honum nýja sýn, nýja linsu á lífið. Hann segir það henta sér að benda á það fallega, góða og nærandi í lífinu, það sé hans málflutningur. Hann segi ekki fólki hvernig það á að vera, hvað það á að kaupa eða hvernig það á að haga sér. „Markþjálfar spyrja krefjandi spurninga og þeirra markmið er að fá fólk til að finna sína rödd, finna sinn tilgang og vinna að honum. Vinna að sjálfstæði og styrkleikum viðskiptavinanna sem hjálpar þeim að leysa sín verkefni og áskoranir. Markþjálfun snýst um að fólk sé eins og það er,“ segir Guy og heldur áfram: „Ég elska þegar það er ástríða og hiti í samræðum því þá er fólk að koma sínum skoðunum og sinni rödd á framfæri. Við þurfum að hafa umburðarlyndi gagnvart því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira