Byggja þurfi 40 þúsund íbúðir til ársins 2040 Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 14:00 Um nýliðin áramót nam áætlaður íbúðaskortur fimm til átta þúsund íbúðum, að því er fram kemur í skýrslunni. Vísir/vilhelm Byggja þarf um 1830 íbúðir á hverju ári á tímabilinu 2019-2040 til að vinna upp óuppfyllta íbúðaþörf og mæta undirliggjandi fjölgun heimila á tímabilinu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar skýrslu frá hagdeild Íbúðalánasjóðs, sem ber heitið Íbúðaþörf 2019-2040. Þar segir jafnframt að um nýliðin áramót hafi áætlaður íbúðaskortur numið fimm til átta þúsund íbúðum - „til að rúma jafnvægisfjölda heimila miðað við undirliggjandi heimilasamsetningu.“ Engu að síður sé útlit fyrir það að þessi óuppfyllta íbúðaþörf minnki á næstu árum, ekki síst í ljósi þess að á árunum 2019 til 2021 er talið að byggðar verði um 3300 íbúðir að meðaltali á hverju ári.Þriggja herbergja eftirsóttar Þessar spár eru þó háðar ákveðinni óvissu, ekki síst er lýtur að lýðfræðilegri þróun. Í skýrslunni hagdeildarinnar segir að aldurs- og búskaparsamsetning þjóðarinnar muni þannig hafa mikil áhrif á hvers konar íbúðum þurfi helst að fjölga. „Samkvæmt grunnsviðsmynd mun helmingur allrar undirliggjandi fjölgunar heimila til ársins 2040 koma til vegna fjölgunar einstaklingsheimila en einstaklingsheimili eru að jafnaði í minni íbúðum en önnur heimili. Niðurstöður úr viðhorfskönnunum benda til þess að sérstök þörf gæti myndast á þriggja herbergja íbúðum á næstu árum,“ segir á vef Íbúðalánasjóðs. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Íbúðaþörf 2019-2040 Húsnæðismál Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
Byggja þarf um 1830 íbúðir á hverju ári á tímabilinu 2019-2040 til að vinna upp óuppfyllta íbúðaþörf og mæta undirliggjandi fjölgun heimila á tímabilinu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar skýrslu frá hagdeild Íbúðalánasjóðs, sem ber heitið Íbúðaþörf 2019-2040. Þar segir jafnframt að um nýliðin áramót hafi áætlaður íbúðaskortur numið fimm til átta þúsund íbúðum - „til að rúma jafnvægisfjölda heimila miðað við undirliggjandi heimilasamsetningu.“ Engu að síður sé útlit fyrir það að þessi óuppfyllta íbúðaþörf minnki á næstu árum, ekki síst í ljósi þess að á árunum 2019 til 2021 er talið að byggðar verði um 3300 íbúðir að meðaltali á hverju ári.Þriggja herbergja eftirsóttar Þessar spár eru þó háðar ákveðinni óvissu, ekki síst er lýtur að lýðfræðilegri þróun. Í skýrslunni hagdeildarinnar segir að aldurs- og búskaparsamsetning þjóðarinnar muni þannig hafa mikil áhrif á hvers konar íbúðum þurfi helst að fjölga. „Samkvæmt grunnsviðsmynd mun helmingur allrar undirliggjandi fjölgunar heimila til ársins 2040 koma til vegna fjölgunar einstaklingsheimila en einstaklingsheimili eru að jafnaði í minni íbúðum en önnur heimili. Niðurstöður úr viðhorfskönnunum benda til þess að sérstök þörf gæti myndast á þriggja herbergja íbúðum á næstu árum,“ segir á vef Íbúðalánasjóðs. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: Íbúðaþörf 2019-2040
Húsnæðismál Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira