Innlent

Gat á sjókví Arnarlax

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sjókvíar í Arnarfirði.
Sjókvíar í Arnarfirði.
Matvælastofnun barst fyrr í dag tilkynning um gat á nótarpoka sjókvíar í eigu Arnarlax við Hringsdal í Arnarfirði. Þetta kemur fram í frétt á vef MAST.

Þar segir að gatið hafi uppgötvast við skoðun kafara á kvínni. Strax hafi verið gert við gatið, sem var samkvæmt upplýsingum frá Arnarlaxi 15 sentimetrar sinnum 50 sentimetrar. Það hafi verið á um 20 metra dýpi.

Á vef MAST kemur einnig fram að tæplega 160 þúsund laxar hafi verið í kvínni og meðalþyngd þeirra um 1,3 kíló.

Matvælastofnun hefur tekið málið til meðferðar og mun skoða aðstæður hjá Arnarlaxi og athuga hvort rétt hafi verið brugðist við atvikinu. Fyrirtækið hefur að ráði Fiskistofu lagt út net til þess að kanna hvort einhverjir laxar kunni að hafa sloppið úr kvínni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×